Chelsea fór létt með Preston | Matty Cash hetja Villa

Leikmenn Chelsea fagna.
Leikmenn Chelsea fagna. Vísir/Getty

Chelsea komst áfram í FA-bikarnum í kvöld með sigri á Preston North End á Stamford Bridge.

Það er heil deild sem skilur liðin af en Preston er sem stendur í 14. sæti Championship deildarinnar á meðan Chelsea er í 10. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en 24 lið eru í Championship.

Yfirburðir Chelsea voru miklir en liðið komst þó ekki yfir fyrr en á 58. mínútu með marki frá Armando Broja. Átta mínútum síðar var það síðan Thiago Silva sem tvöfaldaði forystu Chelsea. Staðan orðin 2-0.

Raheem Sterling gerði síðan þriðja mark Chelsea á 69. mínútu áður en hann lagði síðan upp fyrir Enzo Fernandez á 85. mínútu. Lokatölur 4-0 á Stamford Bridge og Chelsea komið áfram í næstu umferð.

Þetta var þó ekki eini leikurinn sem hófst klukkan 17:30 en Aston Villa mætti Middlesbrough, Sheffield Wednesday mætti Cardiff City og Swansea mætti Morecambe.

Matty Cash reyndist hetja Aston Villa er hann skoraði sigurmarkið í blálokin en fyrir markið leit út fyrir það að liðin þyrftu að mætast aftur.

Úrslitin:

Chelsea 4-0 Preston North End

Middlesbrough 0-1 Aston Villa

Sheffield Wednesday 4-0 Cardiff City

Swansea 2-0 Morecambe

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira