Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Stjarnan 2-1 | Fyrsti sigur Selfyssinga í 36 daga Selfoss vann langþráðan 2-1 sigur er liðið tók á móti Stjörnunni í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu í kvöld. Selfyssingar höfðu tapað fimm leikjum í röð í öllum keppnum, en seinasti sigur þeirra kom þann 16. maí síðastliðinn. Íslenski boltinn 21. júní 2023 20:54
„Ég tók þetta á mig og gerði það með stæl“ Bakvörðurinn Barbára Sól Gísladóttir spilaði í fremstu víglínu fyrir Selfyssinga er liðið tók á móti Stjörnunni í 9. umferð Bestu-deildar kvenna í kvöld. Hún þakkaði traustið og skoraði fyrra mark liðsins í langþráðum 2-1 sigri. Fótbolti 21. júní 2023 20:20
Guðni: Þetta var erfiður sigur Guðni Eiríksson, þjálfari FH, var að vonum sáttur með 2-1 sigur á ÍBV á Kaplakrikavelli í níunda umferð Bestu deildar kvenna. Þetta var í annað sinn á sex dögum sem liðin mætast og í bæði skiptin sigraði FH en í þetta sinn var sigurinn torsóttari fyrir Hafnfirðinga. Fótbolti 21. júní 2023 20:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - ÍBV 2-1 | Nýliðarnir í þriðja sætið eftir fjórða sigurinn í röð FH er komið í þriðja sæti Bestu deildar kvenna eftir 2-1 sigur ÍBV á heimavelli sínum í kvöld. FH hefur nú unnið fjóra leiki í röð í deildinni. Íslenski boltinn 21. júní 2023 19:22
Besta upphitunin: „Nóg af leikjum eftir og það geta allir tekið stig af öllum“ Birta Georgsdóttir, leikmaður Breiðabliks, og Katla Tryggvadóttir, leikmaður Þróttar Reykjavíkur, voru gestir Helenu Ólafsdóttur í upphitun fyrir 9. umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Íslenski boltinn 21. júní 2023 11:00
Eignaðist barn og skoraði rúmum hundrað dögum síðar í Bestu deildinni Fanndís Friðriksdóttir átti sannkallaða draumabyrjun inn á knattspyrnuvöllinn á dögunum er hún lék sinn fyrsta leik síðan í september 2021. Íslenski boltinn 14. júní 2023 23:37
„Þetta hefur verið í stöðugri og kerfisbundinni vinnslu undanfarin tvö ár“ „Löngunin í að vinna boltann hátt uppi á vellinum og gefa andstæðingnum ekki andrými til að athafna sig með boltann er í grunninn ástæðan fyrir leikstílnum,“ segir Guðni Eiríksson, þjálfari FH, um leikstíl liðsins. Íslenski boltinn 14. júní 2023 20:58
Spilaði bara hundrað mínútur og er farin frá Val Bandaríska knattspyrnukonan Jamia Fields, sem leikið hafði í hinni sterku, bandarísku úrvalsdeild sem og í efstu deild Noregs, staldraði afar stutt við hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals. Íslenski boltinn 13. júní 2023 13:01
Sjáðu mörkin: Dýrðleg Birta, Fanndís skoraði eftir brjóstagjöf og sautján ára nýliði stakk Sif af FH blandaði sér í baráttuna í efsta hluta Bestu deildar kvenna í fótbolta í gær með frábærum sigri á Stjörnunni, og Keflavík vann óvæntan sigur í Laugardal þar sem rauða spjaldið fór á loft. Öll mörkin úr áttundu umferð má nú sjá á Vísi. Íslenski boltinn 13. júní 2023 11:01
„Ekki nægilega góðar til að eiga skilið þrjú stig“ Keflavík vann óvæntan 2-1 sigur á Þrótti í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Nik Chamberlain, þjálfari Þróttar, þurfti að sætta sig við svekkjandi tap þrátt fyrir að Þróttur hafði yfirhöndina lungann úr leiknum. Íslenski boltinn 12. júní 2023 22:30
„Ég þurfti að gefa brjóst í hálfleik“ Fanndís Friðriksdóttir spilaði sinn fyrsta leik, fyrir Val í kvöld, síðan 10. september 2021. Síðan þá hefur hún slitið krossbönd og eignast sitt annað barn. Hún gerði sér lítið fyrir og skoraði mark eftir að hafa komið inn á sem varamaður gegn Tindastól í Bestu deild kvenna. Íslenski boltinn 12. júní 2023 21:54
