Fer fram og til baka með SNAP Samúel Karl Ólason skrifar 4. nóvember 2025 17:53 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fara eftir úrskurðum tveggja dómara varðandi umfangsmikla mataraðstoð. AP/Manuel Balce Ceneta Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segist ekki ætla að fjármagna velferðarkerfi sem kallast SNAP, fyrr en Demókratar greiði atkvæði með fjárlagafrumvarpi Repúblikana. Það ætlar hann að gera þrátt fyrir að tveir dómarar hafi skipað honum að fjármagna SNAP, með opinberum neyðarsjóðum. Það er einnig þrátt fyrir að Trump sagði á föstudaginn að það yrði hans „heiður“ að fjármagna velferðarkerfið. Fyrst vildi hann þó fá leiðsögn frá dómurum. Þá ítrekaði ríkisstjórn hans í gær, eftir úrskurði tveggja dómara um að fjármagna ætti kerfið, að það yrði fjármagnað að hluta til í nóvember. SNAP er í stuttu máli sagt mataraðstoð sem um einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum nýtir sér, eða um 42 milljónir manna. Það er einn stærsti hluti heildar velferðarkerfis Bandaríkjanna og kostar um átta milljarða dala á ári. Nú þegar hafa orðið tafir á aðstoð til milljóna Bandaríkjamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkisstjórn Trumps sagði í gær að um 4,65 milljarðar væru í sjóðnum sem notaður yrði til að fjármagna SNAP. Færsla Trumps um að hann ætli ekki að fara eftir úrskurðu dómara. Skammaðist út í Biden Í færslu sem Trump skrifaði á samfélagsmiðil sinn í dag sagði hann að engum peningum yrði varið í SNAP fyrr en Demókratar, sem hann kallaði „öfgamenn“, samþykktu fjárlög Repúblikanaflokksins. Það ættu þeir auðvelt með að gera. Trump skrifaði einnig að umfang SNAP og kostnaður við mataraðstoðina hefði aukist til muna í forsetatíð Joes Biden, forvera hans. Þá hefðu allir sem báðu um aðstoð fengið hana, þó að kerfið væri hugsað fyrir fólk í neyð. Blaðamenn Wall Street Journal reyndu að fá útskýringu frá talsmönnum Trumps um það hvað ummæli forsetans fælu í sér nákvæmlega en þeim var sagt að lesa færslu hans á Truth Social. Verður lengsta stöðvunin á morgun Eins og margir vita eflaust var ríkisrekstur Bandaríkjanna stöðvaður í upphafi október, þar sem ekki tókst að samþykkja fjárlög. Á morgun verður stöðvunin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Líklegt þykir að úrslit kosninga, sem fara fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í kvöld, muni hafa áhrif á framvindu stöðvunarinnar. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þau hafa ekki verið samþykkt í öldungadeildinni. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð í tryggingakerfi sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar hafa ekki viljað semja við Demókrata og segja að það verði hægt þegar búið verði að opna á ríkisreksturinn aftur. Demókratar segjast hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þeir segja einnig að þó að þeir semji við Repúblikana geti Trump gert það sem honum sýnist, burtséð frá því hvað þeir semja um. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira
Það er einnig þrátt fyrir að Trump sagði á föstudaginn að það yrði hans „heiður“ að fjármagna velferðarkerfið. Fyrst vildi hann þó fá leiðsögn frá dómurum. Þá ítrekaði ríkisstjórn hans í gær, eftir úrskurði tveggja dómara um að fjármagna ætti kerfið, að það yrði fjármagnað að hluta til í nóvember. SNAP er í stuttu máli sagt mataraðstoð sem um einn af hverjum átta Bandaríkjamönnum nýtir sér, eða um 42 milljónir manna. Það er einn stærsti hluti heildar velferðarkerfis Bandaríkjanna og kostar um átta milljarða dala á ári. Nú þegar hafa orðið tafir á aðstoð til milljóna Bandaríkjamanna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Ríkisstjórn Trumps sagði í gær að um 4,65 milljarðar væru í sjóðnum sem notaður yrði til að fjármagna SNAP. Færsla Trumps um að hann ætli ekki að fara eftir úrskurðu dómara. Skammaðist út í Biden Í færslu sem Trump skrifaði á samfélagsmiðil sinn í dag sagði hann að engum peningum yrði varið í SNAP fyrr en Demókratar, sem hann kallaði „öfgamenn“, samþykktu fjárlög Repúblikanaflokksins. Það ættu þeir auðvelt með að gera. Trump skrifaði einnig að umfang SNAP og kostnaður við mataraðstoðina hefði aukist til muna í forsetatíð Joes Biden, forvera hans. Þá hefðu allir sem báðu um aðstoð fengið hana, þó að kerfið væri hugsað fyrir fólk í neyð. Blaðamenn Wall Street Journal reyndu að fá útskýringu frá talsmönnum Trumps um það hvað ummæli forsetans fælu í sér nákvæmlega en þeim var sagt að lesa færslu hans á Truth Social. Verður lengsta stöðvunin á morgun Eins og margir vita eflaust var ríkisrekstur Bandaríkjanna stöðvaður í upphafi október, þar sem ekki tókst að samþykkja fjárlög. Á morgun verður stöðvunin sú lengsta í sögu Bandaríkjanna. Líklegt þykir að úrslit kosninga, sem fara fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna í kvöld, muni hafa áhrif á framvindu stöðvunarinnar. Repúblikanar í fulltrúadeildinni hafa samþykkt bráðabirgðafjárlög en þau hafa ekki verið samþykkt í öldungadeildinni. Repúblikanar höfðu Demókrata ekki með í ráðum þegar frumvarpið var samið, þó þeir vissu að þeir þyrftu á atkvæðum þeirra að halda. Demókratar hafa ekki viljað samþykkja frumvarpið vegna þess að Repúblikanar ætla að láta ívilnanir varðandi heilbrigðistryggingar falla úr gildi og þeir vilja einnig að hætt verði við niðurskurð í tryggingakerfi sem kallast Medicaid. Þar að auki hafa Demókratar gagnrýnt harðlega að ríkisstjórn Trumps hafi neitað að fara eftir fjárlögum þingsins í þó nokkrum tilfellum, þyki fjárútlátin ekki fylgja áherslum ríkisstjórnarinnar. Sjá einnig: Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Repúblikanar hafa ekki viljað semja við Demókrata og segja að það verði hægt þegar búið verði að opna á ríkisreksturinn aftur. Demókratar segjast hafa enga ástæðu til að treysta Repúblikönum. Þeir segja einnig að þó að þeir semji við Repúblikana geti Trump gert það sem honum sýnist, burtséð frá því hvað þeir semja um.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Sjá meira