„Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Árni Sæberg skrifar 16. desember 2025 15:51 Kristrún og Guðlaugur Þór tókust á í þinginu í dag. Vísir Þingmenn héldu áfram að takast á um bandorminn svokallaða í þinginu í dag en aðrar umræður hafa nú staðið í vel á annan tug klukkustunda. Það þýðir að aðrar umræður eru orðnar lengri en aðrar umræður um bandorma síðustu tíu þinga á undan, samanlagt. Þetta setti forsætisráðherra út á og sagði greinilegt að máli skipti hvort fólk væri í meiri- eða minnihluta þegar það ræddi hagstjórnarmál. „Yfirlætisráðherra“ kallaði þingmaður Sjálfstæðisflokksins hann fyrir vikið. „Það virðist skipta máli hver er við völd, miðað við hvernig umræðan er. Þessi umræða bandorms hefur verið á bilinu ein til þrjár klukkustundir, önnur umræða síðustu tíu ára. Minnihlutinn hefur haldið uppi sautján klukkustunda umræðu. Það er allt í efsta stigi, það er allt hér í efsta stigi,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í ræðu sinnu um atkvæðagreiðslu í annarri umræðu um bandorminn. Gjaldahækkanir síðustu ríkisstjórnar séu nú skattahækkanir á venjulegt fólk Þingmenn minnihlutans töluðu um skatta á venjulegt fólk þegar um væri að ræða gjaldahækkanir, sem væru í takt við margar af þeim gjaldahækkunum sem síðasta ríkisstjórn hefði sjálf verið með. Minnihlutinn virtist ekki einu sinni geta kannast við bifreiðagjaldaáætlanir, sem væru búnar að vera í vinnslu í fjármálaráðuneyti um áraraðir. „Gott og vel, fólk er í minnihluta. Fólk getur hlegið, verið í efsta stigi, verið með alls konar orð, en það liggur alveg fyrir að það virðist skipta máli hverjir sitja hvoru megin, hvort fólk getur kannast við það hvað fylgir því að sýna ábyrgð í ríkisrekstri og nú vitum við það bara. að það er eitt að vera í minnihluta og annað að vera í meirihluta, því fólk getur ekki haldið ábyrgð sinni eftir að það missir völdin,“ sagði Kristrún. „Hæstvirtur yfirlætisráðherra“ Að lokinni ræðu Eyjólfs Ármannsson innviðaráðherra, þar sem hann beindi því til minnihlutans „í guðanna bænum“ að gera betur í stjórnarandstöðu, steig Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól öðru sinni. „Virðulegi forseti. Það kom að því að hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefið, hæstvirtur forsætisráðherra, kom hér og tala aðeins yfir þingheimi,“ sagði hann, að því er virðist við litla hrifningu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis. Þá rifjaði hann upp orð Kristrúnar þegar hún var sjálf í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. „Eigum við að segja hvað hæstvirtur, þá háttvirtur, leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði um krónutöluskattana? Eigum við að rifja það upp? „Árás á tekjulægsta fólkið, árás á tekjulægsta fólkið!“ Hvað er það núna? Bara sjálfsagt og hún skilur ekkert af hverju allir eru að tuða yfir þessu.“ Sleppi aðhaldinu Þá hefði Kristrún sagt þegar hún var í stjórnarandstöðu að Seðlabankinn væri einn í baráttunni við verðbólguna og kallað eftir aðhaldi og ábyrgð í ríkisfjármálum. „Nú kemur hæstvirtur forsætisráðherra og bara sleppir aðhaldinu, bara sleppir því og talar síðan yfir fólki hér með ótrúlegu yfirlæti.“ Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira
„Það virðist skipta máli hver er við völd, miðað við hvernig umræðan er. Þessi umræða bandorms hefur verið á bilinu ein til þrjár klukkustundir, önnur umræða síðustu tíu ára. Minnihlutinn hefur haldið uppi sautján klukkustunda umræðu. Það er allt í efsta stigi, það er allt hér í efsta stigi,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra í ræðu sinnu um atkvæðagreiðslu í annarri umræðu um bandorminn. Gjaldahækkanir síðustu ríkisstjórnar séu nú skattahækkanir á venjulegt fólk Þingmenn minnihlutans töluðu um skatta á venjulegt fólk þegar um væri að ræða gjaldahækkanir, sem væru í takt við margar af þeim gjaldahækkunum sem síðasta ríkisstjórn hefði sjálf verið með. Minnihlutinn virtist ekki einu sinni geta kannast við bifreiðagjaldaáætlanir, sem væru búnar að vera í vinnslu í fjármálaráðuneyti um áraraðir. „Gott og vel, fólk er í minnihluta. Fólk getur hlegið, verið í efsta stigi, verið með alls konar orð, en það liggur alveg fyrir að það virðist skipta máli hverjir sitja hvoru megin, hvort fólk getur kannast við það hvað fylgir því að sýna ábyrgð í ríkisrekstri og nú vitum við það bara. að það er eitt að vera í minnihluta og annað að vera í meirihluta, því fólk getur ekki haldið ábyrgð sinni eftir að það missir völdin,“ sagði Kristrún. „Hæstvirtur yfirlætisráðherra“ Að lokinni ræðu Eyjólfs Ármannsson innviðaráðherra, þar sem hann beindi því til minnihlutans „í guðanna bænum“ að gera betur í stjórnarandstöðu, steig Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í ræðustól öðru sinni. „Virðulegi forseti. Það kom að því að hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefið, hæstvirtur forsætisráðherra, kom hér og tala aðeins yfir þingheimi,“ sagði hann, að því er virðist við litla hrifningu Þórunnar Sveinbjarnardóttur, forseta Alþingis. Þá rifjaði hann upp orð Kristrúnar þegar hún var sjálf í stjórnarandstöðu á síðasta kjörtímabili. „Eigum við að segja hvað hæstvirtur, þá háttvirtur, leiðtogi stjórnarandstöðunnar sagði um krónutöluskattana? Eigum við að rifja það upp? „Árás á tekjulægsta fólkið, árás á tekjulægsta fólkið!“ Hvað er það núna? Bara sjálfsagt og hún skilur ekkert af hverju allir eru að tuða yfir þessu.“ Sleppi aðhaldinu Þá hefði Kristrún sagt þegar hún var í stjórnarandstöðu að Seðlabankinn væri einn í baráttunni við verðbólguna og kallað eftir aðhaldi og ábyrgð í ríkisfjármálum. „Nú kemur hæstvirtur forsætisráðherra og bara sleppir aðhaldinu, bara sleppir því og talar síðan yfir fólki hér með ótrúlegu yfirlæti.“
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Alþingi Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Árekstur á Álftanesvegi Innlent Fleiri fréttir „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Sjá meira