Hjúkrunarfræðingur neitaði að taka hraðpróf og fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 15. mars 2024 16:32 Hjúkrunarfræðingurinn neitaði að gangast undir hraðpróf við Covid-19, þegar omíkron-afbrigði veirunnar geisaði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur sýknað heilbrigðisfyrirtæki af öllum kröfum konu, sem höfðaði máli til heimtu skaðabóta eftir að ráðningarsamningi hennar var rift. Landsréttur taldi konuna hafa gerst seka um verulega vanefnd á ráðningarsamningi með því að neita að taka Covid-19 hraðpróf. Konan, sem starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur, stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Hún krafðist rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti, sagði að konan hafi meðal annars mannað skurðstofu við aðgerðir, þrifið áhöld fyrir aðgerðir, undirbúið skurðstofu og sinnt sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið geri meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Í dómi Landsréttar segir að konan og fyrirtækið hafi deilt um það hvenær konan hefði fyrst fengið vitneskju um fyrirmæli fyrirtækisins þess efnis að starfsmenn þess skyldu fara í Covid-19 hraðpróf, hvort hún hafi neitað að gangast undir hraðpróf og hvenær hún hefði fyrst fengið vitneskju um að ráðningarsamningi við hana yrði rift. Hafi mátt vita að hún yrði rekin Í dómi Landsréttar var tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að konan hefði eigi síðar en í upphafi vinnudags 20. desember 2021 fengið vitneskju um að starfsfólk fyrirtækisins ætti að fara í hraðpróf, að henni hefði á fundi eftir hádegi sama dag verið gerð grein fyrir því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún samþykkti ekki fyrirmæli um að gangast undir hraðpróf og loks að hún hefði verið búin að neita að gangast undir hraðpróf þegar hún fékk bréf fyrirtækisins 21. desember 2021 með útskýringum á ákvörðun um riftun ráðningarsamnings. Veruleg vanefnd að taka ekki hraðpróf fyrir aðgerð Landsréttur tók einnig fram að konan hefði ekki brugðist við fullyrðingum í bréfi fyrirtækisins fyrr en mánuði síðar, en fullt tilefni hefði verið fyrir hana að bregðast strax við, teldi hún að fullyrðingarnar væru rangar og að ráðningarsamningnum hefði verið rift á þeim grunni. Þá yrði ekki annað ráðið af ákvörðun konunnar um að mæta ekki til vinnu 21. desember 2021 en að hún hafi fyrir upphaf þess vinnudags vitað að ráðningarsamningi hennar hefði verið rift. Einnig leit Landsréttur til þess að við þær aðstæður sem upp voru komnar gæti ekki komið til þess að konan innti af hendi vinnu sína, en í því hafi ótvírætt falist veruleg vanefnd Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira
Konan, sem starfaði sem skurðhjúkrunarfræðingur, stefndi einkareknu heilbrigðisfyrirtæki sem hún starfaði fyrir vegna uppsagnarinnar. Hún krafðist rúmra fimm milljóna króna í bætur. Konan krafðist þess að fá greiddan uppsagnarfrest og miskabætur á þeim grundvelli að uppsögnin hefði verið einhliða og ólögmæt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem staðfestur var af Landsrétti, sagði að konan hafi meðal annars mannað skurðstofu við aðgerðir, þrifið áhöld fyrir aðgerðir, undirbúið skurðstofu og sinnt sjúklingum sem gengust undir aðgerð. Fyrirtækið geri meðal annars liðskiptiaðgerðir, efnaskiptaaðgerðir og sinnir lýtalækningum. Fyrirtækið sagði konunni upp eftir að hún gerði yfirmönnum sínum ljóst að hún ætlaði ekki að verða við fyrirmælum þeirra um að starfsmenn þyrftu að gangast undir hraðpróf vegna kórónuveirunnar í desember árið 2021. Í dómi Landsréttar segir að konan og fyrirtækið hafi deilt um það hvenær konan hefði fyrst fengið vitneskju um fyrirmæli fyrirtækisins þess efnis að starfsmenn þess skyldu fara í Covid-19 hraðpróf, hvort hún hafi neitað að gangast undir hraðpróf og hvenær hún hefði fyrst fengið vitneskju um að ráðningarsamningi við hana yrði rift. Hafi mátt vita að hún yrði rekin Í dómi Landsréttar var tekið undir þá niðurstöðu héraðsdóms að sannað væri að konan hefði eigi síðar en í upphafi vinnudags 20. desember 2021 fengið vitneskju um að starfsfólk fyrirtækisins ætti að fara í hraðpróf, að henni hefði á fundi eftir hádegi sama dag verið gerð grein fyrir því að henni yrði vikið fyrirvaralaust úr starfi ef hún samþykkti ekki fyrirmæli um að gangast undir hraðpróf og loks að hún hefði verið búin að neita að gangast undir hraðpróf þegar hún fékk bréf fyrirtækisins 21. desember 2021 með útskýringum á ákvörðun um riftun ráðningarsamnings. Veruleg vanefnd að taka ekki hraðpróf fyrir aðgerð Landsréttur tók einnig fram að konan hefði ekki brugðist við fullyrðingum í bréfi fyrirtækisins fyrr en mánuði síðar, en fullt tilefni hefði verið fyrir hana að bregðast strax við, teldi hún að fullyrðingarnar væru rangar og að ráðningarsamningnum hefði verið rift á þeim grunni. Þá yrði ekki annað ráðið af ákvörðun konunnar um að mæta ekki til vinnu 21. desember 2021 en að hún hafi fyrir upphaf þess vinnudags vitað að ráðningarsamningi hennar hefði verið rift. Einnig leit Landsréttur til þess að við þær aðstæður sem upp voru komnar gæti ekki komið til þess að konan innti af hendi vinnu sína, en í því hafi ótvírætt falist veruleg vanefnd
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Vinnumarkaður Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Fleiri fréttir Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sjá meira