Enski boltinn

Newcastle í­hugar að kaupa Sesko

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Benjamin Sesko í leik með Leipzig.
Benjamin Sesko í leik með Leipzig. Ulrik Pedersen/DeFodi Images via Getty Images

Það er nóg að gera á skrifstofunni hjá Newcastle þessa dagana en óvissan með framtíð Alexander Isak hjá félaginu hefur eðlilega mikil áhrif.

Isak neitaði að fara með liðinu í æfingaferðina til Asíu og hefur beðið um að verða seldur frá félaginu.

Þó svo það liggi ekki fyrir hvort Isak fái ósk sína uppfyllta þá þurfa forráðamenn Newcastle að vera klárir með plan B ef hann verður seldur.

Félagið er því að skoða möguleikann á því að kaupa slóvenska framherjann Benjamin Sesko frá RB Leipzig.

Hann er 22 ára gamall og skoraði 13 mörk í 33 leikjum í þýsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. Sesko hefur áður verið undir smásjá Arsenal, Liverpool, Man. Utd og Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×