Enski boltinn

Liverpool stað­festir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hugo Ekitike sést hér í Liverpool treyjunni í kvöld.
Hugo Ekitike sést hér í Liverpool treyjunni í kvöld. Liverpool FC

Liverpool staðfestir á miðlum sínum í kvöld að félagið sé búið að ganga frá kaupum á framherjanum Hugo Ekitike frá Eintracht Frankfurt.

Hinn 23 ára gamli Frakki stóðs læknisskoðun og hefur skrifað undir samning við Englandsmeistarana.

Liverpool liðið er farið í æfingaferð til Asíu en félagið staðfestir að Ekitike muni nú fljúga til Hong Kong til móts við liðið.

Ekitike skoraði 26 mörk í 64 leikjum með Eintracht Frankfurt og var valinn í lið ársins í þýsku deildinni á 2024-25 tímabilinu.

Liverpool tilkynnti ekki treyjunúmer Ekitike en segir í fréttinni að það komi í ljós seinna í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×