Mosley segir of mörg mót í Evrópu 16. nóvember 2006 18:01 Max Mosley NordicPhotos/GettyImages Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni. "Það eru enn of mörg mót í Evrópu og ef við skoðum til að mynda Ólympíuleikana - hefur yfir helmingur þeirra farið fram í Evrópu og það er ekki sanngjarnt. Ef við skoðum keppnishald í Formúlu 1, er hlutfallið enn hagstæðara Evrópu og það á ekki að vera þannig, þar sem markaðurinn er sífellt að stækka utan Evrópu í löndum eins og Indlandi, Kína, Rússlandi og Mið- og suður Ameríku. Tveimur mótum hefur þegar verið frestað í Evrópu á næsta keppnistímabili, en það eru keppnirnar á Nurburgring í Þýskalandi og Imola í San Marino. 17 keppnir fara fram á næsta tímabili eftir að 18 mót voru á dagskrá í ár og metfjöldi móta var árið þar á undan - 19 talsins. 9 af þessum mótum voru haldin í Evrópu, ef keppnin í Istanbul í Tyrklandi er talin með. "Við viljum gjarnan sjá aðra keppni í Norður-Ameríku en ef fleiri mót verða ekki lögð niður í Evrópu, þurfum við líklega að fjölga í 20 mót á tímabilinu," sagði Mosley, en Bernie Ecclestone hefur þegar lýst því yfir að líklegt verði að keppt verði í Suður-Kóreu fljótlega - jafnvel strax árið 2010. Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Max Mosley, forseti Alþjóða Akstursíþróttasambandsins, segir að fjölga verði mótum í Formúlu 1 í allt að 20 ef keppni verði ekki hætt í fleiri mótum Evrópu. Mosley segir of mörg mót vera haldin í Evrópu og segir restina af heimsbyggðinni þurfa að fá stærri sneið af kökunni. "Það eru enn of mörg mót í Evrópu og ef við skoðum til að mynda Ólympíuleikana - hefur yfir helmingur þeirra farið fram í Evrópu og það er ekki sanngjarnt. Ef við skoðum keppnishald í Formúlu 1, er hlutfallið enn hagstæðara Evrópu og það á ekki að vera þannig, þar sem markaðurinn er sífellt að stækka utan Evrópu í löndum eins og Indlandi, Kína, Rússlandi og Mið- og suður Ameríku. Tveimur mótum hefur þegar verið frestað í Evrópu á næsta keppnistímabili, en það eru keppnirnar á Nurburgring í Þýskalandi og Imola í San Marino. 17 keppnir fara fram á næsta tímabili eftir að 18 mót voru á dagskrá í ár og metfjöldi móta var árið þar á undan - 19 talsins. 9 af þessum mótum voru haldin í Evrópu, ef keppnin í Istanbul í Tyrklandi er talin með. "Við viljum gjarnan sjá aðra keppni í Norður-Ameríku en ef fleiri mót verða ekki lögð niður í Evrópu, þurfum við líklega að fjölga í 20 mót á tímabilinu," sagði Mosley, en Bernie Ecclestone hefur þegar lýst því yfir að líklegt verði að keppt verði í Suður-Kóreu fljótlega - jafnvel strax árið 2010.
Erlendar Formúla Íþróttir Mest lesið Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Sport Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik Fótbolti „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Fótbolti „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ Fótbolti „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Fótbolti Dagskráin í dag: Landsleikir og fleira Sport Fleiri fréttir Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira