Toyota fallið úr toppsætinu og rafbílar sækja á Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 10:11 Yfir tveir af hverjum þremur nýjum fólksbílum var svokallaður nýorkubíll. Vísir/Vilhelm 1.826 Kia fólksbílar voru nýskráðir hérlendis á seinasta ári og var merkið það söluhæsta í fyrsta skipti með 14,3% hlutdeild af sölu nýrra fólksbíla. Næst á eftir kom Toyota með 1.790 nýskráða bíla og 14% hlutdeild en japanski framleiðandinn hefur setið efst á lista yfir vinsælustu fólksbíla Íslendinga samfleytt í um þrjá áratugi. Rafbílar voru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Greint er frá þessu í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem byggir á upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9% hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Að sögn FÍB hefur Kia verið á mikilli uppleið síðasta áratug og aukið söluna jafnt og þétt hér á landi. Framleiðandinn hefur síðustu ár verið í öðru sæti á eftir Toyota þegar kemur að fólksbílum. Ef sendi- og pallbílar eru sömuleiðis teknir með inn í reikninginn þá var Toyota áfram á toppnum á seinasta ári yfir vinsælasta bílaframleiðandann hér á landi. Mercedes-Benz var mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða fólksbíla á árinu. BMW kom í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla. Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. 64% nýskráðra bíla fóru í almenna notkun, 34% til bílaleiga? og 1,1% í annað. Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti. Fréttin hefur verið uppfærð. Bílar Vistvænir bílar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Rafbílar voru 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%. Greint er frá þessu í samantekt Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) sem byggir á upplýsingum frá Bílgreinasambandinu. Hyundai er í þriðja sæti með 1.133 nýskráða bíla og 8,9% hlutdeild og Tesla í fjórða sæti með 1.053 bíla og 8,2% hlutdeild. Að sögn FÍB hefur Kia verið á mikilli uppleið síðasta áratug og aukið söluna jafnt og þétt hér á landi. Framleiðandinn hefur síðustu ár verið í öðru sæti á eftir Toyota þegar kemur að fólksbílum. Ef sendi- og pallbílar eru sömuleiðis teknir með inn í reikninginn þá var Toyota áfram á toppnum á seinasta ári yfir vinsælasta bílaframleiðandann hér á landi. Mercedes-Benz var mest selda þýska lúxusbílamerkið annað árið í röð með 437 nýskráða fólksbíla á árinu. BMW kom í öðru sæti með 293 bíla og Audi í því þriðja með 195 bíla. Alls voru 12.769 nýskráðir fólksbílar á árinu 2021 samkvæmt tölum Bílgreinasambandsins. 64% nýskráðra bíla fóru í almenna notkun, 34% til bílaleiga? og 1,1% í annað. Af bílaumboðunum er BL með flesta nýskráða fólksbíla, Bílaumboðið Askja er í öðru sæti og Toyota í því þriðja. Brimborg er í fjórða sæti og Hekla í fimmta sæti. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bílar Vistvænir bílar Fréttir ársins 2021 Tengdar fréttir Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01 Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Toyota seldi flest ökutæki en Kia seldi flesta fólksbíla í fyrra Flest nýskráð ökutæki á síðasta ári voru af Toyota gerð, eða 2145. Kia var í öðru sæti með 1983 nýskráð ökutæki ig Hyundai í þriðja sæti með 1603 ökutæki nýskráð á árinu, samkvæmt tölum á vef Samgöngustofu. Toyota hefur verið á toppnum í 32 ár samkvæmt tilkynningu frá Toyota umboðinu. Kia seldi hins vegar flest ökutæki í flokki fólksbíla eða 1980 á meðan Toyota er í örðu sæti í flokki fólksbíla með 1890 selda á árinu. 3. janúar 2022 07:01