Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Ís­lendingar aftur til Eng­lands: Hver er næstur?

Undanfarin ár hafa ekki margir íslenskir leikmenn spilað í Englandi. Regluverk ensku deildanna eftir Brexit og fleira hefur haft áhrif en nú eru Íslendingar allt í einu farnir að fara í hrönnum til Englands til að spila fótbolta. Stóra spurningin er, hver er næstur?

Enski boltinn
Fréttamynd

„Vissi að þegar myndi líða á myndu þeir opna sig“

„Þetta var góður sigur, ótrúlega gaman að halda hreinu og fullt af fólki mætt. Smá dramatískt, skorum seint í leiknum. Er virkilega ánægður,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, eftir 1-0 sigur sinna manna á Íslands- og bikarmeisturum Víkings í 15. umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sótti inn­blástur til sonarins

Einbeitingarskortur Þjóðverja í aðdraganda leiks liðsins gegn Íslandi gaf stelpunum okkar byr undir báða vængi samkvæmt landsliðsþjálfurunum. Sigurmark sonar landsliðsþjálfarans verkaði sem innblástur.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það var enginn sirkus“

Það fór vel um Valsmenn í Albaníu eftir mikinn viðbúnað í aðdraganda leiksins við Vllaznia í Sambandsdeild Evrópu í gærkvöld. Þjálfari liðsins er ánægður með sigurinn.

Fótbolti