„Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 23. júlí 2025 08:01 Einar ætti að verða afar sigursæll með Víkingi ef hann fylgir aðferðum Arnars Gunnlaugssonar. vísir / lýður Einar Guðnason, nýr þjálfari kvennaliðs Víkings í Bestu deildinni, tekur fátt með sér heim frá Svíþjóð en hefur ekki gleymt því sem hann lærði af Arnari Gunnlaugssyni. Einar er öllum Víkingum vel kunnugur, hann er uppalinn hjá félaginu og hefur sinnt þar mörgum störfum, síðast sem aðstoðarþjálfari Arnars Gunnlaugssonar en fljótlega eftir að Víkingur varð Íslandsmeistari árið 2021 flutti Einar með konu sinni og börnum til Svíþjóðar. Nú er hann snúinn aftur og tekinn við sem aðalþjálfari kvennaliðsins. Kemurðu heim með einhvern sænskan skóla í hamingjuna? „Ég vil nú ekki segja það sko“ svaraði Einar og glotti. „En auðvitað smitast maður af öllu umhverfi sem maður er í þannig að mögulega er eitthvað sænskt þarna í þessu. Sennilega eru meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð í minni þjálfun“ sagði Einar og greindi frá því að langtímamarkmiði væru nú náð. Einar í fagnaðarlátum Íslandsmeistaranna árið 2019.vísir „Þetta er búið að vera markmið í mörg ár, að stýra Víking í meistaraflokki karla og kvenna. Hérna var tækifærið og það var ekki annað hægt en að stökkva á það.“ Tækifærið gafst einmitt mjög skyndilega, þegar John Andrews var sagt upp störfum. Einar tekur við liðinu í næstneðsta sæti deildarinnar og fær það verkefni að bjarga því frá falli í sumar, en gerði þriggja ára samning og verður áfram sama hvernig fer. „Já það er allavega minn metnaður að vera hérna í einhvern tíma og byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið hérna síðustu sex, sjö árin. Gríðarmikil uppbygging verið hérna í meistaraflokki kvenna síðustu ár, síðan við stofnuðum sjálfstæðan meistaraflokk. Þar á undan, síðustu kannski tuttugu ár, höfum við verið með gríðarlega öflugt yngri flokka starf kvennamegin. Með mikinn fjölda leikmanna og við höfum skilað góðum leikmönnum, sem hefur ekki alltaf skilað sér inn í meistaraflokksliðið, en við erum með nokkrar núna og vonandi náum við að bæta við fleirum á næstu árum.“ Rætt var við nýjan þjálfara Víkings í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér að ofan. Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Einar er öllum Víkingum vel kunnugur, hann er uppalinn hjá félaginu og hefur sinnt þar mörgum störfum, síðast sem aðstoðarþjálfari Arnars Gunnlaugssonar en fljótlega eftir að Víkingur varð Íslandsmeistari árið 2021 flutti Einar með konu sinni og börnum til Svíþjóðar. Nú er hann snúinn aftur og tekinn við sem aðalþjálfari kvennaliðsins. Kemurðu heim með einhvern sænskan skóla í hamingjuna? „Ég vil nú ekki segja það sko“ svaraði Einar og glotti. „En auðvitað smitast maður af öllu umhverfi sem maður er í þannig að mögulega er eitthvað sænskt þarna í þessu. Sennilega eru meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð í minni þjálfun“ sagði Einar og greindi frá því að langtímamarkmiði væru nú náð. Einar í fagnaðarlátum Íslandsmeistaranna árið 2019.vísir „Þetta er búið að vera markmið í mörg ár, að stýra Víking í meistaraflokki karla og kvenna. Hérna var tækifærið og það var ekki annað hægt en að stökkva á það.“ Tækifærið gafst einmitt mjög skyndilega, þegar John Andrews var sagt upp störfum. Einar tekur við liðinu í næstneðsta sæti deildarinnar og fær það verkefni að bjarga því frá falli í sumar, en gerði þriggja ára samning og verður áfram sama hvernig fer. „Já það er allavega minn metnaður að vera hérna í einhvern tíma og byggja ofan á það góða starf sem hefur verið unnið hérna síðustu sex, sjö árin. Gríðarmikil uppbygging verið hérna í meistaraflokki kvenna síðustu ár, síðan við stofnuðum sjálfstæðan meistaraflokk. Þar á undan, síðustu kannski tuttugu ár, höfum við verið með gríðarlega öflugt yngri flokka starf kvennamegin. Með mikinn fjölda leikmanna og við höfum skilað góðum leikmönnum, sem hefur ekki alltaf skilað sér inn í meistaraflokksliðið, en við erum með nokkrar núna og vonandi náum við að bæta við fleirum á næstu árum.“ Rætt var við nýjan þjálfara Víkings í Sportpakka Sýnar í gærkvöldi. Innslagið má sjá hér að ofan.
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti Fleiri fréttir Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Kaupa einn frægasta leikvang heims til þess að rífa hann Barcelona verður ekki refsað þótt þeir kaupi ekki Rashford Var Vinícius Júnior kallaður api eða kjáni? Sjáðu kinnhestinn sem felldi Liverpool og þrennu Mbappe Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Vilja ekki að merki þeirra sé á búningum Ísraelsliðsins Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira