Jóhann Berg í byrjunarliðinu í stórsigri Burnley Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið vann öruggan 1-5 útisigur gegn Wigan í ensku B-deildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 27. ágúst 2022 16:15
Liverpool lék sér að Bournemouth Eftir erfiða byrjun í ensku úrvalsdeildinni er Liverpool komið í gang eftir sannkallaðan stórsigur gegn nýliðum Bournemouth í dag. Lokatölur 9-0 þar sem Roberto Firmino var allt í öllu í sóknarleik heimamanna. Enski boltinn 27. ágúst 2022 15:56
Haaland skoraði þrennu í endurkomusigri City Norðmaðurinn Erling Braut Haaland var sjóðandi heitur er Englandsmeistarar Manchester City komu til baka og unnu 4-2 sigur gegn Crystal Palace eftir að hafa lent 0-2 undir í fyrri hálfleik. Enski boltinn 27. ágúst 2022 15:55
Tíu leikmenn Chelsea tryggðu sér sigur gegn Leicester Chelsea vann virkilega góðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag þrátt fyrir að þurfa að leika manni færri seinasta klukkutíma leiksins. Enski boltinn 27. ágúst 2022 15:54
„Þurfum að halda áfram að fórna okkur út tímabilið“ Manchester United vann sinn annan leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag er liðið hafði betur gegn Southampton, 0-1. Markaskorarinn Bruno Fernandes var eðlilega kátur í leikslok. Enski boltinn 27. ágúst 2022 14:30
Nýliðarnir að fá sautjánda leikmann sumarsins Nýliðar Nottingham Forest hafa vægast sagt verið duglegir á leikmannamarkaðinum í sumar, en félagið er við það að fá sautjánda leikmann sumarsins til liðs við sig. Enski boltinn 27. ágúst 2022 14:01
United vann sinn fyrsta útisigur í rúmlega hálft ár Bruno Fernandes skoraði eina mark leiksins er Manchester United vann langþráðan 0-1 útisigur gegn Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Enski boltinn 27. ágúst 2022 13:23
Ajax hafnar risatilboði United í Antony en leikmaðurinn vill fara Hollenska félagið Ajax hefur hafnað nýjasta tilboði Manchester United í brasilíska vængmanninn Antony. Tilboðið hljóðaði upp á 90 milljónir evra. Enski boltinn 27. ágúst 2022 11:31
Chelsea nær samkomulagi við Leicester um kaupin á Fofana Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur náð samkomulagi við Leicester um kaupverðið á franska miðverðinum Wesley Fofana. Enski boltinn 27. ágúst 2022 09:29
Casemiro: Verð sorgmæddur ef Man Utd kemst ekki í Meistaradeildina Nýjasti leikmaður Manchester United, Casemiro, segir að lið af sömu stærðargráðu og Manchester United eigi skilið að spila í Meistaradeild Evrópu. Enski boltinn 27. ágúst 2022 07:01
Dýrasti leikmaður í sögu Arsenal lánaður til Nice Aðeins eru þrjú ár síðan Nicolas Pépé var gerður að dýrasta leikmanni í sögu enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal. Hann hefur nú yfirgefið félagið á lánssamningi og mun nú spóka sig um á frönsku Ríveríunni og spila með Nice í frönsku úrvalsdeildinni. Fótbolti 26. ágúst 2022 17:31
Cardiff ætlar að áfrýja ákvörðun Alþjóða íþróttadómstólsins er varðar andlát Sala Alþjóða íþróttadómstóllinn hefur loks komist að niðurstöðu i máli Emiliano Sala sem lést er hann ferðaðist yfir Ermasundið í flugvél í janúar 2019 til að ganga í raðir þáverandi Cardiff City. Félagið þarf að borga Nantes uppsett verð fyrir leikmanninn þó hann hafi aldrei spilað fyrir félagið. Fótbolti 26. ágúst 2022 17:01
Dele Alli lánaður til Tyrklands Enski knattspyrnumaðurinn Dele Alli hefur gengið til liðs við tyrkneska liðið Besiktas á láni frá Everton. Dele mun leika með liðinu út tímabilið. Enski boltinn 25. ágúst 2022 20:30
Ákvað að vera áfram hjá Frankfurt og Man Utd snýr sér að varavaramarkverði Newcastle Leit enska knattspyrnuliðsins Manchester United að samkeppni fyrir David De Gea, aðalmarkvörð liðsins, gengur vægast sagt brösuglega. Martin Dúbravka er næsta skotmark eftir að Kevin Trapp ákvað að vera áfram hjá Eintracht Frankfurt. Enski boltinn 25. ágúst 2022 14:01
Newcastle borgar metfé fyrir Isak Sænski framherjinn Alexander Isak er í þann mund að ganga til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United. Verðmiðinn er um 60 milljónir punda eða tæpir 10 milljarðar íslenskra króna. Enski boltinn 25. ágúst 2022 09:31
Aflétti bölvuninni á Anfield með því að pissa á stangirnar Bruce Grobbelaar, fyrrum markvörður Liverpool, segir að Liverpool hafi unnið ensku úrvalsdeildina árið 2020 af því að hann aflétti bölvun liðsins með því að míga á markstangirnar á heimavelli Liverpool. Enski boltinn 24. ágúst 2022 23:31
Datt aldrei í hug að hún myndi spila fyrir West Ham eða verða fyrirliði liðsins „Það er fyrst og fremst heiður að vera valin fyrirliði félagsins og að finna traustið sem því fylgir. Ég er mjög spennt fyrir mínu nýja hlutverki, ég tel mig vera leiðtoga og mun enn vera ég sjálf og já, að er gríðarlegur heiður,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir, nýr fyrirliði enska úrvalsdeildarliðsins West Ham United. Enski boltinn 24. ágúst 2022 17:01
Skoraði beint úr horni á æfingu og endurtók leikinn gegn liði Jóns Daða Douglas Luiz skoraði stórglæsilegt mark beint úr hornspyrnu er lið hans Aston Villa vann 4-1 sigur á Jóni Daða Böðvarssyni og félögum í Bolton Wanderers í enska deildabikarnum í gærkvöld. Enski boltinn 24. ágúst 2022 15:30
Markvörður Chelsea dregur sig í hlé eftir að hafa aftur greinst með krabbamein Ann-Katrin Berger, markvörður Englandsmeistara Chelsea, hefur greinst með krabbamein í hálsi. Er þetta í annað sinn sem hún greinist með krabbamein. Hún sigraðist á því áður og stefnir á slíkt hið sama nú. Enski boltinn 24. ágúst 2022 15:01
Eina tilboðið í Ronaldo kom frá Sádi-Arabíu Þó Cristiano Ronaldo hafi gefið til kynna að hann vildi yfirgefa Manchester United þá virðast fá lið í Evrópu, og heiminum raunar, hafa áhuga á að fá Portúgalann í sínar raðir. Eina félagið sem hefur boðið í framherjann til þessa kemur frá Sádi-Arabíu. Enski boltinn 24. ágúst 2022 14:01
Ten Hag tók refsinguna með leikmönnum United Erik ten Hag, þjálfari Manchester United, refsaði sjálfum sér ásamt leikmönnum liðsins eftir slæmt tap fyrir Brentford þarsíðustu helgi. Eitthvað virðist leikmannahópur United hafa hrist sig saman þar sem sigur á Liverpool fylgdi á mánudagskvöld. Enski boltinn 24. ágúst 2022 12:00
Vildi fara í mál við Man City eftir að Mendy fékk að spila áfram eftir ásakanir um kynferðisbrot Réttarhöldin yfir Benjamin Mendy, vinstri bakverði enska knattspyrnuliðsins Manchester City, halda áfram. Hann er ásakaður um að hafa nauðgað átta konum, reynt að nauðga einni til viðbótar sem og eitt kynferðisbrot. Leikmaðurinn neitar sök í öllum málunum. Enski boltinn 24. ágúst 2022 11:00
Man. Utd gefst upp á að ná í De Jong Tilraunum Manchester United til að fá hollenska miðjumanninn Frenkie de Jong frá Barcelona er lokið, samkvæmt hinum virta miðli The Athletic. Enski boltinn 24. ágúst 2022 08:31
West Ham fær ítalskan landsliðsmann frá Chelsea Enska úrvalsdeildarfélagið West Ham hefur gengið frá kaupum á ítalska landsliðsmanninum Emerson Palmieri frá nágrönnum sínum í Chelsea. Enski boltinn 23. ágúst 2022 23:01
Næst leikjahæsta landsliðskona Englands leggur skóna á hilluna Jill Scott, næst leikjahæsta landsliðskona Englands frá upphafi, hefur ákveðið að leggja knattspyrnuskóna á hilluna. Fótbolti 23. ágúst 2022 22:30
Fulham úr leik eftir tap gegn D-deildarliði Crawley Það var nóg um að vera í annarri umferð enska deildarbikarsins í kvöld þar sem 21 leikur fór fram. Alls komu 13 úrvalsdeildarfélög inn í keppnina á þessu stigi keppninnar, en það vekur kannski mesta athygli að úrvalsdeildarfélagið Fulham er úr leik eftir 2-0 tap geg D-deildarliði Crawley Town. Enski boltinn 23. ágúst 2022 20:45
Jóhann Berg í byrjunarliðinu er Burnley fór áfram Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley er liðið vann 0-1 sigur gegn C-deildarliði Shrewsbury í annarri umferð enska deildarbikarsins í kvöld. Enski boltinn 23. ágúst 2022 20:38
Enginn spretti meira úr spori í gær en Rashford Manchester United vann ekki bara fyrsta sigur tímabilsins og sigur á erkifjendum í Liverpool í gær því liðið endurheimti líka hinn rétta Marcus Rashford. Eftir eintóm vandræði síðustu misseru fengu stuðningsmenn United að sjá kappann í stuði á ný. Enski boltinn 23. ágúst 2022 16:30
Liverpool nær varla í tvö lið á æfingum: „Augljóslega ekki í lagi“ Naby Keïta var ekki í leikmannahópi Liverpool er liðið tapaði 2-1 fyrir Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, hefur staðfest að hann er meiddur, líkt og átta aðrir leikmenn í aðalliði félagsins. Enski boltinn 23. ágúst 2022 16:01
Fyrrum leikmaður Liverpool gerir Dagnýju að fyrirliða Dagný Brynjarsdóttir er tekin við fyrirliðabandinu hjá West Ham United á Englandi. Enska ofurdeildin fer af stað í næsta mánuði. Fótbolti 23. ágúst 2022 15:16