Fótbolti

Fótbolti

Allt það helsta sem gerist í fótbolta um víða veröld.

Fréttamynd

Katla komst á blað í fyrsta deildar­leik

Tveimur leikjum lauk rétt í þessu í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar. Katla Tryggvadóttir opnaði markareikning sinn fyrir Kristianstad þegar hún skoraði annað markið í 3-1 útisigri gegn AIK. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hámhorfið: Hvað eru landsliðskonur í knatt­spyrnu að horfa á?

Sunnudagar eru uppáhalds dagar sumra sem njóta þess til dæmis að sofa út og kveikja svo á sjónvarpinu. Með offramboði af streymisveitum, þáttaseríum og kvikmyndum gætu sumir þó veigrað sér frá því að kveikja á imbanum sökum valkvíða. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi fólks í Hámhorfinu þar sem ýmsar hugmyndir af sjónvarpsglápi koma fram. 

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Dagur Dan, Messi og Suárez á markaskónum

Fjöldi leikja fór fram í MLS deildinni í Bandaríkjum í nótt. Íslendingurinn Dagur Dan Þórhallsson skoraði gott mark í útivallarsigri og stjörnuprýtt lið Inter Miami vann dramatískan sigur eftir hlýjar kveðjur frá Patrick Mahomes. 

Fótbolti
Fréttamynd

La Liga: Topp­liðin tvö unnu nauma sigra

Real Madríd og Barcelona unnu bæði leiki sína í La Liga, spænsku úrvalsdeild karla í knattspyrnu, í dag með einu marki gegn engu. Þá vann Atlético Madríd góðan sigur á Girona í baráttunni um 3. sætið.

Fótbolti
Fréttamynd

Man United stal stigi á Vita­lity-vellinum

AFC Bournemouth og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Gestirnir frá Manchester lentu tvívegis undir en komu til baka í bæði skiptin. Það má þó með sanni segja að þeir hafi stolið stiginu í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Mark Kristínar dugði skammt gegn AGF

Kristín Dís Árnadóttir skoraði eina mark Bröndby í 2-1 tapi gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hafrún Rakel Halldórsdóttir var utan hóps hjá Bröndby í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Meiðsli herja á landsliðskonur

Áfram herja meiðsli á sóknarmenn íslenska landsliðsins og setja svip sinn á þýsku úrvalsdeildina í fótbolta. Sveindís Jane Jónsdóttir verður ekki með Wolfsburg næstu misserin og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayer Leverkusen, fór meidd af velli í dag. 

Fótbolti
Fréttamynd

Hugsaði heim til konunnar og barnsins: „Vorum allir í sjokki“

Betur fór en á horfðist þegar að bif­reið, sem flutti nokkra leik­menn Bestu deildar liðs Vestra, valt og endaði utan vegar í krefjandi færð þegar liðið hélt heim á leið til Ísa­fjarðar eftir leik gegn Fram um síðast­liðna helgi. Flytja þurfti einn leik­mann liðsins, Sergine Modou Fall, á sjúkra­hús en hann var skömmu síðar út­skrifaður eftir skoðun og ber sig nú vel.

Íslenski boltinn