Þýskir lúxusbílar mokseljast í Kóreu í stað heimabíla Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2013 13:45 Hyundai Equus Forsvarsmönnum kóresku bílaframleiðendanna Hyundai og Kia er vafalaust ekki skemmt yfir þróuninni á bílamarkaðnum á heimavelli undanfarið. Lækkaðir innflutningstollar á erlendum bílum, frá 8% í 3%, hefur orsakað það að þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes Benz juku sölu sína allir meira en 25% á fyrsta ársfjórðungi. Var það mikið á kostnað lúxusbíla Hyndai og Kia sem seldust verr fyrir vikið. Ekki eru það betri fréttir fyrir Hyundai og Kia að til stendur að afnema með öllu innflutningstollana og þá verður staða erlendu framleiðandanna enn betri. Verð þýsku bílanna er nú þegar orðið lægra en á heimabílum eins og Hyundai Equus og að sjálfsögðu gleypa kaupendur við því, þar sem þeir eru almennt talið enn vandaðri. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Forsvarsmönnum kóresku bílaframleiðendanna Hyundai og Kia er vafalaust ekki skemmt yfir þróuninni á bílamarkaðnum á heimavelli undanfarið. Lækkaðir innflutningstollar á erlendum bílum, frá 8% í 3%, hefur orsakað það að þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes Benz juku sölu sína allir meira en 25% á fyrsta ársfjórðungi. Var það mikið á kostnað lúxusbíla Hyndai og Kia sem seldust verr fyrir vikið. Ekki eru það betri fréttir fyrir Hyundai og Kia að til stendur að afnema með öllu innflutningstollana og þá verður staða erlendu framleiðandanna enn betri. Verð þýsku bílanna er nú þegar orðið lægra en á heimabílum eins og Hyundai Equus og að sjálfsögðu gleypa kaupendur við því, þar sem þeir eru almennt talið enn vandaðri.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent