Schumacher á toppinn 1. október 2006 13:08 Michael Schumacher fagnaði eins og óður maður eftir sigurinn mikilvæga í Kína í dag NordicPhotos/GettyImages Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er kominn í efsta sætið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 í fyrsta skipti í tvö ár eftir að hann vann frábæran sigur í Kínakappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso hafnaði í öðru sæti í dag og eru þeir því jafnir að stigum þegar tvö mót eru eftir, en fleiri sigrar Þjóðverjans tryggja honum efsta sætið. Segja má að Renault liðið hafi kastað frá sér sigrinum eftir að aðstoðarmenn Alonso gerðu mistök í báðum viðgerðarhléum hans. Giancarlo Fisichella varð þriðji og Jenson Button tók fjórða sætið með því að taka fram úr félaga sínum Rubens Barrichello og Nick Heidfeld á lokasprettinum. Michael Schumacher fagnaði sigri sínum ógurlega og hoppaði og dansaði um eftir að hann steig út úr bílnum á meðan Alonso var daufur í dálkinn. "Þetta hefur verið frábær helgi hjá okkur. Ég ætlaði að reyna að aka varlega í dag við þessar erfiðu aðstæður og það er sérstaklega sætt að ná að landa sigri," sagði Schumacher. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þýski ökuþórinn Michael Schumacher er kominn í efsta sætið í stigakeppni ökuþóra í Formúlu 1 í fyrsta skipti í tvö ár eftir að hann vann frábæran sigur í Kínakappakstrinum í dag. Heimsmeistarinn Fernando Alonso hafnaði í öðru sæti í dag og eru þeir því jafnir að stigum þegar tvö mót eru eftir, en fleiri sigrar Þjóðverjans tryggja honum efsta sætið. Segja má að Renault liðið hafi kastað frá sér sigrinum eftir að aðstoðarmenn Alonso gerðu mistök í báðum viðgerðarhléum hans. Giancarlo Fisichella varð þriðji og Jenson Button tók fjórða sætið með því að taka fram úr félaga sínum Rubens Barrichello og Nick Heidfeld á lokasprettinum. Michael Schumacher fagnaði sigri sínum ógurlega og hoppaði og dansaði um eftir að hann steig út úr bílnum á meðan Alonso var daufur í dálkinn. "Þetta hefur verið frábær helgi hjá okkur. Ég ætlaði að reyna að aka varlega í dag við þessar erfiðu aðstæður og það er sérstaklega sætt að ná að landa sigri," sagði Schumacher.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Körfubolti Viktor Gísli næst bestur á HM Handbolti Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira