Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Í október síðast liðnum mælti ég fyrir frumvarpi þess efnis að hækkun bæði elli- og örorkulífeyris um hver áramót taki framvegis mið af launavísitölu í stað vísitölu neysluverðs og áætlunar um launaþróun. Ef verðlag hækkar umfram laun verður hins vegar áfram miðað við vísitölu neysluverðs. Skoðun 20. nóvember 2025 15:17
Vill svara ESB með tollahækkun Þingmenn Framsóknar virðast boða nokkurs konar tollastríð við Evrópusambandið í þingsályktunartillögu sem þeir hyggjast leggja fram en hún er sögð fela í sér tollahækkun á innflutt matvæli. Fjármálaráðherra hafnar hugmyndinni og segir Íslendinga eiga allt undir í frjálsum viðskiptum. Innlent 20. nóvember 2025 12:39
Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Alls voru 67.890 erlendir ríkisborgara búsettir eða með dvalarleyfi á Íslandi árið 2024. Þar af voru 46.186 erlendir ríkisborgarar með ríkisfang í EES/EFTA ríki. Innlent 20. nóvember 2025 08:49
Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Þetta voru meðal þeirra óábyrgu orða sem ómuðu um þingsal daginn sem fréttir bárust um verndartolla á Ísland og Noreg. Skoðun 20. nóvember 2025 07:48
Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Forsætisráðherra hyggst breyta lögum um laun handhafa forsetavalds svo hver um sig fái hundrað þúsund krónur ár hvert í stað þess að hver fái þriðjung af launum forseta. Einnig er lagt til að forseti fái að ráða sér sérstakan aðstoðarmann án auglýsingar. Innlent 19. nóvember 2025 23:01
Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Sviðsstjóri hjá Ríkisendurskoðun hefur höfðað mál á hendur embættinu vegna ákvörðunar ríkisendurskoðanda um að færa hann til í starfi. Málið er höfðað hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Innlent 19. nóvember 2025 21:09
Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Forsætisnefnd Alþingis hefur borist formlegt erindi um mannauðsmál Ríkisendurskoðunar. Bryndís Haraldsdóttir, 1. varaforseti þingsins, staðfestir í samtali við fréttastofu að málið og gögnin séu komin til nefndarinnar. Málið sé nú á borði forseta þingsins. Innlent 19. nóvember 2025 18:05
Skaut föstum skotum á seðlabankastjóra Ásthildur Lóa Þórisdóttir, þingmaður Flokks fólksins, gagnrýndi lækkun Seðlabanka Íslands á stýrivöxtunum. Hún sagði lækkunin aumingjalega í samanburði við útgjöld sem Seðlabankinn fór í vegna breytinga á húsnæði þeirra. Innlent 19. nóvember 2025 16:55
Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Sjávarútvegsfyrirtækin Brim og Síldarvinnslan voru á meðal stærstu fjárhagslegu bakhjarla Viðreisnar í fyrra. Ráðherra flokksins lagði fram frumvarp um hækkun veiðigjalds sem varð að lögum undir hörðum mótmælum hagsmunaaðila í sjávarútvegi fyrr á þessu ári. Innlent 19. nóvember 2025 13:30
Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir furðu sæta að umræðan frá ríkisstjórninni í dag hafi verið á þann veg að hlaupa eigi á harðahlaupum í Evrópusambandið, sem hún líkir við glæpamann. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, segir að verndartollar Evrópusambandsins marki vatnaskil í samskiptum EES þjóðanna við ESB. Innlent 18. nóvember 2025 20:29
Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Forsætisráðherra segir tíðindi dagsins í tollamálum vera mikil vonbrigði en að varnarsigur hafi þó unnist. Þrátt fyrir að efnahagslegt tjón af verndarráðstöfunum vegna kísiljárns verði lítið, ef nokkuð, hafi prinsipp EES-samningsins verið þverbrotin. Öll samtöl við ráðamenn Evrópusambandsríkja bendi til þess að aðgerðirnar séu ekki forsmekkur að því sem koma skal. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 17:23
„ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit með því að staðfesta ákvörðun um verndartolla á kísilmálm þar sem Ísland og Noregur fá enga undanþágu,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, við upphaf þingfundar dagsins. Viðskipti innlent 18. nóvember 2025 14:23
Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Fylgismenn Fjarðarheiðarganga hafa náð að safna fleiri undirskriftum en fylgismenn Fjarðaganga í ákafri keppni í söfnun undirskrifta sem stendur núna yfir á Austurlandi. Þar takast á stuðningshópar tveggja mismunandi jarðgangakosta í fjórðungnum. Innlent 17. nóvember 2025 21:21
Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Mennta- og barnamálaráðherra vill hækka aldurstakmark á samfélagsmiðlum á Íslandi. Þetta kom fram í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um áhrif samfélagsmiðla á börn og ungmenni. Innlent 17. nóvember 2025 20:15
Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Forseti Alþingis hefur farið þess á leit við fjárlaganefnd að nefndin veiti embætti ríkislögreglustjóra fjárveitingu í samræmi við kostnaðarmat, 154 milljónir króna á ári, til að annast löggæslu á Alþingi allan sólarhringinn. Núverandi fjárveiting til embættisins nemur fjörutíu milljónum króna. Innlent 17. nóvember 2025 13:15
Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Lagt er til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað í þingsályktunartillögu sem Framsóknarmenn ætla að mæla fyrir á Alþingi á næstunni. Reglur miðlanna taka á engan hátt mið af því hversu skaðlegt efnið getur verið börnum, segir varaþingmaður Framsóknar og sviðsstjóri hjá Netvís. Innlent 17. nóvember 2025 13:07
Heldur málþófið áfram? Átakalínur íslenskra stjórnmála hafa sjaldan orðið ljósari en í átökunum á Alþingi um veiðigjaldið. Þegar almannahagsmunir höfðu loksins betur gegn sérhagsmununum þó aðeins væri um áfangasigur að ræða. Skoðun 17. nóvember 2025 12:32
Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Áköf keppni eru hafin í söfnun undirskrifta milli stuðningsmanna tveggja mismunandi jarðgangakosta á Austurlandi, annarsvegar Fjarðarheiðarganga og hinsvegar Fjarðaganga. Samtímis býður Vegagerðin út verkhönnun Fljótaganga, jarðganga á Norðurlandi, sem gæti bent til þess að þau verði næst í röðinni og tekin fram fyrir göng á Austfjörðum. Innlent 15. nóvember 2025 20:10
Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Þingmaður segir mikilvægt að tryggja að æðstu ráðamenn landsins fari ekki beint í störf innan Evrópusambandsins gangi Ísland í sambandið. Dæmi séu um að erlendir ráðamenn lendi í klandri fyrir svipaðar tilfærslur. Innlent 15. nóvember 2025 19:40
Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Þingflokkar á Alþingi hafa nú tilnefnt talsmenn fatlaðs fólks í samræmi við samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks sem lögfestur var í vikunni. Talsmennirnir fengu fræðslu um samninginn í dag, heyrðu reynslusögur fatlaðs fólks og kynntust reynsluheimi þeirra. Innlent 14. nóvember 2025 21:02
Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Varaformaður Miðflokksins hafnar því að hugmyndir hans um áhrif fjölgunar innflytjenda á Íslandi sé rasísk samsæriskenning heldur byggi þær á „tölfræðilegum staðreyndum“. Prófessor í stjórnmálafræði segir málflutning varaformannsins augljóst dæmi um að byrjað sé að daðra við samsæriskenninguna í íslenskum stjórnmálum. Innlent 14. nóvember 2025 06:46
Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Innviðaráðherra segir stefnt að því að framkvæmdir við næstu jarðgöng á Íslandi hefjist árið 2027. Ráðherranum voru í dag afhentar yfir tvö þúsund undirskriftir þar sem skorað er á stjórnvöld að taka svokölluð Fjarðagöng á Mið-Austurlandi fram yfir Fjarðarheiðargöng til Seyðisfjarðar. Innlent 13. nóvember 2025 22:43
Fólk komi vonandi sjaldnar með dýr í neyð Dýrahjálp Íslands fagnar lagabreytingu sem gerir gæludýraeigendum kleift að flytja með dýr sín í fjölbýli án þess að þurfa samþykki nágranna sinna í húsinu. Því fylgi oft mikil sorg þegar fólk flytur á milli staða og þarf að skilja dýrin eftir. Innlent 13. nóvember 2025 16:03
Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var lögfestur á Alþingi í dag með atkvæðum þingmanna allra flokka á Alþingi nema Miðflokksins sem sátu hjá. Margir þingmenn stigu í pontu til að gera grein fyrir atkvæði sínu fulltrúar úr röðum hagsmunasamtaka fatlaðs fólks fjölmenntu á þingpallana til að fylgjast með atkvæðagreiðslunni og fögnuðu þegar frumvarpið varð að lögum. Innlent 12. nóvember 2025 21:00
Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Hunda- og kattahald er nú leyft í fjölbýli og samþykki annarra eigenda ekki lengur skilyrði fyrir dýrahaldinu þar sem Alþingi hefur nú samþykkt frumvarp Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, um breytingu á lögum um fjöleignarhús. Innlent 12. nóvember 2025 18:43
Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Alþingi hefur lögfest frumvarp félags- og húsnæðismála um lögfestingu um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Með samningnum er komið í veg fyrir mismunun á grundvelli fötlunar. Innlent 12. nóvember 2025 16:53
Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Allar líkur eru á því að Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks verði lögfestur á Alþingi í dag. Aðstoðarmaður barnamálaráðherra og fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar lagði málið fyrst fram árið 2019 en hann segir að dagurinn sé stór í mannréttindasögu Íslands. Innlent 12. nóvember 2025 13:29
Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Fjórum frumvörpum til laga var vísað til nefndar í kjölfar fyrstu umræðu á þingfundi Alþingis í dag. Þar á meðal er frumvarp dómsmálaráðherra um brottfararstöð og frumvarp menntamálaráðherra um síma í grunnskólum. Innlent 11. nóvember 2025 23:59
Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Flokkur fólksins varði sjötíu milljónum króna í Alþingiskosningarnar 2024 samkvæmt nýjasta ársreikningi. Þar af fóru 55 milljónir í auglýsingar. Flokkurinn varði að minnsta kosti ellefu milljónum í auglýsingar hjá Meta í fyrra, samkvæmt gögnum frá tæknirisanum. Innlent 11. nóvember 2025 20:24
Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þingmenn stjórnarandstöðunnar létu í ljós óánægju sína með vinnubrögð stjórnarliða í velferðarnefnd á Alþingi í dag. Frumvarp um lögfestingu samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var afgreitt út úr velferðarnefnd í morgun, án þess að stjórnarandstöðuflokkarnir gætu komið sínum sjónarmiðum á framfæri. Innlent 10. nóvember 2025 20:27