„Sést oft í Eyjum og á N1 mótinu en á kannski ekki að vera í fullorðinsfótbolta” Árni Gísli Magnússon skrifar 8. júní 2024 19:38 Jóhann Kristinn var svekktur eftir tap dagsins. Vilhelm/Vísi „Ég er mjög ósáttur með hvernig við töpuðum þessum leik. Alltaf vont að tapa og frekar ósáttur hvernig við töpuðum þessum, það er bara þannig”, sagði Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA, eftir 3-0 tap gegn toppliði Breiðabliks á heimavelli í dag. Jóhann segir alls ekki góðan fótbolta hafa verið spilaðan í dag þrátt fyrir að hann hafi skánað í síðari hálfleik og kennir þar aðstæðum um en snjóað hefur á Akureyri alla vikuna sem gerði slæman völl enn verri. „Það var ekki góður fótbolti spilaður hér í dag sko, hvorugt liðið gerði það, það voru ekki aðstæður til þess. Því miður er þetta það sem við bjóðum upp á en góðu fréttirnar eru þær að það er langt í næsta heimaleik á þessum velli en við spiluðum betur í seinni hálfleik, ekki vegna þess hvernig Breiðablik var að spila, heldur vegna þess að við komum meira út úr skelinni sem ég er ósáttur með og var að tala við stelpurnar. Við verðum bara hreinlega að átta okkur á því að ef við ætlum að taka einhvern þátt í einvherri toppbaráttu verðum við að gera spilað almennilega við liðin sem eru í kringum okkur og núna fyrir ofan okkur, við verðum að vinna þá líka, við höfum sem betur fer annan kost á því í seinni umferðinni og mér fannst við sýna þeim leiðinlega mikla virðingu í fyrri hálfleik og fyrir vikið leit út fyrir að Breiðablik væri að eiga betur við aðstæður á okkar eigin heimavelli, og sérstaklega þeirra langbesti leikmaður sem er nú alinn upp á þessum velli, þannig ég er ósáttur við hvernig við töpum þessu.” Jóhann var ósáttur við fyrsta mark Blika þar sem boltinn endaði í netinu beint eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og sömuleiðis öðru markinu sem kom eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. „Við getum alltaf tapað en mér fannst þetta ekki gott og þær skora nú ekki fyrr en hérna í restina, ég veit ekki hvað mark eitt og tvö var, en þær skora í raun bara eitt mark þegar við erum farin að skvetta því upp og komið pláss á bak við en mark eitt og tvö er bara eitthvað sem sést oft í eyjum og N1 mótinu og svona en kannski á ekki að vera í fullorðinsfótbolta.” Nóg af leikjum er framundan hjá Þór/KA í deild og bikar en fimm leikmenn vantaði í liðið í dag sökum meiðsla og útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri. Verða þessir leikmenn til taks í næsta leik? „Við eigum fullt af leikmönnum og við verðum með 18 í leik á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt hvernig þetta er sett upp en við höfum núna tvo daga áður en við förum í ferðalag til Reykjavíkur að spila í bikarnum þannig við verðum með 18 á skýrslu þar.” Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Jóhann segir alls ekki góðan fótbolta hafa verið spilaðan í dag þrátt fyrir að hann hafi skánað í síðari hálfleik og kennir þar aðstæðum um en snjóað hefur á Akureyri alla vikuna sem gerði slæman völl enn verri. „Það var ekki góður fótbolti spilaður hér í dag sko, hvorugt liðið gerði það, það voru ekki aðstæður til þess. Því miður er þetta það sem við bjóðum upp á en góðu fréttirnar eru þær að það er langt í næsta heimaleik á þessum velli en við spiluðum betur í seinni hálfleik, ekki vegna þess hvernig Breiðablik var að spila, heldur vegna þess að við komum meira út úr skelinni sem ég er ósáttur með og var að tala við stelpurnar. Við verðum bara hreinlega að átta okkur á því að ef við ætlum að taka einhvern þátt í einvherri toppbaráttu verðum við að gera spilað almennilega við liðin sem eru í kringum okkur og núna fyrir ofan okkur, við verðum að vinna þá líka, við höfum sem betur fer annan kost á því í seinni umferðinni og mér fannst við sýna þeim leiðinlega mikla virðingu í fyrri hálfleik og fyrir vikið leit út fyrir að Breiðablik væri að eiga betur við aðstæður á okkar eigin heimavelli, og sérstaklega þeirra langbesti leikmaður sem er nú alinn upp á þessum velli, þannig ég er ósáttur við hvernig við töpum þessu.” Jóhann var ósáttur við fyrsta mark Blika þar sem boltinn endaði í netinu beint eftir fyrirgjöf frá Öglu Maríu og sömuleiðis öðru markinu sem kom eftir mikinn atgang inn á teignum eftir hornspyrnu. „Við getum alltaf tapað en mér fannst þetta ekki gott og þær skora nú ekki fyrr en hérna í restina, ég veit ekki hvað mark eitt og tvö var, en þær skora í raun bara eitt mark þegar við erum farin að skvetta því upp og komið pláss á bak við en mark eitt og tvö er bara eitthvað sem sést oft í eyjum og N1 mótinu og svona en kannski á ekki að vera í fullorðinsfótbolta.” Nóg af leikjum er framundan hjá Þór/KA í deild og bikar en fimm leikmenn vantaði í liðið í dag sökum meiðsla og útskriftarferðar Menntaskólans á Akureyri. Verða þessir leikmenn til taks í næsta leik? „Við eigum fullt af leikmönnum og við verðum með 18 í leik á þriðjudaginn. Það er ótrúlegt hvernig þetta er sett upp en við höfum núna tvo daga áður en við förum í ferðalag til Reykjavíkur að spila í bikarnum þannig við verðum með 18 á skýrslu þar.”
Besta deild kvenna Þór Akureyri KA Breiðablik Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira