„Sést oft í Eyjum og á N1 mótinu en á kannski ekki að vera í fullorðinsfótbolta” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:38 Jóhann Kristinn var svekktur eftir tap dagsins. Vilhelm/Vísi „Ég er mjög ósáttur með hvernig við töpuðum þessum leik. Alltaf vont að tapa og frekar ósáttur hvernig við töpuðum þessum, það er bara þannig”, sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 3-0 tap gegn toppliði Breiðabliks á heimavelli í dag. Jóhann segir alls ekki góðan fótbolta hafa verið spilaðan í dag þrátt fyrir að hann hafi skánað í síðari hálfleik og kennir þar aðstæðum um en snjóað hefur á Akureyri alla vikuna sem gerði slæman völl enn verri. „Það var ekki góður fótbolti spilaður hér í dag sko, hvorugt liðið gerði það, það voru ekki aðstæður til þess. Því miður er þetta það sem við bjóðum upp á en góðu fréttirnar eru þær að það er langt í næsta heimaleik á þessum velli en við spiluðum betur í seinni hálfleik, ekki vegna þess hvernig Breiðablik var að spila, heldur vegna þess að við komum meira út úr skelinni sem ég er ósáttur með og var að tala við stelpurnar. Við verðum bara hreinlega að átta okkur á því að ef við ætlum að taka einhvern þátt í einvherri toppbaráttu verðum við að gera spilað almennilega við liðin sem eru í kringum okkur og núna fyrir ofan okkur, við verðum að vinna þá líka, við höfum sem betur fer annan kost á því í seinni umferðinni og mér fannst við sýna þeim leiðinlega mikla virðingu í fyrri hálfleik og fyrir vikið leit út fyrir að Breiðablik væri að eiga betur við aðstæður á okkar eigin heimavelli, og sérstaklega þeirra langbesti leikmaður sem er nú alinn upp á þessum velli, þannig ég er ósáttur við hvernig við töpum þessu.” Jóhann var ósáttur við fyrsta mark Blika þar sem boltinn endaði í netinu beint eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og sömuleiðis öðru markinu sem kom eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. „Við getum alltaf tapað en mér fannst þetta ekki gott og þær skora nú ekki fyrr en hérna í restina, ég veit ekki hvað mark eitt og tvö var, en þær skora í raun bara eitt mark þegar við erum farin að skvetta því upp og komið pláss á bak við en mark eitt og tvö er bara eitthvað sem sést oft í eyjum og N1 mótinu og svona en kannski á ekki að vera í fullorðinsfótbolta.” Nóg af leikjum er framundan hjá Þór/KA í deild og bikar en fimm leikmenn vantaði í liðið í dag sökum meiðsla og útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri. Verða þessir leikmenn til taks í næsta leik? „Við eigum fullt af leikmönnum og við verðum með 18 í leik á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt hvernig þetta er sett upp en við höfum núna tvo daga áður en við förum í ferðalag til Reykjavíkur að spila í bikarnum þannig við verðum með 18 á skýrslu þar.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Jóhann segir alls ekki góðan fótbolta hafa verið spilaðan í dag þrátt fyrir að hann hafi skánað í síðari hálfleik og kennir þar aðstæðum um en snjóað hefur á Akureyri alla vikuna sem gerði slæman völl enn verri. „Það var ekki góður fótbolti spilaður hér í dag sko, hvorugt liðið gerði það, það voru ekki aðstæður til þess. Því miður er þetta það sem við bjóðum upp á en góðu fréttirnar eru þær að það er langt í næsta heimaleik á þessum velli en við spiluðum betur í seinni hálfleik, ekki vegna þess hvernig Breiðablik var að spila, heldur vegna þess að við komum meira út úr skelinni sem ég er ósáttur með og var að tala við stelpurnar. Við verðum bara hreinlega að átta okkur á því að ef við ætlum að taka einhvern þátt í einvherri toppbaráttu verðum við að gera spilað almennilega við liðin sem eru í kringum okkur og núna fyrir ofan okkur, við verðum að vinna þá líka, við höfum sem betur fer annan kost á því í seinni umferðinni og mér fannst við sýna þeim leiðinlega mikla virðingu í fyrri hálfleik og fyrir vikið leit út fyrir að Breiðablik væri að eiga betur við aðstæður á okkar eigin heimavelli, og sérstaklega þeirra langbesti leikmaður sem er nú alinn upp á þessum velli, þannig ég er ósáttur við hvernig við töpum þessu.” Jóhann var ósáttur við fyrsta mark Blika þar sem boltinn endaði í netinu beint eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og sömuleiðis öðru markinu sem kom eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. „Við getum alltaf tapað en mér fannst þetta ekki gott og þær skora nú ekki fyrr en hérna í restina, ég veit ekki hvað mark eitt og tvö var, en þær skora í raun bara eitt mark þegar við erum farin að skvetta því upp og komið pláss á bak við en mark eitt og tvö er bara eitthvað sem sést oft í eyjum og N1 mótinu og svona en kannski á ekki að vera í fullorðinsfótbolta.” Nóg af leikjum er framundan hjá Þór/KA í deild og bikar en fimm leikmenn vantaði í liðið í dag sökum meiðsla og útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri. Verða þessir leikmenn til taks í næsta leik? „Við eigum fullt af leikmönnum og við verðum með 18 í leik á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt hvernig þetta er sett upp en við höfum núna tvo daga áður en við förum í ferðalag til Reykjavíkur að spila í bikarnum þannig við verðum með 18 á skýrslu þar.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Mest lesið Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Enski boltinn Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Íslandsmeistari í fimm ára keppnisbann Sport Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Fótbolti Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handbolti Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Enski boltinn Sænska landsliðið fordæmt fyrir að auglýsa megrunarlyf Sport „Ég ætla að brjóta á honum andlitið“ Sport Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira