„Við erum ekki svindlarar“ Kanadíska kvennalandsliðið í knattspyrnu er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína á Ólympíuleikunum í París en liðið er samt með ekkert stig. Fótbolti 29. júlí 2024 09:31
Tanja tekur við af Eysteini Pétri Breiðablik hefur ráðið Tönju Tómasdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins. Íslenski boltinn 29. júlí 2024 09:15
Man. Utd vill hundrað þúsund manna leikvang fyrir árið 2030 Eigendur Manchester United vonast eftir því að byggja nýjan hundrað þúsund manna leikvang á næstu sex árum. Enski boltinn 29. júlí 2024 08:59
Tottenham sækir annan Kóreumann Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham Hotspur hefur náð samkomulagi við kóreska liðið Gangwon FC um kaupin á Yang Min-hyuk. Fótbolti 28. júlí 2024 23:31
Arnar: Get lofað ykkur því að við munum ekki gefast upp Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum hæstánægður með 5-1 sigur síns liðs á HK í Bestu-deild karla í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2024 22:43
Rúnar: Höfum engu gleymt Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum mjög ánægður með sigur sinna manna á Val á heimavelli í kvöld. Leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 4-1 og náðu Framarar að minnka muninn á liðin í efri hlutanum með sigrinum í kvöld. Fótbolti 28. júlí 2024 21:47
Bandaríkin völtuðu yfir Þýskaland og ellefu marka veisla í sigri Ástralíu Sex leikir fóru fram í knattspyrnukeppni kvenna á Ólympíuleikunum í París í dag. Bandaríkin unnu öruggan 4-1 sigur gegn Þjóðverjum og Ástralía vann ótrúlegan 6-5 sigur gegn Sambíu. Fótbolti 28. júlí 2024 21:05
„Frábærir frá upphafi til enda“ Jökull Elísarbetarson, þjálfari Stjörnunnar, var í skýjunum með frammistöðu liðsins eftir 3-1 sigur á ÍA í Bestu deild karla í dag. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 20:15
„Við komum okkur í frábæra stöðu til að loka þessum leik“ Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, þurfti að sætta sig við 3-1 tap á móti Stjörnunni á Akranesi í dag. Skagamenn leiddu í hálfleik en Garðbæingar gengu á lagið í síðari hálfleik. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 19:43
Uppgjörið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 18:31
Uppgjörið: Víkingur - HK 5-1 | Meistararnir aftur á sigurbraut Íslandsmeistarar Víkings unnu afar öruggan 5-1 sigur er liðið tók á móti HK í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 18:31
Orri skoraði í endurkomusigri FCK Orri Óskarsson skoraði annað mark FCK er liðið vann 3-2 endurkomusigur gegn Íslendingaliði AGF í dönsku úrvalsdeildinni í dag. Fótbolti 28. júlí 2024 17:56
Uppgjör: Vestri - FH 0-2 | FH-ingar sóttu stigin þrjú á Ísafjörð og komust upp að hlið Vals FH vann 2-0 seiglusigur þegar liðið sótti Vestra heima á Kerecis-völlinn á Ísafjörð í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag. Ólafur Guðmundsson og Vuk Oskar Dimitrijevic sáu til þess að FH sigldi sigrinum í höfn. FH er nú með jafn mörg stig og Valur í þriðja til fjórða sæti deildarinnar. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 17:56
Andri Lucas kláraði lærisveina Freys Andri Lucas Guðjohnsen skoraði eina mark leiksins er Gent vann sterkan 1-0 útisigur gegn Frey Alexanderssyni og lærisveinum hans í Kortrijk í fyrstu umferð belgísku úrvalsdeildarinnar í dag. Fótbolti 28. júlí 2024 17:08
Phillips vill fara frá Man City Miðjumaðurinn Kalvin Phillips vill yfirgefa Englandsmeistara Manchester City. Hann var á láni hjá West Ham United á síðustu leiktíð. Þar spilaði hann svo illa að hann missti sæti sitt í enska landsliðshópnum. Enski boltinn 28. júlí 2024 17:01
Uppgjörið: ÍA - Stjarnan 1-3 | Stjörnumenn stálu sigrinum á Skaganum Skagamenn tóku á móti Stjörnunni á Akranesi í dag í Bestu deild karla. Gestirnir úr Garðabæ fóru með 3-1 sigur af hólmi í miklum baráttuleik. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 16:16
Nökkvi Þeyr lagði upp í eins marks sigri St. Louis Nökkvi Þeyr Þórisson lagði upp fyrra mark St. Louis City á 2-1 sigri liðsins á FC Dallas í bandaríska deildarbikarnum í knattspyrnu. Fótbolti 28. júlí 2024 15:01
Segir að Liverpool muni spila með „alvöru framherja“ í vetur Arne Slot, nýráðinn þjálfari enska knattspyrnufélagsins Liverpool, segir að sínir menn muni spila með „alvöru framherja“ á komandi tímabili eða svokallaða níu. Enski boltinn 28. júlí 2024 12:46
FH að festa kaup á færeyska framherjanum Patrik Patrik Johannesen er við það að ganga í raðir FH en þessi færeyski landsliðsmaður er í dag leikmaður Breiðabliks í Bestu deild karla í knattspyrnu. Íslenski boltinn 28. júlí 2024 11:15
Meiðslamartröð Man Utd heldur áfram Manchester United tapaði 2-1 gegn Arsenal er liðin mættust í vináttuleik í Bandaríkjunum í nótt. Rasmus Höjlund kom Man United yfir áður en hann fór meiddur af velli. Leny Yoro, hinn nýi miðvörður Manchester-liðsins, fór einnig af velli meiddur. Enski boltinn 28. júlí 2024 10:21
Nico Williams með eftirsóttari mönnum Stjórnendur Athletic Bilbao fá engan frið frá helstu stórliðum Evrópu sem hafa mikinn áhuga á að tryggja sér þjónustu vængmannsins Nico Williams eftir frammistöðu hans á EM í sumar. Fótbolti 27. júlí 2024 22:45
Håland segir leikmenn hafa verið of þreytta á EM Erling Håland fékk langt sumarfrí í ár meðan að margir af bestu leikmönnum heims tóku þátt í Evrópumeistaramótinu. Håland segir að þreyta leikmanna hafi haft augljós áhrif á frammistöðu þeirra á mótinu. Fótbolti 27. júlí 2024 22:01
FH og Valur gera varanleg skipti á Bjarna og Herði FH-ingar tilkynntu nú rétt í þessu að lánsmaðurinn Bjarni Guðjón Brynjólfsson væri orðinn leikmaður félagsins til frambúðar, en Bjarni hefur verið í láni hjá FH frá Val í sumar. Fótbolti 27. júlí 2024 21:30
Birnir Snær skoraði sigurmark Halmstad Birnir Snær Ingason var hetja Halmstad í kvöld þegar hann skoraði eina mark liðsins í 1-0 sigri á Värnamo í sænsku úrvalsdeildinni og tryggði liðinu þrjú dýrmæt stig í baráttunni í neðri hluta deildarinnar. Fótbolti 27. júlí 2024 19:57
FIFA dæmir Priestman í ársbann og sex stig dregin af Kanada Æfingasvæðisnjósnir þjálfarateymis kanadíska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hafa heldur betur dregið dilk á eftir sér en FIFA hefur nú sett Bev Priestman, þjálfara liðsins, í eins árs bann. Fótbolti 27. júlí 2024 18:39
Eyjamenn upp í annað sætið Vestmannaeyingar gerðu góða ferð norður á Akureyri í dag þegar liðið lagði Þór 0-3 á VÍS-vellinum. Fótbolti 27. júlí 2024 17:38
Biðla til fólks að standa saman eftir að leikmaður varð fyrir fordómum Leikmaður á fótboltamótinu ReyCup sem nú stendur yfir í Laugardalnum varð fyrir fordómum í gær. Ekki hefur tekist að hafa upp á þeim sem komu að málinu. Sport 27. júlí 2024 17:23
Argentína og Spánn unnu örugga sigra Argentína og Spánn unnu örugga sigra er önnur umferð riðlakeppninnar á Ólympíuleikunum í París í fótbolta hófst í dag. Fótbolti 27. júlí 2024 15:13
Ferli Theódórs Elmars ekki lokið: „Gríðarlegur léttir“ Knattspyrnumaðurinn Theódór Elmar Bjarnason fékk heldur betur góðar fréttir í dag þegar hann komst að því að hann væri ekki með slitið krossband eins og óttast hafði verið. Fótbolti 27. júlí 2024 15:03
Dagur Dan kom Orlando á bragðið í öruggum sigri Dagur Dan Þórhallsson skoraði fyrsta mark Orlando City er liðið vann öruggan 4-1 sigur gegn CF Montreal í bandarísku bikarkeppninni í fótbolta í nótt. Fótbolti 27. júlí 2024 14:31