Krafði Ómar um endurgreiðslu eftir að hafa lesið um hann í blöðunum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. mars 2024 10:46 Héraðsdómur Reykjavíkur hefur gert Ómari Valdimarssyni lögmanni að endurgreiða að hluta þóknun sína til konu sem var áður umbjóðandi hans Vísir/Vilhelm Lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson hefur, ásamt lögmannsstofu sinni ESJA Legal, verið dæmdur til að greiða fyrrverandi umbjóðanda sínum 490 þúsund krónur. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem dæmdi í málinu síðastliðinn fimmtudag. Í dómnum er saga málsins rakin. Kona sem lenti í umferðarslysi í maí 2020 leitaði til Ómars til að annast sín mál og innheimta bætur fyrir sína hönd frá tryggingafélaginu VÍS, en hún hlaut áverka í slysinu. Tæpum tveimur árum eftir að slysið átti sér stað undirritaði Ómar fullnaðaruppgjör við VÍS vegna málsins. Heildarbætur til konunnar voru rúmar 4,4 milljónir króna, en þar af voru 356 þúsund króna vegna lögmannskostnaðar. Nokkrum dögum eftir undirritun samningsins greiddi tryggingafélagið bæturnar inn á fjárvörslureikning Ómars og ESJU Legal. Sama dag greiddi Ómar bæturnar inn á reikning konunnar að fjárdreginni lögmannsþóknun, upp á 1,1 milljón. Því komu 3,3 milljónir inn á reikning konunnar. Las um annað mál Ómars í blöðunum Síðar úrskurðaði úrskurðarnefnd lögmanna að endurgjald Ómars vegna starfa hans í þágu annars aðila í öðru máli ætti að sæta lækkun. Konan sagðist hafa lesið um umræddan úrskurð í blöðunum. Í kjölfarið setti faðir hennar sig í samband við Ómar og óskaði eftir upplýsingum um uppgjörið sem Ómar sendi á konuna. Að sögn konunnar kom þá í ljós að Ómar hefði ákveðið þóknun sína með svipuðum hætti og í hinu málinu. Í júní í fyrra sendi nýr lögmaður konunnar innheimtuviðvörun á Ómar þar sem var gerð krafa um að þóknunin sem hann fékk myndi sæta lækkun. Krafist var endurgreiðslu á 490 þúsund krónum. Ómar svaraði viðvöruninni og vildi fá afrit af umboði konunnar til hins lögmannsins. Hann sagðist hafa gert það í þeim tilgangi að ganga úr skugga um að lögmaðurinn væri að starfa fyrir konuna, og hefði umboð til að móttaka fjármuni fyrir hennar hönd. Í dómnum segir að í ágúst í fyrra hefði Ómar loks náð sambandi við hinn lögmanninn símleiðis. Hann sagðist vera fús til að greiða höfuðstól kröfunnar, en ítrekaði að hann vildi sjá umboðið. Þá mótmælti hann kröfunni. Málið endaði þannig að lögmaðurinn höfðaði málið gegn Ómari. Fram kemur að hann hafi ekki sinnt beiðni Ómars fyrr en við þingfestingu málsins í nóvember. Deilt um ýmis atriði fyrir dómi Dómurinn féllst á að Ómar og ESJA Legal ættu að greiða konunni höfuðstól kröfunnar, upp á 490 þúsund krónur. Ómar hafði ekki sett út á það í máli sínu. Hins vegar vildi hann meina að hann hefði aldrei fengið upplýsingar um reikningsnúmer konunnar. Í dómnum segir að ekki sé séð að Ómar hafi nokkurn tímann beðið um reikningsnúmerið. Þó liggur fyrir að hann greiddi henni tryggingabætur í apríl 2022 og hljóti því að hafa haft upplýsingar um reikningsnúmer hennar. Dómurinn hafnaði því þeirri málsástæðu Ómars. Þá var ágreiningur um hvort Ómar ætti að greiða dráttavexti af kröfunni frá apríl 2022 þegar Ómar lagði bæturnar inn á konuna, eða frá júlí 2023 þegar mánuður var liðinn frá því að konan beindi fyrst endurgreiðslukröfu sinni að Ómari. Dómurinn féllst á hið síðarnefnda, og var Ómar því dæmdur til að greiða konunni 490 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 20. júlí 2023. Dómsmál Lögmennska Tryggingar Tengdar fréttir Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. 