„Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 2. nóvember 2025 20:01 Megan Prescott, stjórnarformaður National Ugly Mugs. vísir/Bjarni Ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í fyrsta skipti hér á landi í gær. Rauða regnhlífin sem stóð fyrir ráðstefnunni kallar eftir því að umræðan verði opnuð og reglur og lög varðandi kynlífsverkafólk endurskoðað. Sérstök ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í Norræna húsinu í fyrsta skipti hér á landi og lagði almenningur leið sína hingað til að fræðast um raunveruleika þessarar starfsstéttar. Ráðstefnan fór fram í gær og var á vegum Rauðu regnhlífarinnar í samstarfi Old Pros, bandarísk baráttusamtök, og fleiri erlend samtök. Þar var fjallað um afglæpavæðingu með kynningum, pallborðsumræðum og leiksýningu. Forvígismenn ráðstefnunnar sem hafa bæði reynslu af kynflísverkavinnu segja mikilvægt að kynlífsverkafólk hafi vettvang til að segja sögu sínu. „Það er svo mikil skömm sem við fáum frá samfélaginu og þetta er svo grafið. Þetta er svo falið í samfélaginu að fólk einhvern veginn hefur enga hugmynd um hvernig þetta er í rauninni,“ segir Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinni. „Staðreyndin er sú að það er til kynlífsverkafólk og það eru til þolendur vændis. Við þurfum að taka þessi samtöl,“ segir Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni. Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinnivísir/bjarni Of mikið sé um mýtur og smánun að þeirra mati. Kynlífsverkafólk veigri sér við því að tilkynna ofbeldi til lögreglu. „Fólk sem hefur reynt að tilkynna ofbeldi hefur verið sektað fyrir að auglýsa og jafnvel verið vaktað til þess að ná kúnnum,“ sagði Renata. „Við viljum að lögin hafi hag seljanda, sama hvort þau séu þolendur vændis eða kynlífsverkafólks, að leiðarljósi,“ sagði Logn. Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni.Vísir/Einar Megan Prescott, baráttukona hjá breskum samtökum fyrir kynlífsverkafólk og OnlyFans-stjarna, segir ráðstefnu sem þessa geta opnað umræðuna sem geti skipt sköpum. „Til að draga úr ofbeldi gegn kynlífsverkafólki geta allir gert eitthvað. Ef þú upplifir smánun í garð kynlífsverkafólks, jafnvel þótt þú sért í samræðum þar sem einhver segir brandara á kostnað kynlífsverkafólks eða horfir á vafasama fjölmiðlaumfjöllun um kynlífsverkafólk eða það er hluti af sögufléttu án þess að hafa persónuleika getur þú risið gegn því. Þú gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði.“ Vændi Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira
Sérstök ráðstefna kynlífsverkafólks fór fram í Norræna húsinu í fyrsta skipti hér á landi og lagði almenningur leið sína hingað til að fræðast um raunveruleika þessarar starfsstéttar. Ráðstefnan fór fram í gær og var á vegum Rauðu regnhlífarinnar í samstarfi Old Pros, bandarísk baráttusamtök, og fleiri erlend samtök. Þar var fjallað um afglæpavæðingu með kynningum, pallborðsumræðum og leiksýningu. Forvígismenn ráðstefnunnar sem hafa bæði reynslu af kynflísverkavinnu segja mikilvægt að kynlífsverkafólk hafi vettvang til að segja sögu sínu. „Það er svo mikil skömm sem við fáum frá samfélaginu og þetta er svo grafið. Þetta er svo falið í samfélaginu að fólk einhvern veginn hefur enga hugmynd um hvernig þetta er í rauninni,“ segir Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinni. „Staðreyndin er sú að það er til kynlífsverkafólk og það eru til þolendur vændis. Við þurfum að taka þessi samtöl,“ segir Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni. Renata Sara Arnórsdóttir hjá Rauðu regnhlífinnivísir/bjarni Of mikið sé um mýtur og smánun að þeirra mati. Kynlífsverkafólk veigri sér við því að tilkynna ofbeldi til lögreglu. „Fólk sem hefur reynt að tilkynna ofbeldi hefur verið sektað fyrir að auglýsa og jafnvel verið vaktað til þess að ná kúnnum,“ sagði Renata. „Við viljum að lögin hafi hag seljanda, sama hvort þau séu þolendur vændis eða kynlífsverkafólks, að leiðarljósi,“ sagði Logn. Logn Blómdal hjá Rauðu regnhlífinni.Vísir/Einar Megan Prescott, baráttukona hjá breskum samtökum fyrir kynlífsverkafólk og OnlyFans-stjarna, segir ráðstefnu sem þessa geta opnað umræðuna sem geti skipt sköpum. „Til að draga úr ofbeldi gegn kynlífsverkafólki geta allir gert eitthvað. Ef þú upplifir smánun í garð kynlífsverkafólks, jafnvel þótt þú sért í samræðum þar sem einhver segir brandara á kostnað kynlífsverkafólks eða horfir á vafasama fjölmiðlaumfjöllun um kynlífsverkafólk eða það er hluti af sögufléttu án þess að hafa persónuleika getur þú risið gegn því. Þú gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði.“
Vændi Ráðstefnur á Íslandi Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent „Það er búið að vera steinpakkað“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Fleiri fréttir Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Sjá meira