Zuism-bræður dæmdir í Landsrétti Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2024 14:13 Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar (t.v.) hafa staðið í ströngu í dómssal undanfarin ár. Vísir Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir voru í dag sakfelldir af ákæru um að hafa stundað fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Landsréttur sneri dómi héraðsdóms í málinu sem hafði sýknað bræðurna. Ágúst hlýtur tveggja ára fangelsisdóm og Einar fær eins og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er þeim gert að greiða sakar- og lögmannskostnað málsins sem hleypur á rúmlega þrjátíu milljónum króna. Bræðurnir voru voru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neituðu sök. Auk bræðranna var trúfélagið Zuism sjálft, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Bræðurnir millifærðu meðal annars stóran hluta fjármuna Zuism á félagið EAF sem þeir létu Zuism síðar kaupa af öðru félagi Einars. Félagið Zuism er gert að sæta upptöku á tæplega 1,3 milljónum króna. Einkahlutafélagið EAF var gert að sæta upptöku á söluandvirði hlutabréfa sem námu 563 þúsund króna, og upptöku á öllum eignum á bankareikningi sínum, hvers andvirði er 271 þúsund bandaríkjadalir, sem jafngildir um 37 milljónum króna á núvirði. Þá var félaginu Threescore LLC gert að sæta upptöku á öllum eignum á reikningi sínum hvers andvirði er 75 þúsund dalir, sem jafngildir um tíu milljónum króna. Segja þá hafa blekkt stjórnvöld Landsréttur taldi sannað að Ágúst og Einar hefðu á árunum 2017 til 2019 blekkt stjórnvöld. Þeir hefðu haft fulla vitneskju um það að meðlimir Zuism sem gengu til liðs við í trúfélagið í árslok 2015 hefðu ekki komið í félagið á forsendum trúar eða lífsskoðunnar. Að mati dómsins hefðu þeir átt að láta stjórnvöld vita af stöðunni sem upp var komin, sem fólst í því að stjórnvöld væru með ranga hugmynd af félaginu, en í staðinn hafi þeir hagnýtt sér stöðuna, sem leiddi til þess að félagið fékk greiddar tæplega 85 milljónir þi sóknargjöld sem það átti samkvæmt lögum ekki tilkall til. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í að verða fimm ár vegna verulegrar óvissu um að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum félagsins og að það uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Ágúst Arnar og Einar stofnuðu Zuism ásamt Ólafi Helga Þorgrímssyni árið 2012 og fengu það skráð sem trúfélag hjá stjórnvöldum árið 2013. Ólafur virðist þó hafa haft litla sem enga aðkomu að starfsemi félagsins. Höfnuðu því að bræðurnir hafi svikið út fé Mál ákæruvaldsins byggði meðal annars á því að Ágúst hafi sem forsvarsmaður Zuism veitt villandi eða rangar upplýsingar um rekstur trúfélagsins og umfang starfseminnar. Þannig hafi hann ranglega gefið til kynna að félagið uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Blekkingar bræðranna eru sagðar hafa snúist um að innan Zuism væri lögð stund á trú í virkri og stöðugri starfsemi og að í því væri kjarni félagsmanna sem tæki þátt í starfsemi og styddi lífsgildi þess. Bræðurnir voru sagðir hafa nýtt fjármunina að miklu leyti í eigin þágu og félaga í þeirra eigu. Sjálfir hafa þeir þvertekið fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum. Þeir hafi stofnað og rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. Verjendur þeirra sögðu við aðalmeðferð í héraðsdómi að ekkert benti til þess að ásetningur til fjársvika hafi verið fyrir hendi. Áhugi Einars á sögu og þróun trúarbragða hafi verið einn helsti hvati þess að bræðurnir stofnuðu og ráku trúfélagið. Var meðal fjölmennustu trúfélaga á Íslandi Zuism var um tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins með yfir þrjú þúsund félaga en skráningar í félagið jukust gríðarlega eftir að hópur ótengdur bræðrunum náði stuttlega völdum í trúfélaginu og lofaði endurgreiðslu sóknargjalda árið 2015. Eftir að Zuism komst í kastljós fjölmiðla var Ágúst skipaður forstöðumaður félagsins og bræðurnir fengu greiddar út tuga milljóna sóknargjaldsgreiðslur sem Fjársýsla ríkisins hafði haldið eftir meðan óvissa var um hver færi með stjórn trúfélagsins. Að sögn ákæruvaldsins fékk rekstrarfélag Zuism trúfélags rúmar 84 milljónir króna greiddar úr ríkissjóði. Fram kom við aðalmeðferðina að þegar bankareikningurinn var haldlagður hafi lokastaða hans verið 1,2 milljónir og því búið að ráðstafa nær öllu fénu með einum eða öðrum hætti. Persónuleg neysla hans sögð fjármögnuð með sóknargjöldum Samkvæmt gögnum héraðssaksóknara millifærði Einar um 46 milljónir króna til EAF ehf., dótturfélags Zuism, sem var undir stjórn hans. Að sögn Finns Vilhjálmssonar saksóknara fóru þar að auki um 11 milljónir til Einars og Ágústs í gegnum millifærslur og peningaúttektir, 9 milljónir í lögfræðikostnað og 6,6 milljónir út í gegnum debetkortafærslur Ágústs, þar af 3,3 milljónir í reiðufjárúttektir. Samkvæmt skattframtali Ágústs var hann tekjulítill á þessum tíma og taldi ákæruvaldið því að persónuleg neysla hans hafi af stórum hluta verið fjármögnuð með debetkorti Zuism. Þá sagði ákæruvaldið að ef seðlainnlagnir á bankareikning Ágústs árið 2018 væru bornar saman við reiðufjárúttektir hjá Zuism sé allt útlit fyrir að hann hafi verið að flytja peninga yfir á sinn persónulega reikning. Fréttin hefur verið uppfærð. Zuism Dómsmál Trúmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Þungur dómur Zuisma-bróður stendur Áfrýjunarbeiðni Einars Ágústssonar, sem kenndur hefur verið við Zuisma, til Hæstaréttar hefur verið hafnað. Þriggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Landsrétti stendur. 31. janúar 2024 20:00 Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Ágúst hlýtur tveggja ára fangelsisdóm og Einar fær eins og hálfs árs fangelsisdóm. Þá er þeim gert að greiða sakar- og lögmannskostnað málsins sem hleypur á rúmlega þrjátíu milljónum króna. Bræðurnir voru voru sakaðir um að hafa svikið hátt í 85 milljónir króna út úr íslenska ríkinu með því að látast reka trúfélag með raunverulega starfsemi og fyrir að hafa þvættað ávinninginn. Báðir neituðu sök. Auk bræðranna var trúfélagið Zuism sjálft, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware ákært í málinu. Bræðurnir millifærðu meðal annars stóran hluta fjármuna Zuism á félagið EAF sem þeir létu Zuism síðar kaupa af öðru félagi Einars. Félagið Zuism er gert að sæta upptöku á tæplega 1,3 milljónum króna. Einkahlutafélagið EAF var gert að sæta upptöku á söluandvirði hlutabréfa sem námu 563 þúsund króna, og upptöku á öllum eignum á bankareikningi sínum, hvers andvirði er 271 þúsund bandaríkjadalir, sem jafngildir um 37 milljónum króna á núvirði. Þá var félaginu Threescore LLC gert að sæta upptöku á öllum eignum á reikningi sínum hvers andvirði er 75 þúsund dalir, sem jafngildir um tíu milljónum króna. Segja þá hafa blekkt stjórnvöld Landsréttur taldi sannað að Ágúst og Einar hefðu á árunum 2017 til 2019 blekkt stjórnvöld. Þeir hefðu haft fulla vitneskju um það að meðlimir Zuism sem gengu til liðs við í trúfélagið í árslok 2015 hefðu ekki komið í félagið á forsendum trúar eða lífsskoðunnar. Að mati dómsins hefðu þeir átt að láta stjórnvöld vita af stöðunni sem upp var komin, sem fólst í því að stjórnvöld væru með ranga hugmynd af félaginu, en í staðinn hafi þeir hagnýtt sér stöðuna, sem leiddi til þess að félagið fékk greiddar tæplega 85 milljónir þi sóknargjöld sem það átti samkvæmt lögum ekki tilkall til. Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra hefur haldið eftir sóknargjöldum Zuism í að verða fimm ár vegna verulegrar óvissu um að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum félagsins og að það uppfylli skilyrði laga um trúfélög. Ágúst Arnar og Einar stofnuðu Zuism ásamt Ólafi Helga Þorgrímssyni árið 2012 og fengu það skráð sem trúfélag hjá stjórnvöldum árið 2013. Ólafur virðist þó hafa haft litla sem enga aðkomu að starfsemi félagsins. Höfnuðu því að bræðurnir hafi svikið út fé Mál ákæruvaldsins byggði meðal annars á því að Ágúst hafi sem forsvarsmaður Zuism veitt villandi eða rangar upplýsingar um rekstur trúfélagsins og umfang starfseminnar. Þannig hafi hann ranglega gefið til kynna að félagið uppfyllti skilyrði um skráð trúfélög og ætti þar með rétt á fjárframlögum frá ríkinu. Blekkingar bræðranna eru sagðar hafa snúist um að innan Zuism væri lögð stund á trú í virkri og stöðugri starfsemi og að í því væri kjarni félagsmanna sem tæki þátt í starfsemi og styddi lífsgildi þess. Bræðurnir voru sagðir hafa nýtt fjármunina að miklu leyti í eigin þágu og félaga í þeirra eigu. Sjálfir hafa þeir þvertekið fyrir að hafa beitt stjórnvöld blekkingum. Þeir hafi stofnað og rekið trúfélagið í góðri trú og viljað láta gott af sér leiða með starfseminni. Verjendur þeirra sögðu við aðalmeðferð í héraðsdómi að ekkert benti til þess að ásetningur til fjársvika hafi verið fyrir hendi. Áhugi Einars á sögu og þróun trúarbragða hafi verið einn helsti hvati þess að bræðurnir stofnuðu og ráku trúfélagið. Var meðal fjölmennustu trúfélaga á Íslandi Zuism var um tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins með yfir þrjú þúsund félaga en skráningar í félagið jukust gríðarlega eftir að hópur ótengdur bræðrunum náði stuttlega völdum í trúfélaginu og lofaði endurgreiðslu sóknargjalda árið 2015. Eftir að Zuism komst í kastljós fjölmiðla var Ágúst skipaður forstöðumaður félagsins og bræðurnir fengu greiddar út tuga milljóna sóknargjaldsgreiðslur sem Fjársýsla ríkisins hafði haldið eftir meðan óvissa var um hver færi með stjórn trúfélagsins. Að sögn ákæruvaldsins fékk rekstrarfélag Zuism trúfélags rúmar 84 milljónir króna greiddar úr ríkissjóði. Fram kom við aðalmeðferðina að þegar bankareikningurinn var haldlagður hafi lokastaða hans verið 1,2 milljónir og því búið að ráðstafa nær öllu fénu með einum eða öðrum hætti. Persónuleg neysla hans sögð fjármögnuð með sóknargjöldum Samkvæmt gögnum héraðssaksóknara millifærði Einar um 46 milljónir króna til EAF ehf., dótturfélags Zuism, sem var undir stjórn hans. Að sögn Finns Vilhjálmssonar saksóknara fóru þar að auki um 11 milljónir til Einars og Ágústs í gegnum millifærslur og peningaúttektir, 9 milljónir í lögfræðikostnað og 6,6 milljónir út í gegnum debetkortafærslur Ágústs, þar af 3,3 milljónir í reiðufjárúttektir. Samkvæmt skattframtali Ágústs var hann tekjulítill á þessum tíma og taldi ákæruvaldið því að persónuleg neysla hans hafi af stórum hluta verið fjármögnuð með debetkorti Zuism. Þá sagði ákæruvaldið að ef seðlainnlagnir á bankareikning Ágústs árið 2018 væru bornar saman við reiðufjárúttektir hjá Zuism sé allt útlit fyrir að hann hafi verið að flytja peninga yfir á sinn persónulega reikning. Fréttin hefur verið uppfærð.
Zuism Dómsmál Trúmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Þungur dómur Zuisma-bróður stendur Áfrýjunarbeiðni Einars Ágústssonar, sem kenndur hefur verið við Zuisma, til Hæstaréttar hefur verið hafnað. Þriggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Landsrétti stendur. 31. janúar 2024 20:00 Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45 Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51 Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Sjá meira
Þungur dómur Zuisma-bróður stendur Áfrýjunarbeiðni Einars Ágústssonar, sem kenndur hefur verið við Zuisma, til Hæstaréttar hefur verið hafnað. Þriggja ára fangelsisdómur sem hann hlaut í Landsrétti stendur. 31. janúar 2024 20:00
Zuism-bróðir dæmdur í þriggja ára fangelsi Einar Ágústsson, annar tveggja bræðra sem eru kenndir við trúfélagið Zuism, hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fjársvik með því að hafa tugi milljóna króna af fólki með blekkingum á árunum 2010 og 2012. Hann hefur þegar greitt fórnarlömbum sínum stóran hlut fjárhæðarinnar sem hann sveik af fólkinu. 27. október 2023 15:45
Ósannað að blekkingar hafi skilað zúistabræðrum milljónum Tveir bræður sem reka trúfélagið Zuism voru sýknaðir af ákæru um fjársvik og peningaþvætti þar sem ósannað var talið að meintar blekkingar þeirra hafi verið ástæða þess að ríkið greiddi þeim tugi milljóna króna í sóknargjöld. 9. maí 2022 15:51
Áfrýjar sýknudómi zúistabræðra til Landsréttar Ríkissaksóknari hefur áfrýjað sýknudómi yfir tveimur bræðrum sem reka trúfélagið Zuism til Landsréttar. Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði bræðurna af ákæru um fjársvik og peningaþvætti í síðasta mánuði. 6. maí 2022 10:50