Ferrari 458 splundrast í Suzuka Finnur Thorlacius skrifar 16. maí 2013 10:45 Bæði ökumaður og starfsmaður Suzuka brautarinnar í Japan verða að teljast afar heppnir að vera í lífi eftir að Ferrari 458 bíll gersamlega splundrast á brautinni. Ökumaður hans missti stjórn á bílnum á 320 kílómetra hraða og lenti á girðingu umhverfis brautina. Þar stóð starfsmaður brautarinnar alveg við þar sem bíllinn rekst á og á hann fótum sínum fjör að launa og snöggum viðbrögðum. Brakið úr bílnum dreifðist um stórt svæði brautarinnar . Alveg er með ólíkindum að bílstjórinn hafi lifað þetta af en hann var fluttur á spítala talsvert slasaður en búist er við að hann nái sér að fullu. Stjórnklefi bílsins tók heilmikið flug og snýst í loftinu áður en hann skellur á brautinni. Starfsmaðurinn slapp ómeiddur. Það er nokkuð ljóst að stjórnklefar þessara bíla eru sterkbyggðir og mikið þarf til að bílstjórarnir í þeim tapi lífinu þó mikið gangi á, eins og sést í myndskeiðinu. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Bæði ökumaður og starfsmaður Suzuka brautarinnar í Japan verða að teljast afar heppnir að vera í lífi eftir að Ferrari 458 bíll gersamlega splundrast á brautinni. Ökumaður hans missti stjórn á bílnum á 320 kílómetra hraða og lenti á girðingu umhverfis brautina. Þar stóð starfsmaður brautarinnar alveg við þar sem bíllinn rekst á og á hann fótum sínum fjör að launa og snöggum viðbrögðum. Brakið úr bílnum dreifðist um stórt svæði brautarinnar . Alveg er með ólíkindum að bílstjórinn hafi lifað þetta af en hann var fluttur á spítala talsvert slasaður en búist er við að hann nái sér að fullu. Stjórnklefi bílsins tók heilmikið flug og snýst í loftinu áður en hann skellur á brautinni. Starfsmaðurinn slapp ómeiddur. Það er nokkuð ljóst að stjórnklefar þessara bíla eru sterkbyggðir og mikið þarf til að bílstjórarnir í þeim tapi lífinu þó mikið gangi á, eins og sést í myndskeiðinu.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent