Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2025 10:21 Sveindís Jane Jónsdóttir hefur stimplað sig inn í stórt hlutverk hjá Angel City eftir komuna til liðsins í sumar, að loknu Evrópumótinu í Sviss. Getty/Maja Hitij Sveindís Jane Jónsdóttir var að vanda aðsópsmikil í sóknarleik Angel City í nótt þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Washington Spirit í bandarísku úrvalsdeildinni í fótbolta. Vel vakandi og á tánum, öfugt við það þegar hún fer í bíó. Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman kom gestunum yfir strax á 12. mínútu, eins og sjá má í myndbandi með hápunktum leiksins hér að neðan. Angel City jafnaði metin þegar Sveindís sendi boltann á Gisele Thompson sem gerði vel og gaf svo á hina tvítugu Evelyn Shores sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Heimakonur komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með sjálfsmarki Tara McKeown, eftir góða fyrirgjöf frá Riley Tiernan. McKeown teygði sig í boltann sem annars hefði mögulega náð til Sveindísar á fjærstönginni. Croix Bethune jafnaði metin á 71. mínútu. Sveindís virtist svo vera að leggja upp sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok, eftir sprett að endamörkum og sendingu út í teiginn en Macey Hodge skaut yfir úr dauðafæri. Sveindís átti svo sjálf skot rétt yfir markið skömmu síðar en lokatölur urðu sem fyrr segir 2-2. Angel City er nú með 24 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni nú þegar liðið á fimm leiki eftir. Washington er næstefst með 37 stig. Sofnaði í bíó yfir Jurassic Park Næsti leikur Angel City er við Racing Louisville eftir rúma viku. Ljóst er að Sveindís mun ekki drepa tímann fram að þeim leik með bíóglápi því í skemmtilegu myndbandi á Instagram-síðu félagsins kveðst íslenska landsliðskonan hreinlega aldrei geta haldið sér vakandi yfir kvikmyndum. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) „Ég horfi í rauninni ekkert á bíómyndir því ég sofna bara. Ég fór í bíó fyrir nokkrum dögum að horfa á Jurassic Park og ég sofnaði svo fljótt,“ sagði Sveindís létt á meðan að liðsfélagar hennar viðurkenndu að hafa margoft horft á myndir á borð við Bend It Like Beckham, How To Lose A Guy In 10 Days og A Knight‘s Tale. Bandaríski fótboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira
Bandaríska landsliðskonan Trinity Rodman kom gestunum yfir strax á 12. mínútu, eins og sjá má í myndbandi með hápunktum leiksins hér að neðan. Angel City jafnaði metin þegar Sveindís sendi boltann á Gisele Thompson sem gerði vel og gaf svo á hina tvítugu Evelyn Shores sem skoraði sitt fyrsta mark í deildinni. Heimakonur komust svo yfir snemma í seinni hálfleik með sjálfsmarki Tara McKeown, eftir góða fyrirgjöf frá Riley Tiernan. McKeown teygði sig í boltann sem annars hefði mögulega náð til Sveindísar á fjærstönginni. Croix Bethune jafnaði metin á 71. mínútu. Sveindís virtist svo vera að leggja upp sigurmark fimm mínútum fyrir leikslok, eftir sprett að endamörkum og sendingu út í teiginn en Macey Hodge skaut yfir úr dauðafæri. Sveindís átti svo sjálf skot rétt yfir markið skömmu síðar en lokatölur urðu sem fyrr segir 2-2. Angel City er nú með 24 stig í 10. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá næsta sæti í úrslitakeppninni nú þegar liðið á fimm leiki eftir. Washington er næstefst með 37 stig. Sofnaði í bíó yfir Jurassic Park Næsti leikur Angel City er við Racing Louisville eftir rúma viku. Ljóst er að Sveindís mun ekki drepa tímann fram að þeim leik með bíóglápi því í skemmtilegu myndbandi á Instagram-síðu félagsins kveðst íslenska landsliðskonan hreinlega aldrei geta haldið sér vakandi yfir kvikmyndum. View this post on Instagram A post shared by Angel City FC (@weareangelcity) „Ég horfi í rauninni ekkert á bíómyndir því ég sofna bara. Ég fór í bíó fyrir nokkrum dögum að horfa á Jurassic Park og ég sofnaði svo fljótt,“ sagði Sveindís létt á meðan að liðsfélagar hennar viðurkenndu að hafa margoft horft á myndir á borð við Bend It Like Beckham, How To Lose A Guy In 10 Days og A Knight‘s Tale.
Bandaríski fótboltinn Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagi Viktors fékk hótanir og hatursfull skilaboð Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met Verðið á Rice sjaldan rætt: „Þá veistu að þú ert að gera eitthvað rétt“ Skipulagt lið sem hefur ekki fengið á sig mark „Ég er mikill unnandi Loga“ Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Skrýtið að koma heim og mæta Blikum Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjáðu mörkin: Viktor tryllti Parken, ferna Mbappé, sigur Arsenal og tap Liverpool Lofar Heimi í hástert en tjáir sig ekki um nýjan samning Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Stuðningsmaður settur í 35 leikja bann og skyldaður á námskeið Mbappé með þrennu í fyrri hálfleik og fjögur alls Arsenal alls staðar á toppnum eftir sigur á Bæjurum Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Viktor kom FCK á bragðið í fyrsta Meistaradeildarsigri liðsins Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Sjá meira