Fer ekki á stórmót án þess að fara í úrslit Valur Páll Eiríksson skrifar 23. júlí 2025 12:46 Sarina Wiegman knúsar Michelle Agyemang sem skoraði mikilvæg jöfnunarmörk gegn bæði Svíþjóð og Ítalíu til að knýja fram framlengingu. Alexander Hassenstein/Getty Images Sarina Wiegman stýrði Englandi í úrslitaleik Evrópumóts kvenna í fótbolta í gærkvöld. Það ætti að koma fáum á óvart, enda fara hennar lið ávallt í úrslit. Enska liðið vann annan nauma sigurinn í röð á EM í Sviss í gærkvöld. Eftir að hafa slegið Svía út í 8-liða úrslitum eftir vítakeppni vann England 2-1 sigur á Ítölum í undanúrslitum vegna marks Chloe Kelly í framlengingu sem fylgdi eftir eigin klúðruðu vítaspyrnu á 119. mínútu. England lenti undir í báðum leikjum, 2-0 undir gegn Svíum og 1-0 gegn Ítölum, en sýndi karakter að snúa taflinu við og fara með herkjum í úrslit. Hin hollenska Wiegman þekkir vel til þess að fara í úrslitaleiki á stórmótum. Um er að ræða fimmta stórmót hennar sem þjálfari og í fimmta sinn leikur lið undir hennar stjórn til úrslita. Áður en hún tók við Englandi árið 2021 var hún þjálfari Hollands frá 2016 til 2021. Hún stýrði þeim hollensku til sigurs á EM 2017 sem fram fór í Hollandi og liðið lenti í öðru sæti á HM 2019 eftir tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitum. Næsta Evrópumót færðist um ár, til sumarsins 2022, vegna kórónuveirufaraldurs og aftur vann hennar lið EM á heimavelli; England varð Evrópumeistari á Wembley í Lundúnum. Þær ensku fóru þá í úrslit á HM 2023 en töpuðu fyrir Spáni í úrslitum. Líklegt þykir að England og Spánn mætist öðru sinni í úrslitaleik í ár en Spánn mætir Þýskalandi í undanúrslitum í kvöld. Nú er að sjá hvort Wiegman geti stýrt sínu liði til sigurs á stórmóti þegar hennar konur eru ekki á heimavelli. Árangur Wiegman á stórmótum: EM 2017 í Hollandi: Sigurvegari (Holland 4-2 Danmörk í úrslitum) HM 2019 í Frakklandi: 2. sæti (Holland 0-2 Bandaríkin í úrslitum) EM 2022 á Englandi: Sigurvegari (England 2-1 Þýskaland í úrslitum) HM 2023 í Ástralíu: 2. sæti (England 0-1 Spánn í úrslitum) EM 2025 í Sviss: Úrslit EM 2025 í Sviss Fótbolti Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira
Enska liðið vann annan nauma sigurinn í röð á EM í Sviss í gærkvöld. Eftir að hafa slegið Svía út í 8-liða úrslitum eftir vítakeppni vann England 2-1 sigur á Ítölum í undanúrslitum vegna marks Chloe Kelly í framlengingu sem fylgdi eftir eigin klúðruðu vítaspyrnu á 119. mínútu. England lenti undir í báðum leikjum, 2-0 undir gegn Svíum og 1-0 gegn Ítölum, en sýndi karakter að snúa taflinu við og fara með herkjum í úrslit. Hin hollenska Wiegman þekkir vel til þess að fara í úrslitaleiki á stórmótum. Um er að ræða fimmta stórmót hennar sem þjálfari og í fimmta sinn leikur lið undir hennar stjórn til úrslita. Áður en hún tók við Englandi árið 2021 var hún þjálfari Hollands frá 2016 til 2021. Hún stýrði þeim hollensku til sigurs á EM 2017 sem fram fór í Hollandi og liðið lenti í öðru sæti á HM 2019 eftir tap fyrir Bandaríkjunum í úrslitum. Næsta Evrópumót færðist um ár, til sumarsins 2022, vegna kórónuveirufaraldurs og aftur vann hennar lið EM á heimavelli; England varð Evrópumeistari á Wembley í Lundúnum. Þær ensku fóru þá í úrslit á HM 2023 en töpuðu fyrir Spáni í úrslitum. Líklegt þykir að England og Spánn mætist öðru sinni í úrslitaleik í ár en Spánn mætir Þýskalandi í undanúrslitum í kvöld. Nú er að sjá hvort Wiegman geti stýrt sínu liði til sigurs á stórmóti þegar hennar konur eru ekki á heimavelli. Árangur Wiegman á stórmótum: EM 2017 í Hollandi: Sigurvegari (Holland 4-2 Danmörk í úrslitum) HM 2019 í Frakklandi: 2. sæti (Holland 0-2 Bandaríkin í úrslitum) EM 2022 á Englandi: Sigurvegari (England 2-1 Þýskaland í úrslitum) HM 2023 í Ástralíu: 2. sæti (England 0-1 Spánn í úrslitum) EM 2025 í Sviss: Úrslit
EM 2025 í Sviss Fótbolti Mest lesið Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Fleiri fréttir Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Sjá meira