Þriggja ára nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2024 15:43 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í Kópavogi í dag. Vísir/Egill Ómar Örn Reynisson, 27 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs ára fangelsi fyrir að nauðga konu sem var gestur á heimili hans árið 2020. Ómar Örn hafði áður verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraði, en Landsréttur mildaði dóminn. Fram kemur í dómi Landsréttar að Ómar hafi viljað meina að dómur héraðsdóms hafi verið byggður á röngum forsendum. Hann sagði einhliða frásögn brotaþola málsins lagða til grundvallar, en sjálfur vildi hann meina að háttsemin sem honum var gefið að sök hefði ekki átt sér stað. Landsréttur vildi hins vegar meina að í framburður konunnar fengi stoð í vottorðum tveggja sálfræðinga. Og þá hefði ekkert komið fram í framburðum Ómars og konunnar í Landsrétti sem breytt gæti sönnunarmati héraðsdóms. Landsréttur sakfelldi Ómar líka, en mildaði dóminn líkt og áður segir. Þá er honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, sem hljóðar upp á tæplega tvær og hálfa milljón króna. Það bætist ofan á fjögurra milljóna málskostnað og tveggja milljóna miskabætur til konunnar sem honum var gert að greiða í héraði. Ómar var í héraði sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að stinga fingri í leggöng hennar á meðan hún svaf og eftir að hún lét hann vita að hún vildi það ekki. Þá hafði hann samræði við konuna eftir að hún sofnaði á ný og hélt síðan áfram eftir að hún vaknaði. Svipuð frásögn framan af Ómar neitaði sök fyrir héraðsdómi. Frásögn hans var á þá leið að konan hefði komið til hans umrædda nótt og þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekki verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort konan var líka að horfa á sjónvarpið eða ekki. Konan hefði svo farið burt, upp undir klukkustund eftir að samfarirnar voru yfirstaðnar. Konan lýsti atburðunum á svipaðan hátt og maðurinn, fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Sagði konan að þá hafi hún ætlað að fara að sofa en eftir það hafi maðurinn brotið gegn henni. Fram kemur í dómnum að framburður konunnar sé afar trúverðugur, einlægur, ýkjulaus og í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram í málinu. Þótti jafnframt augljóst að þessir atburðir hefðu reynst konunni þungbærir en útlokað væri að svo hefði verið ef atburðarásin hefði einungis verið sú sem maðurinn lýsti. Þá voru atriði í framburði mannsins sem þóttu veikja trúverðugleika hans. Einbeittur brotavilji Var það mat dómsins að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að „við ákvörðun refsingar verði litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð.“ Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum í héraði gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk alls sakarkostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Fram kemur í dómi Landsréttar að Ómar hafi viljað meina að dómur héraðsdóms hafi verið byggður á röngum forsendum. Hann sagði einhliða frásögn brotaþola málsins lagða til grundvallar, en sjálfur vildi hann meina að háttsemin sem honum var gefið að sök hefði ekki átt sér stað. Landsréttur vildi hins vegar meina að í framburður konunnar fengi stoð í vottorðum tveggja sálfræðinga. Og þá hefði ekkert komið fram í framburðum Ómars og konunnar í Landsrétti sem breytt gæti sönnunarmati héraðsdóms. Landsréttur sakfelldi Ómar líka, en mildaði dóminn líkt og áður segir. Þá er honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, sem hljóðar upp á tæplega tvær og hálfa milljón króna. Það bætist ofan á fjögurra milljóna málskostnað og tveggja milljóna miskabætur til konunnar sem honum var gert að greiða í héraði. Ómar var í héraði sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að stinga fingri í leggöng hennar á meðan hún svaf og eftir að hún lét hann vita að hún vildi það ekki. Þá hafði hann samræði við konuna eftir að hún sofnaði á ný og hélt síðan áfram eftir að hún vaknaði. Svipuð frásögn framan af Ómar neitaði sök fyrir héraðsdómi. Frásögn hans var á þá leið að konan hefði komið til hans umrædda nótt og þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekki verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort konan var líka að horfa á sjónvarpið eða ekki. Konan hefði svo farið burt, upp undir klukkustund eftir að samfarirnar voru yfirstaðnar. Konan lýsti atburðunum á svipaðan hátt og maðurinn, fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Sagði konan að þá hafi hún ætlað að fara að sofa en eftir það hafi maðurinn brotið gegn henni. Fram kemur í dómnum að framburður konunnar sé afar trúverðugur, einlægur, ýkjulaus og í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram í málinu. Þótti jafnframt augljóst að þessir atburðir hefðu reynst konunni þungbærir en útlokað væri að svo hefði verið ef atburðarásin hefði einungis verið sú sem maðurinn lýsti. Þá voru atriði í framburði mannsins sem þóttu veikja trúverðugleika hans. Einbeittur brotavilji Var það mat dómsins að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að „við ákvörðun refsingar verði litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð.“ Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum í héraði gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira