Formúla 1

Formúla 1

Fréttir af þekktasta kappakstri í heimi.

Fréttamynd

Vodafone fer frá Ferrari til McLaren

Fjarskiptarisinn Vodafone hefur náð samningi við McLaren-liðið í Formúlu 1 um að verða aðal styrktaraðili liðsins frá og með árinu 2007. Vodafone hefur verið hjá erkifjendunum Ferrari síðan árið 2002 og hefur skaffað ítalska liðinu um 23 milljónir punda á ári, en nú er ljóst að þeir styðja við bakið á keppinautum þeirra eitthvað fram á næsta áratug. Ekki hefur enn verið gefið upp hve hár samningurinn er.

Sport
Fréttamynd

Ekkert frí hjá Schumacher í ár

Fyrrum margfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, Þjóðverjinn Michael Schumacher, sleppti að taka sitt venjubundna vetrarfrí í ár eins og hann hefur gert undanfarið og hefur þess í stað fylgst náið með prófunum á Ferrari-bílnum og segist ekki geta beðið eftir að byrja að keyra á ný.

Sport
Fréttamynd

Ecclestone reddar málunum

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone segist vera nærri samkomulagi við aðstandendur Belgíukappakstursins á Spa brautinni um að tryggja tilverurétt keppninnar, en mótshaldararnir höfðu verið í fjárhagserfiðleikum undanfarið. Skuldir mótshaldara höfðu hrannast upp í kjölfar dræmrar miðasölu.

Sport
Fréttamynd

Liðsskipan liggur fyrir

Nú hafa öll liðin í formúlu 1 kynnt hvaða ökumenn verða í bílstjórasætunum á næsta keppnistímabili, því í dag tilkynnti lið Red Bull að Christian Klien yrði ökumaður þeirra og nýja liðið, Scuderia Toro Rosso verður með ökumennina Vitantonio Liuzzi og Scott Speed.

Sport
Fréttamynd

Raikkonen ökumaður ársins

Finnski ökuþórinn Kimi Raikkonen hefur verið útnefndur besti atvinnuökumaður heimsins á árinu 2005 af tímaritinu Autosport. Raikkonen hlýtur heiður þennan þó hann hafi orðið í öðru sæti í keppni ökumanna í formúlu 1 á árinu, en hann þótti sýna góðan akstur þó bíll hans væri ekki alltaf nógu öruggur.

Sport
Fréttamynd

Renault sýnir nýja bílinn 31. janúar

Heimsmeistarar Renault í Formúlu 1 munu kynna nýja bílinn sinn við sérstaka athöfn í Mónakó þann 31. janúar næstkomandi, en bíllinn mun þó verða prófaður nokkru fyrr. Þá hefur Toyota ákveðið að frumsýna bílinn sinn þann 14. janúar í Cologne og Honda bíllinn, sem kallaður er RA 106, verður prufukeyrður þann 25. janúar.

Sport
Fréttamynd

Seldi hlut sinn í Formula One Group

Formúlumógúllinn Bernie Ecclestone og þýski bankinn BayernLB hafa selt hlut sinn í Formula One Group til handa hóps sem kallar sig CVC Capital Partners, sem á fyrir vikið 75% í Formula One Group. Ecclestone mun þó áfram gegna forstjóra stöðu í fyrirtækinu og á enn nokkurn hlut í því, en hann hefur hagnast gríðarlega á umsvifum sínum í fyrirtækinu og er mjög umdeildur.

Sport
Fréttamynd

Framtíð Monza í hættu

Svo gæti farið að ítalíukappaksturinn í Formúlu 1 fari ekki fram á Monza-brautinni á næsta keppnistímabili, því dómari hefur úrskurðað að ekki verði hægt að halda mót þar í framtíðinni nema hægt verði að draga verulega úr hávaða frá brautinni. Þetta þykir mótshöldurum áfall og segjast þeir efast um að hægt verði að ganga að kröfum íbúa. Málinu verður áfrýjað fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Alonso verður næsti Schumacher

Flavio Briatore, stjóri Renault-liðsins í formúlu 1, segir að Fernando Alonso eigi eftir að feta í fótspor Michael Schumacher og verða sigursælasti ökumaðurinn formúlu 1.

Sport
Fréttamynd

Nýja liðið heldur Sauber nafninu

Forráðamenn BMW hafa staðfest að nýja liðið þeirra í Formúlu 1, sem hefur keppni á næsta tímabili, muni halda nafni Sauber sem það hét áður en BMW ákvað að skaffa því vélar og heiti því BMW Sauber.

Sport
Fréttamynd

Nýtt lið sækir um þáttökurétt

Nýtt keppnislið hefur nú lagt fram beiðni um að vera með í Formúlu 1 kappakstrinum á næsta ári. Það er fyrrum ökuþórinn Aguri Suzuki sem er í forsvari fyrir liðið, sem mun keppa með vélar frá Honda ef beiðni liðsins verður samþykkt. Liðið mun heita Super Aguri Formula One og yrði ellefta keppnisliðið á heimsmeistaramótinu á næsta ári ef allt fer að óskum.

Sport
Fréttamynd

Róttækar breytingar á tímatökum

Alþjóða bílasambandið samþykkti í gær að gera róttækar breytingar á tímatökum fyrir keppnir á næsta ári, þar sem keppt verður með útsláttarfyrirkomulagi. Nokkur lið eru vera mikið á móti þessum breytingum, sem eru gerðar með það fyrir augum að auka spennu og sjónvarpsáhorf.

Sport