Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Árni Sæberg skrifar 16. desember 2025 11:29 Guðlaugi Þór líst ekkert á nýjan samning um makrílveiðar. Vísir/Anton Brink Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að prinsippum sem Íslendingar hafi alla tíð staðið fyrir hafi verið fórnað með samningi um makrílveiðar, sem íslensk stjórnvöld skrifuðu undir í morgun. Þá spyr hann hvort þingsköpum hafi verið kippt úr sambandi við gerð samningsins, þar sem fjárlaganefnd hafi ekkert veður fengið af honum fyrr en í morgun. Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Ísland fær 12,5 prósent af heildarkvótanum samkvæmt samkomulaginu, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Íslensk makrílskip geta veitt sextíu prósent af kvóta sínum í norskri lögsögu og þrjátíu prósent í færeyskri. Skiljum Grænlendinga eftir á köldum klaka Þetta gerði Guðlaugur Þór að umræðuefni sínu undir liðnum störf þingsins á fundi Alþingis í morgun. 3213213 „Hvað er í þessu samkomulagi? Við ætlum ekki að fara eftir vísindaleg ráðgjöf. Við erum hér að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir alltaf, alltaf! Þangað til núna. Við skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka, við höfum alltaf, alltaf mótmælt þeim vinnubrögðum,“ sagði hann. Fáum minna en áður Þá sagði hann að samkomulagið fæli í sér að Íslendingar fái minni bita af makrílkökunni en áður, minni en Færeyingar, þrátt fyrir að engin rök væru fyrir því. Þar tekur hann undir með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem finna samkomulaginu flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórna hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. „Til hvers var barist? Þetta er búið að vera barátta í áratugi fyrir því að við séum að standa fyrir því sem við Íslendingar höfum staðið fyrir, fyrir sjálfbærum veiðum og að við fáum réttlátan hlut þegar samið er um flökkustofna. Ég spyr, virðulegi forseti, ég vil fá að vita hvernig fór samráðið fram við háttvirta utanríkismálanefnd? Er það svo að það sé búið að taka öll þingsköpin úr sambandi? Því að ekki, virðulegi forseti, fáum við upplýsingar sem við eigum rétt á í háttvirtri fjárlaganefnd. Virðulegur forseti, þetta er stórt mál, það liggur fyrir að þetta mun veikja Ísland, þetta mun veikja íslenskan sjávarútveg og hér erum við að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir,“ sagði Guðlaugur Þór. Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Grænland Makrílveiðar Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira
Fulltrúar Íslands, Noregs, Bretlands og Færeyja skrifuðu undir samkomulag um skiptingu og stjórn makrílsstofnsins í morgun. Þetta er í fyrsta skipti sem íslensk stjórnvöld gangast undir samkomulag um makríl frá því að veiðar á honum hófust í lögsögunni árið 2007. Ísland fær 12,5 prósent af heildarkvótanum samkvæmt samkomulaginu, að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Íslensk makrílskip geta veitt sextíu prósent af kvóta sínum í norskri lögsögu og þrjátíu prósent í færeyskri. Skiljum Grænlendinga eftir á köldum klaka Þetta gerði Guðlaugur Þór að umræðuefni sínu undir liðnum störf þingsins á fundi Alþingis í morgun. 3213213 „Hvað er í þessu samkomulagi? Við ætlum ekki að fara eftir vísindaleg ráðgjöf. Við erum hér að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir alltaf, alltaf! Þangað til núna. Við skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka, við höfum alltaf, alltaf mótmælt þeim vinnubrögðum,“ sagði hann. Fáum minna en áður Þá sagði hann að samkomulagið fæli í sér að Íslendingar fái minni bita af makrílkökunni en áður, minni en Færeyingar, þrátt fyrir að engin rök væru fyrir því. Þar tekur hann undir með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi, sem finna samkomulaginu flest til foráttu. Þau saka utanríkisráðherra um að fórna hagsmunum Íslands og færa grannþjóðum veruleg íslensk verðmæti „að ósekju“. „Til hvers var barist? Þetta er búið að vera barátta í áratugi fyrir því að við séum að standa fyrir því sem við Íslendingar höfum staðið fyrir, fyrir sjálfbærum veiðum og að við fáum réttlátan hlut þegar samið er um flökkustofna. Ég spyr, virðulegi forseti, ég vil fá að vita hvernig fór samráðið fram við háttvirta utanríkismálanefnd? Er það svo að það sé búið að taka öll þingsköpin úr sambandi? Því að ekki, virðulegi forseti, fáum við upplýsingar sem við eigum rétt á í háttvirtri fjárlaganefnd. Virðulegur forseti, þetta er stórt mál, það liggur fyrir að þetta mun veikja Ísland, þetta mun veikja íslenskan sjávarútveg og hér erum við að fórna prinsippum sem við Íslendingar höfum alltaf staðið fyrir,“ sagði Guðlaugur Þór.
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjávarútvegur Grænland Makrílveiðar Mest lesið Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Innlent Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Sjá meira