Dómsmál

Dómsmál

Fréttir af málum sem rata fyrir dómstóla.

Fréttamynd

Dómurinn al­gjört ippon fyrir SA

Forseti Alþýðusambands Íslands segir niðurstöðu Félagsdóms í dag vera vonbrigði. Félagsdómur komst að þeirri niðurstöðu að verkbann Samtaka atvinnulífsins hafi verið löglega boðað og Samtökum atvinnulífsins yfirhöfuð heimilt að boða til verkbanna. Framkvæmdastjóri SA fagnar niðurstöðunni.

Innlent
Fréttamynd

Rukkaður um skuld á skemmti­stað og dró upp hníf

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta manni með hníf á skemmtistað. Sá sem varð fyrir hótuninni hafði reynt að ræða við manninn um greiðslu skuldar.

Innlent
Fréttamynd

Kókaínið brennt fljót­lega eftir hald­lagningu í Hollandi

Tollvörður, efnafræðingur og rannsóknaraðilar í Hollandi báru vitni fyrir dómi í aðalmeðferð stóra kókaínmálsins í dag. Vitnin komu öll að haldlagningu eða rannsóknum á hundrað kílóum af kókaíni sem fjórir íslenskir menn hugðust að flytja til landsins. Samkvæmt hollenskum verkferlum voru efnin brennd mjög fljótlega eftir að þau voru haldlögð.

Innlent
Fréttamynd

Frelsis­sviptu mann, lömdu hann og skildu eftir nakinn við Elliðavatn

Ákæra hefur verið gefin út á hendur þremur mönnum fyrir líkámsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung. Mönnunum er gert að sök að hafa svipt annan mann frelsi í að minnsta kosti tuttugu og fimm mínútur eftir að hann settist upp aftursæti bifreiðar eins mannanna þann 11. september 2019 við Árbæjarsafn. Mennirnir keyrðu með hann að Elliðavatni þar sem þeir réðust á hann og létu hann fara ofan í vatnið.

Innlent
Fréttamynd

Segjast allir lítið peð í risastóru kókaínskákinni

Mennirnir fjórir sem ákærðir eru fyrir aðild að stærsta kókaínmáli Íslandssögunnar játa allir þátttöku sína í málinu en segja sína þætti veigalitla. Allir höfðu þeir afmörkuð hlutverk og rannsakendur segja alþekkt að sú aðferð sé notuð við innflutning fíkniefna. Mörgum spurningum er ósvarað. Ein sú stærsta er hver einstaklingurinn sé sem kallar sig ýmist „Nonni“ eða „Harry“?

Innlent
Fréttamynd

Krefst þess að lög­reglan biðjist af­sökunar

Sex ára rannsókn á máli sem lögreglan kynnti sem eitt umfangsmesta fíkniefna og peningaþvættismál sögunnar er lokið án þess að gefin verði út ákæra. Fyrrverandi sakborningur í málinu krefst afsökunarbeiðni. 

Innlent
Fréttamynd

Með­höndlarinn sem braut á fjölda kvenna ætlar með málið til Evrópu

Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson, sem hlaut uppsafnað sjö ára fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot gegn fimm konum, fær mál sitt ekki tekið upp hjá Endurupptökudómi. Hann hefur hrundið af stað fjáröflun í eigin þágu og hyggst fara með málið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá segir hann heimildamynd um sögu sína vera í bígerð.

Innlent
Fréttamynd

Segja Hrannar hafa boðið þeim peninga fyrir að breyta framburði

Stúlka sem var skotin í skotárás fyrrverandi kærasta í Grafarholti í fyrra sagði manninn hafa hótað sér og beitt ofbeldi á meðan á sambandi þeirra stóð. Hún hefur átt erfitt með svefn og óttast um öryggi sitt og heilsu eftir árásina. Hún og kærasti hennar segja kærastann fyrrverandi hafa boðið sér peninga gegn því að breyta framburði sínum fyrir dómi. 

Innlent
Fréttamynd

„Ég er orðinn ýmsu vanur en þetta sló mig veru­lega“

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Heimildarinnar, áður Kjarnans, sagðist fyrir dómi í morgun aldrei hafa hitt Pál Steingrímsson skipsstjóra, aldrei stolið af honum síma, né hefði hann átt beinan eða óbeinan þátt í að byrla honum né nokkrum manni. Þá sagði hann skýrslu réttarmeinafræðings sýna fram á að Páli hefði í raun aldrei verið byrlað. Verjandi Páls Vilhjálmssonar sagði málið ekki flókið og að það snérist um tjáningarfrelsi.

Innlent
Fréttamynd

Óþægilegt að sitja undir ásökunum um þjófnað og byrlun

Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á Heimildinni, áður Kjarnanum, segist hafa verið mjög hissa þegar Páll Vilhjálmsson bloggari og kennari sakaði hann og kollega hans um að hafa byrlað skipstjóra Samherja og stolið af honum síma til að geta skrifað fréttir. Páll mætti ekki í dómsal í morgun.

Innlent
Fréttamynd

„Það þarf að bregðast hratt við“

Forseti ASÍ segir stefnu sambandsins gegn Samtökum atvinnulífsins vegna boðaðs verkbanns varða verkalýðshreyfinguna í heild en þau höfða málið fyrir hönd Eflingar. Hann býst við niðurstöðu fyrir fimmtudag, þegar verkbannið á að hefjast. Málið verður þingfest síðdegis á morgun og mun dómurinn skera úr um hvort boðunin hafi verið með lögmætum hætti. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins er ósammála ASÍ og segir að þau muni taka til varna. 

Innlent
Fréttamynd

Réðst á sam­fanga og skallaði fanga­vörð á Hólms­heiði

Gabríel Douane neitaði að svara flestum spurningum saksóknara og dómara varðandi tvær líkamsárásir sem hann er ákærður fyrir innan veggja fangelsisins á Hólmsheiði. Annars vegar er um að ræða alvarlega líkamsárás gagnvart samfanga sínum og hins vegar árás á fangavörð. Eftir að myndbandsupptökur af atvikunum voru spilaðar í dómsal tjáði hann sig lítillega.

Innlent
Fréttamynd

„Ég upplifi það svo sterkt hvað ég var niðurlægð“

Kona sem lagði fram kæru á hendur annarri konu fyrir kynferðisbrot segist hafa fengið áfall þegar gerandinn var sýknuð í Héraðsdómi Reykjaness í byrjun þessa mánaðar. Þrátt fyrir að játning hafi legið fyrir í málinu ákvað héraðsdómur að sýkna konuna á þeim grundvelli að athæfi hennar gat ekki talist „lostugt.“

Innlent
Fréttamynd

Móðir í fangelsi eftir for­sjár­deilu

Móðir tveggja barna hefur verið dæmd í átta mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa farið með börn sín úr landi, haldið þeim þar í tvö ár, og þar með svipt föður forsjá barnanna. 

Innlent
Fréttamynd

Um­deildur dómur fyrir árás við Club 203 þyngdur veru­lega

Daniel Zambrana Aquilar, 24 ára karlmaður, var í Landsrétti í dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Daniel hafði áður verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi í héraði fyrir alvarlega stunguárás. Daniel var dæmdur til að greiða fórnarlambinu 1,5 milljón króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

„Hvað hefur á­kæru­valdið að fela sem má ekki líta dagsins ljós?“

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, verjandi hjúkrunarfræðings sem er ákærður fyrir að hafa svipt sjúkling lífi í ágúst 2021 með því að hafa þröngvað ofan í hann innihaldi úr tveimur flöskum af næringardrykk, hefur óskað eftir að fá afhent bréf sem lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu sendi til héraðssaksóknara vegna málsins síðasta vor. 

Innlent
Fréttamynd

Læstur sími gerir lög­reglunni erfitt fyrir

Karlmaður sem stöðvaður var í Leifsstöð með tæpar fjórtán þúsund evrur meðferðis hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Lögregla fékk heimild til að haldleggja síma mannsins sem neitar að gefa lögreglunni lykilorðið.

Innlent
Fréttamynd

Móður hótað og vitni ótta­slegin í spennu­þrungnu and­rúms­lofti

Andrúmsloftið var þrungið spennu í aðalsal Héraðsdóms Reykjavíkur á mánudag þegar sakborningar í Borgarholtsskólamálinu skýrðu frá sínum þætti í máli sem vakti mikinn óhug í ársbyrjun 2021. Hótanir hafa gengið á víxl í aðdraganda málsins og bar á því að vitni vildu ekki koma fyrir dóminn vegna þess. Þá liggja einnig fyrir gögn um hótanir á milli foreldra ákærðu.

Innlent
Fréttamynd

Sló son sinn í­trekað með belti

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi karlmann í síðustu viku í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir brot í nánu sambandi með því að beita son sinn ítrekuðum og endurteknum líkamlegum refsingum. Maðurinn sló son sinn með belti, ýmist á bak, rass, maga, eða iljar hans. 

Innlent