Mætt aftur eftir heilablóðfall: „Ekkert mun toppa þessa tilfinningu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 13:31 Ellie Roebuck kom til Barcelona í sumar en hefur nú loks spilað sinn fyrsta leik fyrir Evrópumeistarana. Getty/Florencia Tan Jun Enski landsliðsmarkvörðurinn Ellie Roebuck spilaði um helgina sinn fyrsta fótboltaleik í yfir 300 daga, þegar hún sneri aftur til keppni eftir að hafa fengið heilablóðfall. Roebuck, sem er 25 ára gömul, greindi frá því í mars að hún hefði fengið heilablóðfall en að það hefði ekki valdið varanlegum skemmdum á heila eða sjón hennar. Það hefur þó tekið sinn tíma fyrir Roebuck að snúa aftur til keppni en það gerði hún og var nálægt því að halda markinu hreinu, í 4-1 sigri með Barcelona gegn Real Betis á laugardag. Roebuck fór til Barcelona frá Manchester City í júní, þegar samningur hennar við enska félagið rann út, eftir að ljóst var að hún myndi geta spilað fótbolta að nýju. Leikurinn um helgina var því hennar fyrsti leikur fyrir Barcelona. „303 dögum síðar. Markmiðið var alltaf að spila aftur íþróttina sem ég elska,“ skrifaði Roebuck á Instagram. Lionesses and Barcelona keeper Ellie Roebuck made her first appearance in 19 months after recovering from a stroke ❤#BBCFootball pic.twitter.com/kvxCds1Lk2— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2024 „Stundum virtist það ómögulegt en það er algjör draumur að gera það fyrir Barcelona. Þetta hefur verið ferðalag. Ég vil þakka öllum sem studdu mig á leiðinni. Ekkert mun toppa þessa tilfinningu,“ skrifaði Roebuck. Hún lék yfir 100 leiki fyrir City og á að baki ellefu A-landsleiki. Hún var til að mynda í enska landsliðshópnum sem varð Evrópumeistari sumarið 2022 og gerir nú tilkall til þess að komast á EM í Sviss næsta sumar. Barcelona hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Spáni til þessa. Liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð og sækir Hammarby heim til Svíþjóðar á fimmtudaginn. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira
Roebuck, sem er 25 ára gömul, greindi frá því í mars að hún hefði fengið heilablóðfall en að það hefði ekki valdið varanlegum skemmdum á heila eða sjón hennar. Það hefur þó tekið sinn tíma fyrir Roebuck að snúa aftur til keppni en það gerði hún og var nálægt því að halda markinu hreinu, í 4-1 sigri með Barcelona gegn Real Betis á laugardag. Roebuck fór til Barcelona frá Manchester City í júní, þegar samningur hennar við enska félagið rann út, eftir að ljóst var að hún myndi geta spilað fótbolta að nýju. Leikurinn um helgina var því hennar fyrsti leikur fyrir Barcelona. „303 dögum síðar. Markmiðið var alltaf að spila aftur íþróttina sem ég elska,“ skrifaði Roebuck á Instagram. Lionesses and Barcelona keeper Ellie Roebuck made her first appearance in 19 months after recovering from a stroke ❤#BBCFootball pic.twitter.com/kvxCds1Lk2— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2024 „Stundum virtist það ómögulegt en það er algjör draumur að gera það fyrir Barcelona. Þetta hefur verið ferðalag. Ég vil þakka öllum sem studdu mig á leiðinni. Ekkert mun toppa þessa tilfinningu,“ skrifaði Roebuck. Hún lék yfir 100 leiki fyrir City og á að baki ellefu A-landsleiki. Hún var til að mynda í enska landsliðshópnum sem varð Evrópumeistari sumarið 2022 og gerir nú tilkall til þess að komast á EM í Sviss næsta sumar. Barcelona hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Spáni til þessa. Liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð og sækir Hammarby heim til Svíþjóðar á fimmtudaginn.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Íslenski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Hóta því að skrópa á Ólympíuleikana Sport Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Fótboltamenn í gæsluvarðhaldi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Vatnspása í öllum hálfleikjum á HM í fótbolta næsta sumar Færeyingar taka upp VAR Sjá meira