

Bílar
Nýjustu fréttir, fróðleikur og skemmtileg myndbönd sem tengjast bílum.

Lexus hyggst framleiða LF-LC
Er 500 hestöfl og mun kosta ríflega 12 milljónir króna.

Topplaus Subaru BRZ með dísilvél
Verður fjórhjóladrifinn og fær aðstoð frá tveimur forþjöppum og rafmótorum.

Kenndi ökunemendum að gera “kleinuhringi” og var handtekinn
Taldi slíka kennslu auka á hæfni nemenda að bjarga sér úr háska.

95 bíla árekstur í Virginia-fylki
Þrír létust og á þriðju tug fólks slasaðist.

Lög um hreinna bensín í Bandaríkjunum
Innihald brennisteins skal minnka þrefalt og önnur hættuleg efni skerðast mikið.

Ferrari í kappakstri við þotu
Airbus A320 gegn Ferrari F12 Berlinetta.

Subaru WRX í glænýju útliti
Verður bæði með forþjöppu og keflablásara. Þakið er úr koltrefjum og pústkerfið tvöfalt.

Volkswagen Golf bíll ársins í heiminum
Porsche Boxter/Cayman valinn sportbíll ársins, Tesla Model S grænasti bíllinn og Jaguar F-Type sá best hannaði.

Hópbílar fá tvo nýja Irisbus
Hópbílar keyptu 12 nýjar rútur í fyrra og eru með 55 rútu flota. Aka mikið fyrir Strætó.

Suzuki hættir í Kanada líka
Kemur í kjölfar lokunar Suzuki í Bandaríkjunum. Sölusamdráttur um 30% í Kanada í ár.

Suzuki SX4 með nýju fjórhjóladrifi
Stækkar heilmikið milli kynslóða og skottrými fer úr 270 í 430 lítra.

Kínverskur 900 hestafla ofurbíll
Hannaður af Samuel Chaffart sem teiknað hefur Nissan og Jaguar-Land Rover bíla. Kemst í 200 á innan við 10 sekúndum.

Bílasala í Evrópu féll um 10,2% í febrúar
Jókst þó í Bretlandi um 7,9%. Mest söluminnkun hjá Ford, GM og Fiat en aukning hjá Honda, Mazda og Hyundai

Ung og óreynd en selja best
Söluhæsta bílaumboð Fiat í Flórída og fjórða söluhæsta í Bandaríkjunum. Besti sölumaðurinn er 19 ára.

Verksmiðja Dacia lokar vegna verkfalls
Vilja 25% hækkun launa. Sala Dacia jókst um 15,4% í febrúar en sala Renault minnkaði um 14,8%.

Hennessey Ford GT nær 430 km hraða
Brennir 117 oktana bensíni sem aðeins er notað í keppnisbíla.

Komast leiðar sinnar á blikkandi sjúkrabílum.
Eru innréttaðir eins og sannir lúxusbílar og það kostar 200 dollara á tímann að leigja þá.

Elsti Porsche bíll landsins
Kom til landsins árið 2007 og var þá að fimmföldu virði Thunderbird í toppstandi. Er ennþá eins og nýr.

Rúmmikill og sparneytinn þjarkur
Hefur breyst mikið í útliti frá síðustu kynslóð og nú eru línur allar mjúkar og rúnnaðar. Er áfram duglegur í torfærum og sérlega rúmgóður.

Samanburður á Ford Focus og Volkswagen Golf
Ford Focus var söluhæsti einstaki bíll í heimi á síðasta ári og Volkswagen Golf einn sá söluhæsti. Focus seldist í milljón eintökum í fyrra.

BMW X4 kemur á næsta ári
Er byggður á sama undirvagni og X3 jepplingurinn og er í raun "coupe" útfærsla hans. Fær 240 og 300 hestafla bensínvélar.

BMW ætlar sér aftur að ná heimsmetinu í drifti
BMW ætlar að tefla fram M5 bíl til verksins og meiningin er að drifta 64 kílómetra.

Örlög Seat ráðast á árinu
Afkoma Seat skánaði á árinu en ef hagnaður næst ekki í ár verður merkið lagt niður. Seat bílar eru nú seldir í 77 löndum.

Ford Mustang Shelby – 1.200 hestöfl
Tölur um hröðun og hámarkshraða liggja ekki fyrir en eru á bilinu milli sturlunar og geðveiki.

Range Rover þakinn 57.412 smápeningum
Á einhvern hátt verða menn að fá að greina sig frá fjöldanum í hinum olíuauðugu ríkjum.

Audi hefur ekki undan að framleiða A6 og A7
Mestu munar um mikla eftirspurn eftir þeim í Bandaríkjunum. Audi að nálgast BMW í sölu.

Ungir kaupa kóreska bíla í stað japanskra
Hlutdeild bandarískra og evrópskra bíla fer einnig stækkandi á kostnað þeirra japönsku. Kóreskir bílar nú með 10% sölunnar til ungs fólks.

Jón Trausti nýr formaður Bílgreinasambandsins
Tekur við af Sverri Viðari Haukssyni. Jón Trausti er forstjóri Öskju.

Ford borgar 23,6 milljónir á mann og lokar í Belgíu
Ford ætlar að loka tveimur öðrum bílaverksmiðjum í Evrópu á þessu ári. Tapa Ford í Evrópu í ár verður líklega 250 milljarðar króna.

Impala með krafta í kögglum
Kemur nú af tíundu kynslóð og verður kynntur á bílasýningunni í New York. Er nú 303 hestöfl, hlaðinn búnaði og gæti talist meðal lúxusbíla.