Þýskir lúxusbílar mokseljast í Kóreu í stað heimabíla Finnur Thorlacius skrifar 21. maí 2013 13:45 Hyundai Equus Forsvarsmönnum kóresku bílaframleiðendanna Hyundai og Kia er vafalaust ekki skemmt yfir þróuninni á bílamarkaðnum á heimavelli undanfarið. Lækkaðir innflutningstollar á erlendum bílum, frá 8% í 3%, hefur orsakað það að þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes Benz juku sölu sína allir meira en 25% á fyrsta ársfjórðungi. Var það mikið á kostnað lúxusbíla Hyndai og Kia sem seldust verr fyrir vikið. Ekki eru það betri fréttir fyrir Hyundai og Kia að til stendur að afnema með öllu innflutningstollana og þá verður staða erlendu framleiðandanna enn betri. Verð þýsku bílanna er nú þegar orðið lægra en á heimabílum eins og Hyundai Equus og að sjálfsögðu gleypa kaupendur við því, þar sem þeir eru almennt talið enn vandaðri. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent
Forsvarsmönnum kóresku bílaframleiðendanna Hyundai og Kia er vafalaust ekki skemmt yfir þróuninni á bílamarkaðnum á heimavelli undanfarið. Lækkaðir innflutningstollar á erlendum bílum, frá 8% í 3%, hefur orsakað það að þýsku framleiðendurnir Audi, BMW og Mercedes Benz juku sölu sína allir meira en 25% á fyrsta ársfjórðungi. Var það mikið á kostnað lúxusbíla Hyndai og Kia sem seldust verr fyrir vikið. Ekki eru það betri fréttir fyrir Hyundai og Kia að til stendur að afnema með öllu innflutningstollana og þá verður staða erlendu framleiðandanna enn betri. Verð þýsku bílanna er nú þegar orðið lægra en á heimabílum eins og Hyundai Equus og að sjálfsögðu gleypa kaupendur við því, þar sem þeir eru almennt talið enn vandaðri.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent