Þriggja ára nauðgunardómur mildaður í Landsrétti Jón Þór Stefánsson skrifar 22. mars 2024 15:43 Dómur var kveðinn upp í Landsrétti í Kópavogi í dag. Vísir/Egill Ómar Örn Reynisson, 27 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs ára fangelsi fyrir að nauðga konu sem var gestur á heimili hans árið 2020. Ómar Örn hafði áður verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í héraði, en Landsréttur mildaði dóminn. Fram kemur í dómi Landsréttar að Ómar hafi viljað meina að dómur héraðsdóms hafi verið byggður á röngum forsendum. Hann sagði einhliða frásögn brotaþola málsins lagða til grundvallar, en sjálfur vildi hann meina að háttsemin sem honum var gefið að sök hefði ekki átt sér stað. Landsréttur vildi hins vegar meina að í framburður konunnar fengi stoð í vottorðum tveggja sálfræðinga. Og þá hefði ekkert komið fram í framburðum Ómars og konunnar í Landsrétti sem breytt gæti sönnunarmati héraðsdóms. Landsréttur sakfelldi Ómar líka, en mildaði dóminn líkt og áður segir. Þá er honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, sem hljóðar upp á tæplega tvær og hálfa milljón króna. Það bætist ofan á fjögurra milljóna málskostnað og tveggja milljóna miskabætur til konunnar sem honum var gert að greiða í héraði. Ómar var í héraði sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að stinga fingri í leggöng hennar á meðan hún svaf og eftir að hún lét hann vita að hún vildi það ekki. Þá hafði hann samræði við konuna eftir að hún sofnaði á ný og hélt síðan áfram eftir að hún vaknaði. Svipuð frásögn framan af Ómar neitaði sök fyrir héraðsdómi. Frásögn hans var á þá leið að konan hefði komið til hans umrædda nótt og þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekki verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort konan var líka að horfa á sjónvarpið eða ekki. Konan hefði svo farið burt, upp undir klukkustund eftir að samfarirnar voru yfirstaðnar. Konan lýsti atburðunum á svipaðan hátt og maðurinn, fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Sagði konan að þá hafi hún ætlað að fara að sofa en eftir það hafi maðurinn brotið gegn henni. Fram kemur í dómnum að framburður konunnar sé afar trúverðugur, einlægur, ýkjulaus og í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram í málinu. Þótti jafnframt augljóst að þessir atburðir hefðu reynst konunni þungbærir en útlokað væri að svo hefði verið ef atburðarásin hefði einungis verið sú sem maðurinn lýsti. Þá voru atriði í framburði mannsins sem þóttu veikja trúverðugleika hans. Einbeittur brotavilji Var það mat dómsins að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að „við ákvörðun refsingar verði litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð.“ Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum í héraði gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk alls sakarkostnaðar. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Fram kemur í dómi Landsréttar að Ómar hafi viljað meina að dómur héraðsdóms hafi verið byggður á röngum forsendum. Hann sagði einhliða frásögn brotaþola málsins lagða til grundvallar, en sjálfur vildi hann meina að háttsemin sem honum var gefið að sök hefði ekki átt sér stað. Landsréttur vildi hins vegar meina að í framburður konunnar fengi stoð í vottorðum tveggja sálfræðinga. Og þá hefði ekkert komið fram í framburðum Ómars og konunnar í Landsrétti sem breytt gæti sönnunarmati héraðsdóms. Landsréttur sakfelldi Ómar líka, en mildaði dóminn líkt og áður segir. Þá er honum gert að greiða áfrýjunarkostnað málsins, sem hljóðar upp á tæplega tvær og hálfa milljón króna. Það bætist ofan á fjögurra milljóna málskostnað og tveggja milljóna miskabætur til konunnar sem honum var gert að greiða í héraði. Ómar var í héraði sakfelldur fyrir að hafa haft kynferðismök við konuna án hennar samþykkis með því að stinga fingri í leggöng hennar á meðan hún svaf og eftir að hún lét hann vita að hún vildi það ekki. Þá hafði hann samræði við konuna eftir að hún sofnaði á ný og hélt síðan áfram eftir að hún vaknaði. Svipuð frásögn framan af Ómar neitaði sök fyrir héraðsdómi. Frásögn hans var á þá leið að konan hefði komið til hans umrædda nótt og þau haft samfarir með fullum vilja og samþykki þeirra beggja. Eftir að því lauk hafi þau legið áfram í rúminu en ekki verið að tala saman. Hann hafi verið að horfa á sjónvarp og ekkert tekið eftir því hvort konan var líka að horfa á sjónvarpið eða ekki. Konan hefði svo farið burt, upp undir klukkustund eftir að samfarirnar voru yfirstaðnar. Konan lýsti atburðunum á svipaðan hátt og maðurinn, fram til þess tímamarks að lokið var þeim samförum sem áttu sér stað með samþykki beggja. Sagði konan að þá hafi hún ætlað að fara að sofa en eftir það hafi maðurinn brotið gegn henni. Fram kemur í dómnum að framburður konunnar sé afar trúverðugur, einlægur, ýkjulaus og í samræmi við þau gögn sem lögð voru fram í málinu. Þótti jafnframt augljóst að þessir atburðir hefðu reynst konunni þungbærir en útlokað væri að svo hefði verið ef atburðarásin hefði einungis verið sú sem maðurinn lýsti. Þá voru atriði í framburði mannsins sem þóttu veikja trúverðugleika hans. Einbeittur brotavilji Var það mat dómsins að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði brotið gegn konunni. Samkvæmt framlögðu sakavottorði hefur maðurinn ekki áður gerst sekur um refsiverðan verknað. Í niðurstöðu héraðsdóms sagði að „við ákvörðun refsingar verði litið til þess að með háttsemi sinni braut ákærði gróflega gegn kynfrelsi og sjálfákvörðunarrétti brotaþola. Þá verður litið til styrks og einbeitts brotavilja ákærða sem birtist í því að hann hélt áfram að brjóta gegn brotaþola eftir að hún hafði látið hann vita að hún kærði sig ekki um kynlíf og var aftur sofnuð.“ Auk fangelsisrefsingarinnar var manninum í héraði gert að greiða konunni tvær milljónir króna í miskabætur, auk alls sakarkostnaðar.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira