Toyota kynnir GR86 með FasterClass herferðinni Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 7. janúar 2022 07:00 Toyota GR86. Toyota hefur kynnt alheims auglýsingaherferð fyrir GR86 sport bílinn. Toyota vill með herferðinni halda áfram metsölu sinni. Toyota varð í fyrra fyrsti framleiðandinn til að selja meira en General Motors í Bandaríkjunum í næstum heila öld. Markmiðið er að halda gjöfinni í gólfinu og setja af stað FasterClass herferðina sem hófst á þriðjudag. Herferðin byggir á því að GR86 sé smíðaður „af áhugafólki fyrir áhugafólk“ eða á ensku „by enthusiasts for enthusiasts“. FasterClass er hugarsmíði þriggja auglýsingastofa sem koma að verkefninu. Ein þeirra, Saatchi & Saatchi gerði stutt myndbönd með drift kappakstursfólki af heimsmælikvarða. Þar á meðal Stephan Papadakis og Fredric Aasbø. „Við vitum að áhugafólk er alltaf að leita að leit til að bæta akstursfærni sína og vill að bíllinn gæti kallað fram það besta í sér, eins og hinn kappakstursklári nýi GR86,“ sagði Matt Davis listrænn stjórnandi hjá Saatchi & Saatchi. Hér má sjá myndband frá Saatchi & Saatchi: Önnur stofa sem vann að FasterClass, Conill Advertising lagði áherslu á getu GR86 til að virka vel og vera mjúkur í akstri á þéttsetnum götum. Þriðja stofan nýtti sér japanskan bakgrunn Toyota og stillti upp markaðsefni með Anime og manga þema. Hér má sjá myndband frá Toyota um GR86: „Heimurinn er stöðugt að verða sjálfvirkari, það er því mikilvægara en nokkru sinni að fagna því að við eigum sögu í smíðum bíla sem er gaman að keyra og eru á sanngjörnu verði. Okkur finnst tíminn réttur núna til að kynna þessa herferð fyrir hinn nýja Toyota GR86 og það kveikir í áhugafólki sem tekur eftir auglýsingunum,“ sagði Lisa Materazzo leiðtogi í markaðsteymi Toyota í Norður Ameríku. Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent
Herferðin byggir á því að GR86 sé smíðaður „af áhugafólki fyrir áhugafólk“ eða á ensku „by enthusiasts for enthusiasts“. FasterClass er hugarsmíði þriggja auglýsingastofa sem koma að verkefninu. Ein þeirra, Saatchi & Saatchi gerði stutt myndbönd með drift kappakstursfólki af heimsmælikvarða. Þar á meðal Stephan Papadakis og Fredric Aasbø. „Við vitum að áhugafólk er alltaf að leita að leit til að bæta akstursfærni sína og vill að bíllinn gæti kallað fram það besta í sér, eins og hinn kappakstursklári nýi GR86,“ sagði Matt Davis listrænn stjórnandi hjá Saatchi & Saatchi. Hér má sjá myndband frá Saatchi & Saatchi: Önnur stofa sem vann að FasterClass, Conill Advertising lagði áherslu á getu GR86 til að virka vel og vera mjúkur í akstri á þéttsetnum götum. Þriðja stofan nýtti sér japanskan bakgrunn Toyota og stillti upp markaðsefni með Anime og manga þema. Hér má sjá myndband frá Toyota um GR86: „Heimurinn er stöðugt að verða sjálfvirkari, það er því mikilvægara en nokkru sinni að fagna því að við eigum sögu í smíðum bíla sem er gaman að keyra og eru á sanngjörnu verði. Okkur finnst tíminn réttur núna til að kynna þessa herferð fyrir hinn nýja Toyota GR86 og það kveikir í áhugafólki sem tekur eftir auglýsingunum,“ sagði Lisa Materazzo leiðtogi í markaðsteymi Toyota í Norður Ameríku.
Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent