Mætt aftur eftir heilablóðfall: „Ekkert mun toppa þessa tilfinningu“ Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2024 13:31 Ellie Roebuck kom til Barcelona í sumar en hefur nú loks spilað sinn fyrsta leik fyrir Evrópumeistarana. Getty/Florencia Tan Jun Enski landsliðsmarkvörðurinn Ellie Roebuck spilaði um helgina sinn fyrsta fótboltaleik í yfir 300 daga, þegar hún sneri aftur til keppni eftir að hafa fengið heilablóðfall. Roebuck, sem er 25 ára gömul, greindi frá því í mars að hún hefði fengið heilablóðfall en að það hefði ekki valdið varanlegum skemmdum á heila eða sjón hennar. Það hefur þó tekið sinn tíma fyrir Roebuck að snúa aftur til keppni en það gerði hún og var nálægt því að halda markinu hreinu, í 4-1 sigri með Barcelona gegn Real Betis á laugardag. Roebuck fór til Barcelona frá Manchester City í júní, þegar samningur hennar við enska félagið rann út, eftir að ljóst var að hún myndi geta spilað fótbolta að nýju. Leikurinn um helgina var því hennar fyrsti leikur fyrir Barcelona. „303 dögum síðar. Markmiðið var alltaf að spila aftur íþróttina sem ég elska,“ skrifaði Roebuck á Instagram. Lionesses and Barcelona keeper Ellie Roebuck made her first appearance in 19 months after recovering from a stroke ❤#BBCFootball pic.twitter.com/kvxCds1Lk2— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2024 „Stundum virtist það ómögulegt en það er algjör draumur að gera það fyrir Barcelona. Þetta hefur verið ferðalag. Ég vil þakka öllum sem studdu mig á leiðinni. Ekkert mun toppa þessa tilfinningu,“ skrifaði Roebuck. Hún lék yfir 100 leiki fyrir City og á að baki ellefu A-landsleiki. Hún var til að mynda í enska landsliðshópnum sem varð Evrópumeistari sumarið 2022 og gerir nú tilkall til þess að komast á EM í Sviss næsta sumar. Barcelona hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Spáni til þessa. Liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð og sækir Hammarby heim til Svíþjóðar á fimmtudaginn. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira
Roebuck, sem er 25 ára gömul, greindi frá því í mars að hún hefði fengið heilablóðfall en að það hefði ekki valdið varanlegum skemmdum á heila eða sjón hennar. Það hefur þó tekið sinn tíma fyrir Roebuck að snúa aftur til keppni en það gerði hún og var nálægt því að halda markinu hreinu, í 4-1 sigri með Barcelona gegn Real Betis á laugardag. Roebuck fór til Barcelona frá Manchester City í júní, þegar samningur hennar við enska félagið rann út, eftir að ljóst var að hún myndi geta spilað fótbolta að nýju. Leikurinn um helgina var því hennar fyrsti leikur fyrir Barcelona. „303 dögum síðar. Markmiðið var alltaf að spila aftur íþróttina sem ég elska,“ skrifaði Roebuck á Instagram. Lionesses and Barcelona keeper Ellie Roebuck made her first appearance in 19 months after recovering from a stroke ❤#BBCFootball pic.twitter.com/kvxCds1Lk2— BBC Sport (@BBCSport) December 9, 2024 „Stundum virtist það ómögulegt en það er algjör draumur að gera það fyrir Barcelona. Þetta hefur verið ferðalag. Ég vil þakka öllum sem studdu mig á leiðinni. Ekkert mun toppa þessa tilfinningu,“ skrifaði Roebuck. Hún lék yfir 100 leiki fyrir City og á að baki ellefu A-landsleiki. Hún var til að mynda í enska landsliðshópnum sem varð Evrópumeistari sumarið 2022 og gerir nú tilkall til þess að komast á EM í Sviss næsta sumar. Barcelona hefur unnið alla tólf deildarleiki sína á Spáni til þessa. Liðið hefur unnið Meistaradeild Evrópu tvö ár í röð og sækir Hammarby heim til Svíþjóðar á fimmtudaginn.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Fleiri fréttir Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Sjá meira