Dramatík þegar Arsenal gerði jafntefli á Craven Cottage Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. desember 2024 15:55 Bukayo Saka skorar mark sem var dæmt af vegna rangstöðu. getty/David Price Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Fulham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Raúl Jimenez kom Fulham yfir á 11. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Hornspyrnur Arsenal hafa skilað mörgum mörkum í vetur og sú var líka raunin í dag. Á 52. mínútu skoraði William Saliba annað mark sitt í jafn mörgum leikjum. Skytturnar héldu áfram að pressa og héldu að þær hefðu uppskorið þegar Bukayo Saka skallaði boltann í netið á 87. mínútu. En markið var dæmt af þar sem Gabriel Martinelli, sem sendi boltann á Saka, var rangstæður. Arsenal er áfram í 2. sæti deildarinnar, nú með 29 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Fulham er í 9. sætinu með 23 stig. Enski boltinn
Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Fulham í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í dag. Raúl Jimenez kom Fulham yfir á 11. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Hornspyrnur Arsenal hafa skilað mörgum mörkum í vetur og sú var líka raunin í dag. Á 52. mínútu skoraði William Saliba annað mark sitt í jafn mörgum leikjum. Skytturnar héldu áfram að pressa og héldu að þær hefðu uppskorið þegar Bukayo Saka skallaði boltann í netið á 87. mínútu. En markið var dæmt af þar sem Gabriel Martinelli, sem sendi boltann á Saka, var rangstæður. Arsenal er áfram í 2. sæti deildarinnar, nú með 29 stig, sex stigum á eftir toppliði Liverpool sem á leik til góða. Fulham er í 9. sætinu með 23 stig.
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti