Vildi fá ökuréttindi án þess að taka prófið og réðst á mann Árni Sæberg skrifar 21. mars 2024 21:07 Höfuðstöðvar Frumherja við Hestháls. vísir/vilhelm Erlendur karlmaður hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Hann var meðal annars fundinn sekur um hrinda manni sem reyndi að róa hann niður eftir að starfsmaður Frumherja neitaði að veita honum ökuréttindi án þess að hann tæki bílpróf. Hann var einnig sakfelldur fyrir að senda sprengjuhótanir. Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 14. mars en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, með því að hrækja á lögreglumann, og brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í tvígang gabbað lögreglu með fölskum sprengjuhótunum. Ekki í fyrsta sinn sem maðurinn krafðist þess að fá ökuréttindi Í ákærunni sem varðar líkamsárás segir að maðurinn hafi veist með ofbeldi að manni og hrint honum með því að ýta með báðum höndum í brjóstkassa hans svo hann féll aftur fyrir sig á sófa með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á mjóbaki og mjaðmagrind og tognun og ofreynslu á lendarhrygg. Í dóminum er haft eftir starfsmanni Frumherja að maðurinn hafi verið mjög æstur og með ógnandi hegðun og farið fram á að hún myndi stimpla fyrir sig með tilteknum hætti. Hann hafi „verið á öskrinu“ og hafi hún vísað honum út. Maður sem setið hafi fyrir aftan ákærða og beðið afgreiðslu hafi staðið upp og beðið manninn um að róa sig, en hann hafi snúið sér að manninum, tekið í peysu hans og hrint honum á sófa og tré. Þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem maðurinn kæmi að starfstöð Frumherja í sömu erindagjörðum og starfsfólkið hafi þekkt hann. Ákvað að veita starfsfólkinu liðsinni Eftir brotaþolanum er haft að hann hafi verið á vettvangi til að gangast undir ökupróf. Hann hefði beðið í móttökunni og verið í símanum þegar maður hefði komið inn og vitnið hefði heyrt „hvernig hann var að móðga konu sem var þar í móttökunni“. Aðrir starfsmenn hefðu farið út. Maðurinn hefði verið öskrandi. Hann hefði séð „að enginn er að gera neitt“ og hefði hann staðið upp og snert manninn með vinstri hönd sinni á öxl hans, eins og „til að snúa honum frá konunni“, og sagt honum að hætta. Maðurinn hefði ýtt honum frá af miklum krafti. Hann hefði dottið á sófa sem þarna hefði verið og farið á plöntu við hlið hans og á gólfið. Plantan hefði brotnað. Hann hefði fengið verk í bakið af þessu. Niðurstaða dómsins var sú að með vísan til framburðar brotaþola og vitna og upptöku úr öryggismyndavél væri talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru. Rýmdu lögreglustöðina Sem áður segir var maðurinn einnig ákærður fyrir að gabba lögreglu með því að senda sprengjuhótanir. Um þá ákæru hefur ítarlega verið fjallað. Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni sagði að maðurinn væri ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupósta að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Í niðurstöðu héraðsdóms segir að fyrir liggi að maðurinn hafi sent tölvubréfin úr farsíma sínum. „Augljóst er að á lögreglustöð og í ráðhúsinuer þess að vænta að staddir séu opinberir starfsmenn að sinna starfi sínu. Skilaboð á þá leið sem rakið hefur verið, um sprengjur á nánar greindum stöðum,verður að skilja sem hótun en ekki aðeins saklausar upplýsingar.“ Því var maðurinn sakfelldur fyrir að gabba lögreglu og að reyna að gabba lögreglu. Með brotaferil að baki Maðurinn var sömuleiðis sakfelldur fyrir umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Með vísan til nokkuð umfangsmikils brotaferils var maðurinn dæmdur til fjórtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Til frádráttar henni kemur tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist hans. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,1 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér. Dómsmál Reykjanesbær Mál Mohamad Kourani Bílpróf Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Í dómi Héraðsdóms Reykjaness, sem kveðinn var upp þann 14. mars en birtur í dag, segir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir umferðarlagabrot, líkamsárás, brot gegn valdstjórninni, með því að hrækja á lögreglumann, og brot gegn valdstjórninni, með því að hafa í tvígang gabbað lögreglu með fölskum sprengjuhótunum. Ekki í fyrsta sinn sem maðurinn krafðist þess að fá ökuréttindi Í ákærunni sem varðar líkamsárás segir að maðurinn hafi veist með ofbeldi að manni og hrint honum með því að ýta með báðum höndum í brjóstkassa hans svo hann féll aftur fyrir sig á sófa með þeim afleiðingum að hann hlaut mar á mjóbaki og mjaðmagrind og tognun og ofreynslu á lendarhrygg. Í dóminum er haft eftir starfsmanni Frumherja að maðurinn hafi verið mjög æstur og með ógnandi hegðun og farið fram á að hún myndi stimpla fyrir sig með tilteknum hætti. Hann hafi „verið á öskrinu“ og hafi hún vísað honum út. Maður sem setið hafi fyrir aftan ákærða og beðið afgreiðslu hafi staðið upp og beðið manninn um að róa sig, en hann hafi snúið sér að manninum, tekið í peysu hans og hrint honum á sófa og tré. Þetta hafi ekki verið í fyrsta skiptið sem maðurinn kæmi að starfstöð Frumherja í sömu erindagjörðum og starfsfólkið hafi þekkt hann. Ákvað að veita starfsfólkinu liðsinni Eftir brotaþolanum er haft að hann hafi verið á vettvangi til að gangast undir ökupróf. Hann hefði beðið í móttökunni og verið í símanum þegar maður hefði komið inn og vitnið hefði heyrt „hvernig hann var að móðga konu sem var þar í móttökunni“. Aðrir starfsmenn hefðu farið út. Maðurinn hefði verið öskrandi. Hann hefði séð „að enginn er að gera neitt“ og hefði hann staðið upp og snert manninn með vinstri hönd sinni á öxl hans, eins og „til að snúa honum frá konunni“, og sagt honum að hætta. Maðurinn hefði ýtt honum frá af miklum krafti. Hann hefði dottið á sófa sem þarna hefði verið og farið á plöntu við hlið hans og á gólfið. Plantan hefði brotnað. Hann hefði fengið verk í bakið af þessu. Niðurstaða dómsins var sú að með vísan til framburðar brotaþola og vitna og upptöku úr öryggismyndavél væri talið sannað að maðurinn hefði gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök í ákæru. Rýmdu lögreglustöðina Sem áður segir var maðurinn einnig ákærður fyrir að gabba lögreglu með því að senda sprengjuhótanir. Um þá ákæru hefur ítarlega verið fjallað. Ákæra var gefin út á hendur manninum í lok nóvember síðastliðins. Í ákærunni sagði að maðurinn væri ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni og að gabba lögreglu, og að reyna að gabba lögreglu, með því hafa sent tvo tölvupósta að kvöldi 23. febrúar árið 2023. Þeir hljóða svo: „Eins og ríkið veit mun sprengjan springa í dag. Segið lögreglunni að sprengjan sé með gildrum í fimm kílómetra radíus. Vitið til, ef þið komið nálægt mér mun ég bjóða ykkur upp á allt það sem ég hef sankað að mér í lengri tíma. Kveðja, maðurinn sem meinar það sem hann segir.“ „Staðurinn er morandi í sprengjum, höfuð ykkar og hjörtu barna ykkar munu springa.“ Í niðurstöðu héraðsdóms segir að fyrir liggi að maðurinn hafi sent tölvubréfin úr farsíma sínum. „Augljóst er að á lögreglustöð og í ráðhúsinuer þess að vænta að staddir séu opinberir starfsmenn að sinna starfi sínu. Skilaboð á þá leið sem rakið hefur verið, um sprengjur á nánar greindum stöðum,verður að skilja sem hótun en ekki aðeins saklausar upplýsingar.“ Því var maðurinn sakfelldur fyrir að gabba lögreglu og að reyna að gabba lögreglu. Með brotaferil að baki Maðurinn var sömuleiðis sakfelldur fyrir umferðarlagabrot og að hafa hrækt á lögregluþjón á lögreglustöð. Með vísan til nokkuð umfangsmikils brotaferils var maðurinn dæmdur til fjórtán mánaða óskilorðsbundinnar fangelsisvistar. Til frádráttar henni kemur tveggja mánaða gæsluvarðhaldsvist hans. Þá var honum gert að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns, 1,1 milljón króna. Dóm Héraðsdóms Reykjaness má lesa hér.
Dómsmál Reykjanesbær Mál Mohamad Kourani Bílpróf Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira