Dubai lögreglan fær Bugatti Veyron Finnur Thorlacius skrifar 20. maí 2013 11:11 Nú ætti að vera orðið ljóst að ekki er hægt að stinga af lögregluna í Dubai. Það dugði henni ekki að vera á Aston Martin One-77, Ferrari FF, Lamborghini Aventador, Bentley Continental GT og Mercedes Benz SLS. Auðvitað varð að fá henni hraðskreiðasta fjöldaframleidda bíl í heimi, Bugatti Veyron. Annað væri nú fásinna. Bíllinn hefur fengið viðeigandi útlit lögreglubíla þar, en satt að segja tekur bíllinn sig ekki sérlega vel út þannig. Vel má velta fyrir sér hvort boruð hafa verið göt á koltrefjaþak bílsins til að festa lögregluljósin, eða önnur gáfulegri aðferð notuð til þess. Nú má ætla að lögreglan í Dubai sé orðin fullbúin af hraðskreiðum bílum, en þó er lengi von á einni vitleysunni enn frá þeim bænum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent
Nú ætti að vera orðið ljóst að ekki er hægt að stinga af lögregluna í Dubai. Það dugði henni ekki að vera á Aston Martin One-77, Ferrari FF, Lamborghini Aventador, Bentley Continental GT og Mercedes Benz SLS. Auðvitað varð að fá henni hraðskreiðasta fjöldaframleidda bíl í heimi, Bugatti Veyron. Annað væri nú fásinna. Bíllinn hefur fengið viðeigandi útlit lögreglubíla þar, en satt að segja tekur bíllinn sig ekki sérlega vel út þannig. Vel má velta fyrir sér hvort boruð hafa verið göt á koltrefjaþak bílsins til að festa lögregluljósin, eða önnur gáfulegri aðferð notuð til þess. Nú má ætla að lögreglan í Dubai sé orðin fullbúin af hraðskreiðum bílum, en þó er lengi von á einni vitleysunni enn frá þeim bænum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent