Sparkaði í ólétta konu og réðst á móður hennar Jón Þór Stefánsson skrifar 25. mars 2024 12:13 Önnur konan var ólétt þegar árásin átti sér stað. Getty Karlmaður hefur hlotið níu mánaða fangelsisdóm, skilorðsbundinn til tveggja ára, í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að ráðast á tvær konur, mæðgur. Árásirnar áttu sér stað á sama tíma, þann fjórtánda desember 2021. Önnur konan, dóttirin, var þunguð þegar árásin átti sér stað. Jafnframt kemur fram að amma hennar, móðir móðurinnar, hafi átt afmæli daginn sem atburðirnir áttu sér stað. Aðdragandi málsins virðist tengjast fjölskylduerjum. Málið hafi meðal annars snúist um að mæðgurnar hafi ætlað að koma í veg fyrir að maður, bróðir móðurinnar, myndi heimsækja ömmuna á afmælisdaginn þar sem hann væri í uppnámi. Maðurinn sem var ákærður var ásamt móðurbróðurnum. Hann vildi meina að hann hafi verið kominn á vettvang á undan mæðgunum og þegar þær komu hafi þær strax ráðist að honum og reynt að hafa af honum bíllykla. Í frumskýrslu lögreglu var haft eftir konu sem var vitni í málinu, að hún hefði verið á leið heim til sín, en þurft að nema staðar þar sem þremur bílum hafði varið lagt á miðjum vegnum. Hún hafi séð stóran og sterkan mann um þrítugt, með derhúfu, lemja og slá konu og síðan taka hana hálstaki. Síðan hafi tveir menn yfirgefið vettvanginn, hvor á sínum bílnum. Ákærður fyrir að sparka í kvið óléttrar konu Manninum var gefið að sök að rífa í hár dótturinnar, draga hana úr bíl, sparka í kvið og bak hennar á meðan hún lá í jörðinni, bíta í fingur hennar og sparka í bak hennar þannig hún kastaðist harkalega á bílinn. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka. Hann var einnig ákærður fyrir að hrinda móðurinni tvisvar í jörðina, slá hana með krepptum hnefa í andlitið, taka hana hálstaki þannig að hún lyftist frá jörðu, bíta hana í fingurna. Og fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka. Varðandi fyrri árásina var maðurinn einungis sakfelldur fyrir að sparka í bak dótturinnar þannig að hún kastaðist á bílinn, en lýsingar af árásinni voru að mati dómsins nokkuð óljósar. Hann neitaði sök og vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða, en dómurinn féllst ekki á það. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að manninum hafi verið kunnugt um að konan væri þunguð, en hún var komin sex vikur á leið. Fyrir dómi sagðist konan telja að maðurinn hefði verið meðvitaður um þungun hennar, en sagðist ekki viss um það. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir seinni árásina eins og henni var lýst í álæru. Maðurinn vildi einnig meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða í þeirri atlögu, en dómurinn féllst aftur ekki á það. Í ójafnvægi þegar árásirnar áttu sér stað Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Honum var dæmdur hegningarauki vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut árið 2022 vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að samskipti mannsins við móðurina hafi farið úr böndunum og hann verið í „skammvinnu ójafnvægi á verknaðarstundu“. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða dótturinni 150 þúsund krónur og móðurinni 250 þúsund krónur, sem og laun verjanda síns sem hljóða upp á tæpa 1,1 milljón krónur Dómsmál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Önnur konan, dóttirin, var þunguð þegar árásin átti sér stað. Jafnframt kemur fram að amma hennar, móðir móðurinnar, hafi átt afmæli daginn sem atburðirnir áttu sér stað. Aðdragandi málsins virðist tengjast fjölskylduerjum. Málið hafi meðal annars snúist um að mæðgurnar hafi ætlað að koma í veg fyrir að maður, bróðir móðurinnar, myndi heimsækja ömmuna á afmælisdaginn þar sem hann væri í uppnámi. Maðurinn sem var ákærður var ásamt móðurbróðurnum. Hann vildi meina að hann hafi verið kominn á vettvang á undan mæðgunum og þegar þær komu hafi þær strax ráðist að honum og reynt að hafa af honum bíllykla. Í frumskýrslu lögreglu var haft eftir konu sem var vitni í málinu, að hún hefði verið á leið heim til sín, en þurft að nema staðar þar sem þremur bílum hafði varið lagt á miðjum vegnum. Hún hafi séð stóran og sterkan mann um þrítugt, með derhúfu, lemja og slá konu og síðan taka hana hálstaki. Síðan hafi tveir menn yfirgefið vettvanginn, hvor á sínum bílnum. Ákærður fyrir að sparka í kvið óléttrar konu Manninum var gefið að sök að rífa í hár dótturinnar, draga hana úr bíl, sparka í kvið og bak hennar á meðan hún lá í jörðinni, bíta í fingur hennar og sparka í bak hennar þannig hún kastaðist harkalega á bílinn. Í ákæru segir að fyrir vikið hafi konan hlotið ýmsa áverka. Hann var einnig ákærður fyrir að hrinda móðurinni tvisvar í jörðina, slá hana með krepptum hnefa í andlitið, taka hana hálstaki þannig að hún lyftist frá jörðu, bíta hana í fingurna. Og fyrir vikið hlaut hún ýmsa áverka. Varðandi fyrri árásina var maðurinn einungis sakfelldur fyrir að sparka í bak dótturinnar þannig að hún kastaðist á bílinn, en lýsingar af árásinni voru að mati dómsins nokkuð óljósar. Hann neitaði sök og vildi meina að um neyðarvörn hefði verið að ræða, en dómurinn féllst ekki á það. Þá kemur fram að ekki liggi fyrir í gögnum málsins að manninum hafi verið kunnugt um að konan væri þunguð, en hún var komin sex vikur á leið. Fyrir dómi sagðist konan telja að maðurinn hefði verið meðvitaður um þungun hennar, en sagðist ekki viss um það. Hann var hins vegar sakfelldur fyrir seinni árásina eins og henni var lýst í álæru. Maðurinn vildi einnig meina að um neyðarvörn hafi verið að ræða í þeirri atlögu, en dómurinn féllst aftur ekki á það. Í ójafnvægi þegar árásirnar áttu sér stað Maðurinn á nokkurn sakaferil að baki. Honum var dæmdur hegningarauki vegna skilorðsbundins dóms sem hann hlaut árið 2022 vegna fíkniefna- og umferðarlagabrota. Í dómnum segir að við ákvörðun refsingar sé litið til þess að samskipti mannsins við móðurina hafi farið úr böndunum og hann verið í „skammvinnu ójafnvægi á verknaðarstundu“. Líkt og áður segir hlaut hann níu mánaða skilorðsbundin fangelsisdóm. Þá er honum gert að greiða dótturinni 150 þúsund krónur og móðurinni 250 þúsund krónur, sem og laun verjanda síns sem hljóða upp á tæpa 1,1 milljón krónur
Dómsmál Mest lesið „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira