Fótbolti

Sumardeildin hófst á stór­sigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Bournemouth vann öruggan sigur gegn Everton í kvöld.
Bournemouth vann öruggan sigur gegn Everton í kvöld. EPA/SARAH YENESEL

Sumardeild ensku úrvasdeildarinnar, Premier League Summer Series, hófst í kvöld þegar Everton og Bournemouth áttust við á MetLife vellinum í New Jersey.

Þetta er í annað sinn sem sumardeildin er haldin, en í ár taka Manchester United og West Ham þátt ásamt Everton og Bournemouth.

Eftir markalausan fyrri hálfleik komust Bournemouth-menn heldur betur í gang og gengu frá bláklædda liðinu frá Liverpool í seinni hálfleik.

Varamaðurinn Philip Billing kom Bournemouth yfir með þrumuskoti fyrir utan teig á 55. mínútu áður en Dango Outtara tvöfaldaði forystu liðsins fjórum mínútum síðar.

Það var svo annar varamaður, Daniel Adu-Adjei, sem bætti þriðja marki Borunemouth við á 59. mínútu eftir að hafa nýtt sér mistök í varnarlínu Everton.

Ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan varð því 3-0 sigur Bournemouth. Sumardeildin heldur svo áfram í kvöld og fram á nótt þegar Manchester United og West Ham eigast við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×