13. apríl 2023 12:25 Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í dómnum er saga málsins rakin. Kona sem lenti í umferðarslysi í maí 2020 leitaði til Ómars til að annast sín mál og innheimta bætur fyrir sína hönd frá tryggingafélaginu VÍS, en hún hlaut áverka í slysinu. Tæpum tveimur árum eftir að slysið átti sér stað undirritaði Ómar fullnaðaruppgjör við VÍS vegna málsins. Heildarbætur til konunnar voru rúmar 4,4 milljónir króna, en þar af voru 356 þúsund króna vegna lögmannskostnaðar. Nokkrum dögum eftir undirritun samningsins greiddi tryggingafélagið bæturnar inn á fjárvörslureikning Ómars og ESJU Legal. Sama dag greiddi Ómar bæturnar inn á reikning konunnar að fjárdreginni lögmannsþóknun, upp á 1,1 milljón. Því komu 3,3 milljónir inn á reikning konunnar. Las um annað mál Ómars í blöðunum Síðar úrskurðaði úrskurðarnefnd lögmanna að endurgjald Ómars vegna starfa hans í þágu annars aðila í öðru máli ætti að sæta lækkun. Konan sagðist hafa lesið um umræddan úrskurð í blöðunum. Í kjölfarið setti faðir hennar sig í samband við Ómar og óskaði eftir upplýsingum um uppgjörið sem Ómar sendi á konuna. Að sögn konunnar kom þá í ljós að Ómar hefði ákveðið þóknun sína með svipuðum hætti og í hinu málinu. Í júní í fyrra sendi nýr lögmaður konunnar innheimtuviðvörun á Ómar þar sem var gerð krafa um að þóknunin sem hann fékk myndi sæta lækkun. Krafist var endurgreiðslu á 490 þúsund krónum. Ómar svaraði viðvöruninni og vildi fá afrit af umboði konunnar til hins lögmannsins. Hann sagðist hafa gert það í þeim tilgangi að ganga úr skugga um að lögmaðurinn væri að starfa fyrir konuna, og hefði umboð til að móttaka fjármuni fyrir hennar hönd. Í dómnum segir að í ágúst í fyrra hefði Ómar loks náð sambandi við hinn lögmanninn símleiðis. Hann sagðist vera fús til að greiða höfuðstól kröfunnar, en ítrekaði að hann vildi sjá umboðið. Þá mótmælti hann kröfunni. Málið endaði þannig að lögmaðurinn höfðaði málið gegn Ómari. Fram kemur að hann hafi ekki sinnt beiðni Ómars fyrr en við þingfestingu málsins í nóvember. Deilt um ýmis atriði fyrir dómi Dómurinn féllst á að Ómar og ESJA Legal ættu að greiða konunni höfuðstól kröfunnar, upp á 490 þúsund krónur. Ómar hafði ekki sett út á það í máli sínu. Hins vegar vildi hann meina að hann hefði aldrei fengið upplýsingar um reikningsnúmer konunnar. Í dómnum segir að ekki sé séð að Ómar hafi nokkurn tímann beðið um reikningsnúmerið. Þó liggur fyrir að hann greiddi henni tryggingabætur í apríl 2022 og hljóti því að hafa haft upplýsingar um reikningsnúmer hennar. Dómurinn hafnaði því þeirri málsástæðu Ómars. Þá var ágreiningur um hvort Ómar ætti að greiða dráttavexti af kröfunni frá apríl 2022 þegar Ómar lagði bæturnar inn á konuna, eða frá júlí 2023 þegar mánuður var liðinn frá því að konan beindi fyrst endurgreiðslukröfu sinni að Ómari. Dómurinn féllst á hið síðarnefnda, og var Ómar því dæmdur til að greiða konunni 490 þúsund krónur auk dráttarvaxta frá 20. júlí 2023.
Dómsmál Lögmennska Tryggingar Tengdar fréttir Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. 13. apríl 2023 12:25 Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Ómar segist ekki skulda skattinum krónu Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir nýlega frétt sem birtist á mannlif.is vera ranga í öllum meginatriðum. Hann vandar Reyni Traustasyni ritstjóra ekki kveðjurnar. 13. apríl 2023 12:25
Dró játningu skyndilega til baka Alexander Máni Björnsson, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í Bankastræti-Club málinu svonefnda, hefur dregið aðra játningu af tveimur fyrir hnífsstungu til baka. Það gerði hann við upphaf þinghalds í Gullhömrum í morgun. 2. október 2023 10:17