Lögsækja “Robin Hood” stöðumælagreiðendur Finnur Thorlacius skrifar 17. maí 2013 08:45 Í borginni Keene í New Hampshire í Bandaríkjunm hafa borgaryfirvöld lögsótt hóp fólks sem stundað hefur það að borga í stöðumæla sem eru að renna út. Það gera þeir fyrir ókunnugt fólk af vorkunnsemi vegna þeirra háu sekta sem þeirra bíður. Þetta fer afar illa í borgaryfirvöld sem í kærunni telja háttsemi þessa fólks, sem kallað hefur verið “Robin Hood Group”, vera röskun á starfi stöðumælavarða borgarinnar og ólögmæta íhlutun og jafnvel ofsóknir. Margir af stöðumælavörðum borgarinnar eru að íhuga að segja upp starfi sínu þar sem þeir séu að mestu óþarfir. Væri þá tilgangi hópsins gjafmilda náð. Kæran gengur reyndar ekki út á að stöðva með öllu háttsemi hópsins heldur tryggja stöðumælavörðunum 20 metra nálgunarbann við vinnu sína. Þar eru 6 einstaklingar í hópnum ágæta sem sæta kærum. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent
Í borginni Keene í New Hampshire í Bandaríkjunm hafa borgaryfirvöld lögsótt hóp fólks sem stundað hefur það að borga í stöðumæla sem eru að renna út. Það gera þeir fyrir ókunnugt fólk af vorkunnsemi vegna þeirra háu sekta sem þeirra bíður. Þetta fer afar illa í borgaryfirvöld sem í kærunni telja háttsemi þessa fólks, sem kallað hefur verið “Robin Hood Group”, vera röskun á starfi stöðumælavarða borgarinnar og ólögmæta íhlutun og jafnvel ofsóknir. Margir af stöðumælavörðum borgarinnar eru að íhuga að segja upp starfi sínu þar sem þeir séu að mestu óþarfir. Væri þá tilgangi hópsins gjafmilda náð. Kæran gengur reyndar ekki út á að stöðva með öllu háttsemi hópsins heldur tryggja stöðumælavörðunum 20 metra nálgunarbann við vinnu sína. Þar eru 6 einstaklingar í hópnum ágæta sem sæta kærum.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent