Bílar

Bílar

Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Fréttamynd

Forvali fyrir bíl ársins lokið

Forvalsnefnd BÍBB (Bandalag íslenskra bílablaðamanna) hefur lokið forvali á bíl ársins. Listi yfir þá bíla sem komust í úrslit er í fréttinni.

Bílar
Fréttamynd

Fimm nýir Volvo FH16 dráttarbílar afhentir

Fimm nýir Volvo FH16 dráttarbílar voru afhentir með viðhöfn hjá Velti á Hádegismóum 8 á föstudaginn. Það voru eigendur og starfsmenn fyrirtækjanna Ragnars og Ásgeirs í Grundarfirði og Jón og Margeirs í Grindavík sem komu og tóku formlega við þessum glæsilegu bílum af nýrri kynslóð Volvo FH16.

Bílar
Fréttamynd

Rafbíllinn Subaru Solterra væntanlegur 2022

Fyrsti 100% rafbíllinn frá Subaru, Solterra, er væntanlegur á alla helstu markaði um mitt næsta ár samkvæmt tilkynningu frá Subaru sem gefin var út í gær, 11. maí. Solterra, sem er jepplingur í stærðarflokki C, bætist þar með í flóru annarra jepplinga frá Subaru, svo sem Outback, Forester og XV.

Bílar
Fréttamynd

Uppgjör rafhlaðbakanna

Undanfarið hafa birst hér á Vísi umfjallanir um rafhlaðbakana Nissan Leaf, Peugeot e-208, Mini Cooper SE, Honda e, Volkswagen ID.3 og Kia e-Soul. Þeir verða bornir saman hér með það markmið að gera upp á milli þeirra og ákveða hver er bestur.

Bílar
Fréttamynd

Ford mun frumsýna F-150 Lightning í maí

Ford hefur tilkynnt að rafdrifinn F-150 þann 19. maí. Bíllinn mun bera nafnið F-150 Lightning (Elding) eins og orðrómurinn hafði verið á kreiki um. Það vísar til sport-pallbíls sem var framleiddur árið 1993.

Bílar
Fréttamynd

Lúxusrafbíll á götunum

Nýr Mercedes-Benz EQS lúxusrafbíll hefur sést síðustu daga á götum höfuðborgarsvæðisins. EQS var flogið til Íslands á laugardaginn í tengslum við Mid Season Invitational tölvuleikja-keppnina sem er haldin í Laugardalshöll þessa dagana.

Bílar
Fréttamynd

Fleiri velja vist­væn öku­tæki

Flest heimili munar um 110.000 kr. á ári. Það er ýmislegt hægt að gera fyrir þá upphæð. Það er um það bil sú upphæð sem sparast í eldsneytiskostnaði við að færa sig úr dísel- eða bensínbifreið yfir í rafmagnsbifreið.

Skoðun
Fréttamynd

Umferðin jókst um þriðjung í apríl á milli ára

Samkvæmt frétt á vef Vegagerðarinnar jókst umferðin á höfuðborgarsvæðinu um 32% í apríl miðað við apríl í fyrra. Mest jókst umferðin um Hafnarfjarðarveg eða um rúmlega 41% en minnst á Vesturlandsvegi eða um rúmlega 29%.

Bílar
Fréttamynd

Honda e - Þýður og líður áfram

Honda e er fjögurra manna, fimm dyra rafhlaðbakur. Hann er frumraun Honda í fjöldaframleiddum rafbílum og hann er skemmtilegur og þýður hlaðbakur sem er gaman að keyra á um. Hann líður áfram og þegar gefið er inn þá þýtur hann af stað.

Bílar
Fréttamynd

Volkswagen hefur byggingu þriðju MEB verksmiðjunnar í Kína

Volkswagen hefur tilkynnt að bygging glænýrrar rafbílaverksmiðu í Kína sé að hefjast. Verksmiðjan verður samvinna Volkswagen og Anhui þar sem Volkswagen fer með 75% hlut. Verksmiðjan á að skila 350.000 rafbílum á ári, þegar hún verður kominn á fullt.

Bílar
Fréttamynd

Kia Sorento vinnur Red og iF hönnunarverðlaun

Kia vann bæði til Red Dot og iF hönnunarverðlauna á dögunum í flokki stórra sportjeppa fyrir hinn nýja Kia Sorento Plug-in Hybrid. Sorento hefur þegar unnið til fjölda verðlauna á undanförnum mánuðum. Sorento fékk m.a. Gullna stýrið í Þýskalandi í flokki stórra sportjeppa og verðlaun fyrir bestu hönnunina hjá Auto Bild Allrad.

Bílar
Fréttamynd

Sjö manna rafjepplingur frá Mercedes-Benz

Mercedes-Benz heimsfrumsýndi nýja rafbílinn EQB á sunnudag. EQB er hreinn rafbíll og fimmti bíllinn sem Mercedes-Benz kynnir á stuttum tíma undir merkjum Mercedes-EQ. Nú á dögunum voru bæði EQA og EQS frumsýndir. Fyrsti rafbíll Mercedes-Benz var EQC, þá kom fjölnotabíllinn EQV og enn fleiri bílar undir merkjum EQ eru væntanlegir á næstunni m.a. EQE, sem og jeppaútfærslur af EQE og EQS.

Bílar
Fréttamynd

Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum

Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni.

Innlent
Fréttamynd

Nagladekkjadagurinn á morgun, ekki sektað strax

Frá og með morgundeginum 15. apríl er notkun negldra hjólbarða óheimil á Íslandi. Þessi regla er þó háð tíðarfari og því undir löggæsluyfirvöldum komið hvenær nákvæmlega er hafist handa við að sekta fyrir notkun slíkra hjólbarða.

Bílar