„Sést oft í Eyjum og á N1 mótinu en á kannski ekki að vera í fullorðinsfótbolta” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:38 Jóhann Kristinn var svekktur eftir tap dagsins. Vilhelm/Vísi „Ég er mjög ósáttur með hvernig við töpuðum þessum leik. Alltaf vont að tapa og frekar ósáttur hvernig við töpuðum þessum, það er bara þannig”, sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 3-0 tap gegn toppliði Breiðabliks á heimavelli í dag. Jóhann segir alls ekki góðan fótbolta hafa verið spilaðan í dag þrátt fyrir að hann hafi skánað í síðari hálfleik og kennir þar aðstæðum um en snjóað hefur á Akureyri alla vikuna sem gerði slæman völl enn verri. „Það var ekki góður fótbolti spilaður hér í dag sko, hvorugt liðið gerði það, það voru ekki aðstæður til þess. Því miður er þetta það sem við bjóðum upp á en góðu fréttirnar eru þær að það er langt í næsta heimaleik á þessum velli en við spiluðum betur í seinni hálfleik, ekki vegna þess hvernig Breiðablik var að spila, heldur vegna þess að við komum meira út úr skelinni sem ég er ósáttur með og var að tala við stelpurnar. Við verðum bara hreinlega að átta okkur á því að ef við ætlum að taka einhvern þátt í einvherri toppbaráttu verðum við að gera spilað almennilega við liðin sem eru í kringum okkur og núna fyrir ofan okkur, við verðum að vinna þá líka, við höfum sem betur fer annan kost á því í seinni umferðinni og mér fannst við sýna þeim leiðinlega mikla virðingu í fyrri hálfleik og fyrir vikið leit út fyrir að Breiðablik væri að eiga betur við aðstæður á okkar eigin heimavelli, og sérstaklega þeirra langbesti leikmaður sem er nú alinn upp á þessum velli, þannig ég er ósáttur við hvernig við töpum þessu.” Jóhann var ósáttur við fyrsta mark Blika þar sem boltinn endaði í netinu beint eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og sömuleiðis öðru markinu sem kom eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. „Við getum alltaf tapað en mér fannst þetta ekki gott og þær skora nú ekki fyrr en hérna í restina, ég veit ekki hvað mark eitt og tvö var, en þær skora í raun bara eitt mark þegar við erum farin að skvetta því upp og komið pláss á bak við en mark eitt og tvö er bara eitthvað sem sést oft í eyjum og N1 mótinu og svona en kannski á ekki að vera í fullorðinsfótbolta.” Nóg af leikjum er framundan hjá Þór/KA í deild og bikar en fimm leikmenn vantaði í liðið í dag sökum meiðsla og útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri. Verða þessir leikmenn til taks í næsta leik? „Við eigum fullt af leikmönnum og við verðum með 18 í leik á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt hvernig þetta er sett upp en við höfum núna tvo daga áður en við förum í ferðalag til Reykjavíkur að spila í bikarnum þannig við verðum með 18 á skýrslu þar.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Sjá meira
Jóhann segir alls ekki góðan fótbolta hafa verið spilaðan í dag þrátt fyrir að hann hafi skánað í síðari hálfleik og kennir þar aðstæðum um en snjóað hefur á Akureyri alla vikuna sem gerði slæman völl enn verri. „Það var ekki góður fótbolti spilaður hér í dag sko, hvorugt liðið gerði það, það voru ekki aðstæður til þess. Því miður er þetta það sem við bjóðum upp á en góðu fréttirnar eru þær að það er langt í næsta heimaleik á þessum velli en við spiluðum betur í seinni hálfleik, ekki vegna þess hvernig Breiðablik var að spila, heldur vegna þess að við komum meira út úr skelinni sem ég er ósáttur með og var að tala við stelpurnar. Við verðum bara hreinlega að átta okkur á því að ef við ætlum að taka einhvern þátt í einvherri toppbaráttu verðum við að gera spilað almennilega við liðin sem eru í kringum okkur og núna fyrir ofan okkur, við verðum að vinna þá líka, við höfum sem betur fer annan kost á því í seinni umferðinni og mér fannst við sýna þeim leiðinlega mikla virðingu í fyrri hálfleik og fyrir vikið leit út fyrir að Breiðablik væri að eiga betur við aðstæður á okkar eigin heimavelli, og sérstaklega þeirra langbesti leikmaður sem er nú alinn upp á þessum velli, þannig ég er ósáttur við hvernig við töpum þessu.” Jóhann var ósáttur við fyrsta mark Blika þar sem boltinn endaði í netinu beint eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og sömuleiðis öðru markinu sem kom eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. „Við getum alltaf tapað en mér fannst þetta ekki gott og þær skora nú ekki fyrr en hérna í restina, ég veit ekki hvað mark eitt og tvö var, en þær skora í raun bara eitt mark þegar við erum farin að skvetta því upp og komið pláss á bak við en mark eitt og tvö er bara eitthvað sem sést oft í eyjum og N1 mótinu og svona en kannski á ekki að vera í fullorðinsfótbolta.” Nóg af leikjum er framundan hjá Þór/KA í deild og bikar en fimm leikmenn vantaði í liðið í dag sökum meiðsla og útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri. Verða þessir leikmenn til taks í næsta leik? „Við eigum fullt af leikmönnum og við verðum með 18 í leik á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt hvernig þetta er sett upp en við höfum núna tvo daga áður en við förum í ferðalag til Reykjavíkur að spila í bikarnum þannig við verðum með 18 á skýrslu þar.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fjórar breytingar hjá Íslandi: Löng bið Andreu á enda og tímamót hjá Glódísi Dramatík þegar Noregur komst á blað í Þjóðadeildinni ÍA fær Baldvin frá Fjölni Setur magnað met gegn Íslandi og Glódís upp fyrir Katrínu Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Sjá meira