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Þróttur R. - Keflavík 1-2 | Óvæntur sigur gestanna Keflavík vann óvæntan sigur á Þrótti á Avis vellinum í Laugardal í 8. umferð Bestu deildar kvenna í kvöld. Leikurinn endaði 2-1 fyrir Keflavík en sigurinn lyftir þeim upp í 7. sæti deildarinnar og eru þær aðeins tveimur stigum frá Þrótti í 3. sæti. Íslenski boltinn 12. júní 2023 21:30
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Tindastóll 5-0 | Íslandsmeistararnir sýndu enga miskunn Íslandsmeistarar Vals fóru illa með nýliða Tindastóls í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu í kvöld. Valskonur styrktu stöðu sína á toppi deildarinnar þar sem bæði Stjarnan og Þróttur Reykjavík töpuðu. Íslenski boltinn 12. júní 2023 21:10
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - FH 0-2 | Spútnikliðið getur ekki hætt að vinna Nýliðar FH héldu góðu gengi sínu í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu áfram með frábærum 2-0 sigri á Stjörnunni þegar liðin mættust í 8. umferð Bestu-deildar kvenna í knattspyrnu á Samsung-vellinum í Garðabæ. Íslenski boltinn 12. júní 2023 21:05
Umfjöllun: ÍBV - Breiðablik 0-3 | Breiðablik gerði góða ferð til Eyja Breiðablik náði í öll stigin sem í boði voru fyrr í dag í Vestmannaeyjum í áttundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Leikurinn var jafn en það voru gæði í sóknarmönnum Blika sem gerðu útslagið. Birta Georgsdóttir gerði tvö mörk og Katrín Ásbjörnsdóttir eitt til að innsigla sigurinn undir lok leiks en staðan var 0-2 í hálfleik.. Eyjakonur geta verið svekktar að hafa ekki náð að skora því tækifærin komu til þeirra. Fótbolti 12. júní 2023 19:54
Umfjöllun og viðtöl: Þór/KA - Selfoss 3-0 | Öruggt hjá heimaliðinu og gestirnir límdir við botninn Þór/KA gerði sér lítið fyrir og rúllaði Selfoss upp í fyrsta leik 8. umferðar Bestu deildar kvenna í knattspyrnu. Selfoss situr sem fastast á botninum á meðan Þór/KA lyfti sér upp í 4. sæti. Liðin þurftu bæði á sigri að halda í dag enda hafði hvorugt liðið unnið leik síðan í 4. umferð deildarinnar sem fram fór um miðjan maí. Íslenski boltinn 11. júní 2023 19:10
„Við ætlum að vera í topp sex“ „Þetta er mikil léttir og ég er gríðarlega ánægður með mitt lið í dag. Vilji, gæði, skipulag og agað spil skóp þennan sigur.“ sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA eftir góðan 3-0 sigur á Selfoss á Þórsvellinum í dag. Sport 11. júní 2023 18:42
„Ég er pínu hissa á hennar hlutverki núna“ „Breiðablik hefur oft fundið einhvern neista og viljað spila svona leiki. Þegar maður horfði á liðið í dag var svolítið eins og þær séu að koðna. Hvað sem veldur því. Þær voru ósáttar með að vera ekki spáð topp sæti. Sýndu það þá, þú ert á heimavelli. Við hvað ertu hræddur?“ segir Helena Ólafssdóttir, þáttastjórnandi Bestu markanna. Íslenski boltinn 9. júní 2023 21:02
Margrét Lára segir pressu FH vera unaðslega Þrátt fyrir að vera nýliði í Bestu deild kvenna þá er FH óhrætt við að pressa mjög hátt á móti andstæðingum sínum. Íslenski boltinn 9. júní 2023 18:00
Dolfallnar yfir Katie Cousins: „Einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur komið hingað“ „Ég segi að hún sé skemmtilegasti leikmaður sem við höfum fengið hér. Njótið bara myndanna,“ sagði Helena Ólafsdóttir um Katie Cousins, leikmann Þróttar í Bestu-deild kvenna, í síðasta þætti af Bestu mörkunum. Fótbolti 9. júní 2023 13:01
Besta upphitunin: Skrýtið að eyða ekki leikdegi í ferðalög Heimaliðin munu öll vinna sigur í 8. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta ef Eyjamærin Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur rétt fyrir sér. Þær Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir, fyrirliði FH, spáðu í spilin fyrir umferðina með Helenu Ólafsdóttur í þætti sem nú má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 9. júní 2023 11:01
„Fann að íþróttir voru mín útrás“ Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er snúin aftur til Íslands eftir farsælan atvinnumannaferil í Noregi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Hún segist í grunninn enn vera sami leikmaður og þegar hún byrjaði að æfa fótbolta í 3. bekk. Íslenski boltinn 9. júní 2023 10:01
Helena efndi til keppni: „Þú sérð aldrei neitt út úr neinu“ Það var mikið hlegið í nýjum lið í lok síðasta þáttar af Bestu mörkunum þegar Helena Ólafsdóttir efndi til keppni á milli þeirra Margrétar Láru Viðarsdóttur og Báru Kristbjargar Rúnarsdóttur. Íslenski boltinn 8. júní 2023 23:00
„Hvar eru Garðbæingar?“ Helena Ólafsdóttir, stjórnandi Bestu markanna á Stöð 2 Sport, gagnrýndi Stjörnufólk fyrir að mæta ekki betur á stórleikinn við Breiðablik á Kópavogsvelli í gærkvöld. Íslenski boltinn 8. júní 2023 20:00
Híaði á leikmann Stjörnunnar eftir að hún skoraði sjálfsmark Breiðablik og Stjarnan gerðu 1-1 jafntefli í stórleik 7. umferðar Bestu deildar kvenna í gær. Fagn leikmanns Blika eftir jöfnunarmark liðsins hefur vakið talsverða athygli. Íslenski boltinn 8. júní 2023 09:15
„Eins og við værum yfirspenntar“ Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði Breiðabliks, segir að jafntefli hafi líklega verið sanngjörn úrslit í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild kvenna í kvöld. Stjörnukonur komust yfir á 60. mínútu en Blikar jöfnuðu tíu mínútum síðar. Íslenski boltinn 7. júní 2023 21:08
„Fékk þau fyrirmæli að setja boltann út í teiginn“ Andrea Mist Pálsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, segist hafa óhlýðnast fyrirmælum þegar hún skoraði mark liðsins í jafnteflinu við Breiðablik, 1-1, í Bestu deild kvenna í kvöld. Andrea skoraði beint úr hornspyrnu á 60. mínútu og kom Garðbæingum yfir. Íslenski boltinn 7. júní 2023 20:58
Umfjöllun og myndir: Breiðablik - Stjarnan 1-1 | Stórmeistarajafntefli í Kópavogi Breiðablik og Stjarnan skildu jöfn, 1-1, í stórleik 7. umferðar Bestu deildar kvenna í kvöld. Íslenski boltinn 7. júní 2023 20:15
Agla María um stóru baráttu kvöldsins: „Fleiri stórleikir í sumar“ Agla María Albertsdóttir, leikmaður Breiðabliks í Bestu deild kvenna segir stíganda í liði Blika og að nú sé tækifæri til þess að bera sigur úr býtum gegn liði sem hafi verið þeim erfiðar undanfarin ár, Stjörnunni. Liðin mætast í sannkölluðum stórleik á Kópavogsvelli í kvöld. Íslenski boltinn 7. júní 2023 13:00
„Má vel vera að þetta komi sérfræðingunum eitthvað á óvart“ Nýliðar FH sigruðu Selfoss 2-0 á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta nú kvöld. Liðið hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum og situr í 5. sæti deildarinnar. Guðni Eiríksson, þjálfari FH, segir frammistöðuna í fyrri hálfleik hafa skilað liðinu þremur stigum í dag. Íslenski boltinn 6. júní 2023 22:36