Stór mál standa enn út af Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. desember 2025 14:44 Afgreiða þarf frumvarpið um kílómetragjald fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir. Vísir/Anton Stór mál standa enn út af á Alþingi nú þegar einungis þrír þingfundir eru eftir á árinu, samkvæmt starfsáætlun. Formaður Sjálfstæðisflokksins biðlar til ríkisstjórnar um að hætta að hækka skatta. Þétt dagskrá er fram undan á Alþingi í dag og raunar næstu daga. Samkvæmt starfsáætlun ætti síðasti fundardagur fyrir áramót að vera á miðvikudag en líklegt má telja að fundað verði lengur í ljósi þess að nokkur stór mál standa enn út af. Á dagskrá þingsins í dag er meðal annars önnur umræða um bandorminn svokallaða, og atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um kílómetragjald á ökutæki. Þá á enn eftir að afgreiða fjárlög en þau eru ekki á dagskrá þingsins í dag. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun lýsti Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjum af skattahækkunum sem dynji á landsmönnum eftir áramót, meðal annars í formi kílómetragjalds og breyttu vörugjaldi nýrra bíla sem eiga að skila ríkissjóði auknum tekjum. Hver einasti íbúi, hver einasta fjölskylda, hvert einasta heimili, mun finna áþreifanlega fyrir því. Það verður nefnilega minna í buddunni. Minna til skiptanna. Hættið þið bara að hækka skatta á almenning í landinu,“ sagði Guðrún. Ekki um skattahækkanir að ræða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ekki um skattahækkanir að ræða - heldur breytingar á gjöldum. Þá hafi kílómetragjaldið verið lengi í undirbúningi, allt frá tíð síðustu ríkisstjórnar. „Vegna þess að vitað var að það væri ekki hægt að standa undir viðhaldi á vegakerfi landsins nema eitthvað kerfi kæmi í stað olíugjaldakerfisins sem var við það að hrynja. Þetta veit háttvirtur þingmaður vel. En það er mjög vinsælt og mjög gaman að vera í minnihluta og bakka með allar ábyrgar tillögur vegna þess að maður þarf ekki lengur að svara fyrir þær, “ sagði Kristrún. Afgreiða þarf frumvarpið fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir en lög um kílómetragjald eiga að taka gildi 1. janúar næstkomandi. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira
Þétt dagskrá er fram undan á Alþingi í dag og raunar næstu daga. Samkvæmt starfsáætlun ætti síðasti fundardagur fyrir áramót að vera á miðvikudag en líklegt má telja að fundað verði lengur í ljósi þess að nokkur stór mál standa enn út af. Á dagskrá þingsins í dag er meðal annars önnur umræða um bandorminn svokallaða, og atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um kílómetragjald á ökutæki. Þá á enn eftir að afgreiða fjárlög en þau eru ekki á dagskrá þingsins í dag. Í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun lýsti Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Sjálfstæðisflokksins áhyggjum af skattahækkunum sem dynji á landsmönnum eftir áramót, meðal annars í formi kílómetragjalds og breyttu vörugjaldi nýrra bíla sem eiga að skila ríkissjóði auknum tekjum. Hver einasti íbúi, hver einasta fjölskylda, hvert einasta heimili, mun finna áþreifanlega fyrir því. Það verður nefnilega minna í buddunni. Minna til skiptanna. Hættið þið bara að hækka skatta á almenning í landinu,“ sagði Guðrún. Ekki um skattahækkanir að ræða Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði ekki um skattahækkanir að ræða - heldur breytingar á gjöldum. Þá hafi kílómetragjaldið verið lengi í undirbúningi, allt frá tíð síðustu ríkisstjórnar. „Vegna þess að vitað var að það væri ekki hægt að standa undir viðhaldi á vegakerfi landsins nema eitthvað kerfi kæmi í stað olíugjaldakerfisins sem var við það að hrynja. Þetta veit háttvirtur þingmaður vel. En það er mjög vinsælt og mjög gaman að vera í minnihluta og bakka með allar ábyrgar tillögur vegna þess að maður þarf ekki lengur að svara fyrir þær, “ sagði Kristrún. Afgreiða þarf frumvarpið fyrir áramót eigi áform ríkisstjórnarinnar að ganga eftir en lög um kílómetragjald eiga að taka gildi 1. janúar næstkomandi.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Kílómetragjald Skattar, tollar og gjöld Fjárlagafrumvarp 2026 Mest lesið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Erlent Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Innlent Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Erlent 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Innlent Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Innlent Segir Trump ekki reiðan Íslandi Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Fleiri fréttir Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Sjá meira