Ef marka má frétt Daily Mail þá er Henderson sagður orðinn óþreyjufullur í að komast heim en hann hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá félaginu undir stjórn Steven Gerrard. Henderson hefur átt erfitt með að aðlagast arabísku deildinni en hann er sagður vilja spila aftur í ensku úrvalsdeildinni.
Fari svo að Henderson fái að yfirgefa félagið mun það kosta hann mikinn pening. Hann er sagður vera með laun upp á 700.000 sterlingspund á viku og hefur hann ekki þurft að borga skatt af því. Það kemur hinsvegar fram í samningi hans að ef hann stendur ekki við samninginn í allaveganna tvö ár að þá þurfi hann að endurgreiða skattinum mikla upphæð eða um sjö milljónir sterlingspunda. Það eru um það bil 1,2 milljarðar íslenskra króna.
Það verður fróðlegt að fylgjast með gangi mála og hvort að Henderson fái að fara frá félaginu strax í janúar.