Markalaust jafntefli batt enda á sigurgöngu West Ham Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 2. janúar 2024 21:24 West Ham og Brighton gerðu markalaust jafntefli í kvöld. Vísir/Getty Eftir þrjá sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni er sigurganga West Ham United á enda eftir markalaust jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í kvöld. Liðin sátu í sjötta og áttunda sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins og voru aðeins þrjú stig sem skildu liðin að. Brighton hefði því getað komið sér upp fyrir West Ham með sigri og blandað sér um leið í baráttuna um sæti í Evrópukeppni. Gestirnir í Brighton voru sterkari aðilinn í leiknum og fengu góð færi til að koma boltanum í netið, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð að lokum markalaust jafntefli. Þrátt fyrir að hafa ekki náð í stigin þrjú nægði Brighton eitt stig til að lyfta sér upp fyrir Manchester United og situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 20 leiki, þremur stigum á eftir West Ham sem situr enn í sjötta sæti. Enski boltinn
Eftir þrjá sigurleiki í röð í ensku úrvalsdeildinni er sigurganga West Ham United á enda eftir markalaust jafntefli gegn Brighton & Hove Albion í kvöld. Liðin sátu í sjötta og áttunda sæti deildarinnar fyrir leik kvöldsins og voru aðeins þrjú stig sem skildu liðin að. Brighton hefði því getað komið sér upp fyrir West Ham með sigri og blandað sér um leið í baráttuna um sæti í Evrópukeppni. Gestirnir í Brighton voru sterkari aðilinn í leiknum og fengu góð færi til að koma boltanum í netið, en allt kom fyrir ekki og niðurstaðan varð að lokum markalaust jafntefli. Þrátt fyrir að hafa ekki náð í stigin þrjú nægði Brighton eitt stig til að lyfta sér upp fyrir Manchester United og situr nú í sjöunda sæti deildarinnar með 31 stig eftir 20 leiki, þremur stigum á eftir West Ham sem situr enn í sjötta sæti.