„Vitum að Agla er markagráðug en ég held hún hafi ekki verið að reyna þetta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 16. júní 2024 16:52 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar. vísir / anton brink Ólafur Kristjánsson, þjálfari Þróttar, var nokkuð ánægður með spilamennsku síns liðs þrátt fyrir 3-0 tap gegn Breiðablik í Bestu-deild kvenna í dag. „Það var smá stress í liðinu fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við hristum það af okkur fannst mér við stjórna leiknum bara nokkuð vel. Bæði með og án bolta og við lokuðum á það sem Breiðablik vildi gera og við náðum að skapa okkur færi og hættu,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Þannig að ég var nokkuð brattur þegar við komum inn í hálfleikinn. En svo er það þetta fyrsta korter í seinni hálfleik sem er okkur dýrt. Fáum á okkur eitthvað sem er alltaf kallað aulamörk en mér fannst þetta vera meira svona frík-mörk. Skot af varnarmanni þar sem Mollee [Swift] er komin til hægri og boltinn fer vinstra megin við hana, svo er skorað úr horni og svo einn djúpur í gegn sem við vorum búin að ráða vel við. Þá var leikurinn farinn.“ „Þetta er svekkjandi því mer fannst liðið að mörgu leyti spila prýðilega,“ bætti Ólafur við. Hann segir einnig að þegar lið fær á sig þrjú mörk á tíu mínútna kafla sé erfitt að snúa taflinu við. „Þau koma svolítið hratt og þá er það spurning hvort við verðum að sýna meiri mótstöðu gegn því. En ég verð nú að segja að þegar þú færð á þig mark beint úr horni þá þarf maður aðeins að skoða hvernig það kemur. Við vitum að Agla [María Albertsdóttir] er góður spyrnumaður og markagráðug, en ég held að hún hafi ekki verið að reyna þetta.“ „Við bognuðum svolítið, en Breiðablik þurfti svosem bara að keyra þetta heim því við náðum illa að klóra í bakkann eftir 3-0.“ Eftir hálfgerða markaþurrð í upphafi móts hefur Þróttur verið að finna netmöskvana í meiri mæli í undanförnum leikjum í deild og bikar. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleik náði liðið þó ekki að skora í dag. „Það vantaði bara smá lukku með okkur í liði. Við fengum ágætis færi sem við þurfum bara að nýta. Kristrún [Rut Antonsdóttir] fær ágætis skot og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] á góðan skalla og svo vorum við með stöður sem voru góðar. Þetta er bara gamla sagan um það að lið sem eru skilvirk þau refsa, en við erum ekki alveg þar ennþá.“ Að lokum segir Ólafur liðið klárlega ekki vera á þeim stað sem vonast var eftir, enda hefur Þróttur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins. „Ég vonaðist auðvitað eftir fleiri stigum. En við þurfum bara að halda áfram og þessum sófa er kastað í fangið á okkur öllum og við verðum að flytja hann eitthvað áfram. Ég er búinn að tala um það og ég held áfram að tala um það að mér fannst þessi leikur vera þess eðlis að spilamennskan var að mörgu leyti fín. En við erum ekki að fá úrslit og það er sá múr sem við þurfum að brjóta.“ „Hvort sem það er að vinna 1-0 sigra, en þá þurfum við líka að verja markið okkar betur, að þá getum við farið að safna fleiri stigum. Ég fer að hætta að tala um góða frammistöðu ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Ólafur að lokum. Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira
„Það var smá stress í liðinu fyrstu tíu mínúturnar, en eftir að við hristum það af okkur fannst mér við stjórna leiknum bara nokkuð vel. Bæði með og án bolta og við lokuðum á það sem Breiðablik vildi gera og við náðum að skapa okkur færi og hættu,“ sagði Ólafur að leik loknum. „Þannig að ég var nokkuð brattur þegar við komum inn í hálfleikinn. En svo er það þetta fyrsta korter í seinni hálfleik sem er okkur dýrt. Fáum á okkur eitthvað sem er alltaf kallað aulamörk en mér fannst þetta vera meira svona frík-mörk. Skot af varnarmanni þar sem Mollee [Swift] er komin til hægri og boltinn fer vinstra megin við hana, svo er skorað úr horni og svo einn djúpur í gegn sem við vorum búin að ráða vel við. Þá var leikurinn farinn.“ „Þetta er svekkjandi því mer fannst liðið að mörgu leyti spila prýðilega,“ bætti Ólafur við. Hann segir einnig að þegar lið fær á sig þrjú mörk á tíu mínútna kafla sé erfitt að snúa taflinu við. „Þau koma svolítið hratt og þá er það spurning hvort við verðum að sýna meiri mótstöðu gegn því. En ég verð nú að segja að þegar þú færð á þig mark beint úr horni þá þarf maður aðeins að skoða hvernig það kemur. Við vitum að Agla [María Albertsdóttir] er góður spyrnumaður og markagráðug, en ég held að hún hafi ekki verið að reyna þetta.“ „Við bognuðum svolítið, en Breiðablik þurfti svosem bara að keyra þetta heim því við náðum illa að klóra í bakkann eftir 3-0.“ Eftir hálfgerða markaþurrð í upphafi móts hefur Þróttur verið að finna netmöskvana í meiri mæli í undanförnum leikjum í deild og bikar. Þrátt fyrir góð færi í fyrri hálfleik náði liðið þó ekki að skora í dag. „Það vantaði bara smá lukku með okkur í liði. Við fengum ágætis færi sem við þurfum bara að nýta. Kristrún [Rut Antonsdóttir] fær ágætis skot og Freyja [Karín Þorvarðardóttir] á góðan skalla og svo vorum við með stöður sem voru góðar. Þetta er bara gamla sagan um það að lið sem eru skilvirk þau refsa, en við erum ekki alveg þar ennþá.“ Að lokum segir Ólafur liðið klárlega ekki vera á þeim stað sem vonast var eftir, enda hefur Þróttur aðeins nælt í fjögur stig í fyrstu átta leikjum tímabilsins. „Ég vonaðist auðvitað eftir fleiri stigum. En við þurfum bara að halda áfram og þessum sófa er kastað í fangið á okkur öllum og við verðum að flytja hann eitthvað áfram. Ég er búinn að tala um það og ég held áfram að tala um það að mér fannst þessi leikur vera þess eðlis að spilamennskan var að mörgu leyti fín. En við erum ekki að fá úrslit og það er sá múr sem við þurfum að brjóta.“ „Hvort sem það er að vinna 1-0 sigra, en þá þurfum við líka að verja markið okkar betur, að þá getum við farið að safna fleiri stigum. Ég fer að hætta að tala um góða frammistöðu ef þetta heldur svona áfram,“ sagði Ólafur að lokum.
Besta deild kvenna Breiðablik Þróttur Reykjavík Mest lesið Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Enski boltinn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Fleiri fréttir Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Sjá meira