Donald Trump

Donald Trump

Fréttir tengdar 45. forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Fréttamynd

Ræddi ríkisleyndarmál við ástralskan auðjöfur

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er talinn hafa sagt áströlskum auðjöfri ríkisleyndarmál um bandaríska kjarnorkukafbáta og kjarnorkuvopn. Þetta er Trump sagður hafa gert á viðburði í Mar-a-Lago, heimili og sveitaklúbbi hans, eftir að hann flutti úr Hvíta húsinu.

Erlent
Fréttamynd

Staðfestir niðrandi ummæli Trumps um hermenn

John Kelly, fyrrverandi starfsmanna stjóri Hvíta húss Donalds Trump, gagnrýndi forsetann fyrrverandi harðlega í ummælum sem opinberuð voru í gær. Kelly staðfesti nokkur af umdeildum ummælum Trumps um særða og handsamaða hermenn.

Erlent
Fréttamynd

Hafi hagnast um hundrað milljónir dala á hauga­lygi

Saksóknari í New York í Bandaríkjunum sagði við upphaf réttarhalda yfir Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að hann hefði hagnast um ríflega hundrað milljónir Bandaríkjadala með því að ljúga til um verðmæti eignasafns síns.

Erlent
Fréttamynd

Lítið nýtt á „hörm­u­leg­um“ fund­i um Biden

Repúblikanar héldu í gær fyrsta nefndarfundinn um rannsókn þeirra á Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, varðandi mögulega ákæru fyrir embættisbrot. Fundurinn stóð yfir í rúma sex tíma en ekkert nýtt kom fram sem gaf til kynna að Biden hefði brotið af sér í starfi eða væri sekur um spillingu.

Erlent
Fréttamynd

McCarthy enn í gíslingu uppreisnarmanna

Fulltrúadeild Bandaríkjaþings er enn lömuð vegna uppreisnar hóps fjar-hægri þingmanna Repúblikanaflokksins. Einungis fimm dagar eru í að stöðva þarf rekstur ríkisins, finnist ekki samkomulag um fjárlagafrumvarp.

Erlent
Fréttamynd

Trump og Stern í hár saman

Donald Trump og útvarpsmaðurinn Howard Stern eru komnir í hár saman ef marka má færslu forsetans fyrrverandi á samfélagsmiðlinum Truth Social. Trump segir Stern furðufugl sem sé orðinn „woke“.

Erlent
Fréttamynd

Repúblikanar herða tökin í mikilvægum ríkjum

Repúblikanar í Wisconsin og Norður-Karólínu í Bandaríkjunum vilja breyta því hvernig kosningum er stjórnað í ríkjunum. Bæði ríkin eru svokölluð sveifluríki og þykja því gífurlega mikilvæg þegar kemur að forsetakosningunum á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Hefja formlega rannsókn á Biden

Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, tilkynnti í dag að opnuð yrði formleg rannsókn sem beinist að Joe Biden, forseta, og ætlað væri að kanna hvort tilefni væri til að ákæra hann fyrir embættisbrot. Rannsóknin á að beinast að viðskiptaumsvifum fjölskyldu Bidens.

Erlent
Fréttamynd

Vill að dómarinn stígi til hliðar

Lögmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hafa lagt fram kröfu um að dómarinn Tanya Chutkan stígi til hliðar. Það á hún að gera á þeim grundvelli að hún hafi sýnt fram á óhlutlægni í garð Trumps.

Erlent
Fréttamynd

Samskip, bandarískar forsetakosningar og samgöngusáttmáli

Fyrsti gestur Kristján Kristjánssonar á Sprengisandi í dag verður Hörður Felix Harðarson, sem hefur verið lögmaður Samskipa frá upphafi. Forsvarsmenn fyrirtækisins halda því fram fullum fetum að Samkeppniseftirlitið sé á villigötum í mörg þúsund blaðsíðna greinargerð um samkeppnisbrot fyrirtækisins.

Innlent
Fréttamynd

Lögðu einnig til að ákæra Lindsay Graham og fleiri

Meðlimir svokallaðs ákærudómstóls í Georgíu í Bandaríkjunum lögðu til að töluvert fleiri yrðu ákærðir með Donald Trump fyrir að reyna að breyta úrslitum forsetakosninganna 2020 í ríkinu. Trump og átján aðrir hafa verið ákærðir en einnig var lagt til að Lindsey Graham, öldungadeildarþingmaður, Kelly Loeffler og David Perdu, fyrrverandi öldungadeildarþingmenn, og Micheal Flynn, þjóðaröryggisráðgjafi Trumps, yrðu ákærð vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Ráð­gjafi Trump dæmdur fyrir að ó­hlýðnast þinginu

Fyrrverandi viðskiptaráðgjafi Donalds Trump frá því að hann var Bandaríkjaforseti var fundinn sekur um að óhlýðnast Bandaríkjaþingi fyrir að neita að verða við stefnu í tengslum við rannsókn á árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið. Hann bar fyrir sig trúnað við Trump.

Erlent
Fréttamynd

Freista þess að tryggja að nafn Trump rati ekki á kjör­seðla

Sex kjósendur í Colorado í Bandaríkjunum hafa höfðað mál til að freista þess að koma í veg fyrir að nafn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta og núverandi forsetaframbjóðanda, nái inn á atkvæðaseðilinn í ríkinu fyrir forsetakosningarnar á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Trump og lýð­ræðis­leg hnignun

Bandaríkin eru án efa valdamesta ríki jarðar. Sumir kunna að halda því fram að ekki aðeins vegna pólitískra, efnahagslegra og hernaðarlegra áhrifa sinna, heldur einnig alþjóðlegra áhrifa sinna sem leiðarljóss stjórnarskrárbundins lýðræðis.

Skoðun
Fréttamynd

„Þessi yfirlýsing er virðislaus“

Letitia James, ríkissaksóknari New York-ríkis, hefur beðið dómara um að kanna hvort Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi ofmetið háhýsi sín, golfvelli og aðra eignir í ríkinu um meira en tvo milljarða dala. James hefur sakað Trump og börn hans um umfangsmikil fjársvik.

Erlent
Fréttamynd

Giuli­ani á­byrgur fyrir meið­yrðum í garð kosninga­starfs­manna

Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum úrskurðaði að Rudy Giuliani, fyrrverandi persónulegur lögmaður Donalds Trump, hefði gefið meiðyrðamál tveggja kosningastarfsmanna í Georgíu á hendur honum. Starfsmennirnir sættu líflátshótunum eftir að Giuliani og fleiri sökuðu þær ranglega um svik.

Erlent
Fréttamynd

Græddi tæpan milljarð á fanga­myndinni

Myndin sem tekin var af Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, þegar hann gaf sig fram í Fulton sýslu á fimmtudag, hefur með varningssölu skilað 7,1 milljón Bandaríkjadala í kosningasjóð Trump.

Erlent
Fréttamynd

Ó­víst að upp­lýsingar um þyngd og hæð séu réttar

Ó­víst er að upp­lýsingar um þyngd og hæð Donald Trump, fyrr­verandi Banda­ríkja­for­seta, sem skráðar voru þegar hann gaf sig fram í fangelsinu í Fulton-sýslu í At­lanta í gær séu réttar, að því er fram kemur í um­fjöllun Was­hington Post.

Erlent
Fréttamynd

Trump handtekinn í tugthúsinu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið formlega handtekinn í Fulton-sýslu í Atlanta í Bandaríkjunum. Þar hefur hann og átján bandamenn hans verið ákærðir vegna tilrauna þeirra til að snúa niðurstöðum forsetakosninganna í ríkinu árið 2020.

Erlent
Fréttamynd

Stuðningsmenn Trumps bíða við fangelsið í Fulton-sýslu

Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, mun gefa sig fram við lögreglu í Fulton-sýslu í Georgíu í kvöld. Mikill fjöldi stuðningsmanna forsetans hefur þegar komið sér fyrir við fangelsið þar sem Trump ætlar að gefa sig fram á tólfta tímanum í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Flestir fram­bjóð­endur myndu styðja Trump þrátt fyrir sak­­fellingu

Aðeins einn frambjóðandi í forvali Repúblikana sagðist ekki munu styðja framboð Donalds Trump til forseta Bandaríkjanna þrátt fyrir að hann yrði sakfelldur í einhverju af málunum fjórum sem höfðuð hafa verið á hendur honum. Allir frambjóðendur nema Trump, sem er með mikið forskot í skoðanakönnunum, mættust í kappræðum í gærkvöldi.

Erlent