Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    N­evil­le orð­laus: „Var þetta gert opin­bert á sínum tíma?“

    Bastian Schwein­steiger, fyrr­verandi leik­manni Manchester Unti­ed, var meinaður að­gangur að búnings­klefa aðal­liðsins á æfingar­svæði fé­lagsins eftir að Portúgalinn José Mourin­ho tók við stjórnar­taumunum hjá fé­laginu. Schwein­steiger sagði sögu sína í við­tali hjá Gary N­evil­le, fyrr­verandi leik­manni og fyrir­liða Manchester United, sem var auð­sjáan­lega mjög hissa á þeirri sögu sem Schwein­steiger hafði að segja.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Læknar sögðu Arnór heppinn að ekki skyldi hafa farið verr

    Arnór Sigurðs­son, leik­maður Black­burn Rovers, viður­kennir að undan­farnar vikur hafi verið mjög erfiðar fyrir sig. Skaga­maðurinn var heppinn að ekki skyldi hafa farið verr er hann lenti í fólsku­legri tæk­lingu í mikil­vægum leik Ís­lands og Ísrael á dögunum. Tæk­ling sem sér til þess að hann spilar ekki meira á tíma­bilinu.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Rifust um hver átti að taka vítið

    Knattspyrnustjóri Chelsea ætti að öllu eðlilegu að vera mjög kátur og glaður eftir 6-0 sigur á Everton en annað kom á daginn í gærkvöldi. Barnalegt rifrildi leikmanna Chelsea liðsins stal senunni frá frábærri frammistöðu.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Palmer skoraði fernu í stór­sigri Chelsea

    Cole Palmer var allt í öllu hjá Chelsea sem gjörsamlega pakkaði Everton saman í leik liðanna í ensku úrvalsdeild karla í fótbolta. Palmer skoraði fjögur í 6-0 sigri en Chelsea hefur ekki tapað deildarleik síðan 4. febrúar.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Man United stal stigi á Vita­lity-vellinum

    AFC Bournemouth og Manchester United gerðu 2-2 jafntefli í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeild karla í knattspyrnu. Gestirnir frá Manchester lentu tvívegis undir en komu til baka í bæði skiptin. Það má þó með sanni segja að þeir hafi stolið stiginu í dag.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Emma Hayes svaraði fyrir sig með ljóði

    Samskipti, eða samskiptaleysi jafnvel, þeirra Emmu Hayes, stjóra Chelsea og Jonas Eidevall stjóra Arsenal, eftir bikarúrslitleik liðanna á dögunum halda áfram að rata í fjölmiðla en Hayes tjáði sig um málið á blaðamannafundi í dag en á nokkuð óhefðbundin hátt.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Luke Littler skaut á Liverpool

    Sama kvöld og Liverpool mátti þola vandræðalegt tap á heimavelli í Evrópudeildinni þá hélt Manchester United stuðningsmaðurinn Luke Littler sæti sínu á toppnum í úrvalsdeildinni í pílu.

    Enski boltinn