Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar 30. janúar 2026 11:47 Deiliskipulag Borgarlínu um Suðurlandsbraut felur í sér eina stærstu samgönguframkvæmd í Reykjavík á síðari árum. Um er að ræða róttækar breytingar á fjölförnustu stofnbraut borgarinnar, með áhrifum á umferð, umhverfi, aðgengi, bílastæði, atvinnustarfsemi og daglegt líf fjölda fólks. Þrátt fyrir þetta liggur ekki fyrir sjálfstætt mat á umhverfisáhrifum deiliskipulags Borgarlínu um Suðurlandsbraut. Vissulega hefur verið unnið umhverfismat fyrir fyrstu lotu Borgarlínu í heild, og það hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun. En það mat er almennt og yfirgripsmikið, ekki sértækt fyrir Suðurlandsbraut sem einstakt og viðkvæmt áhrifasvæði. Umhverfismat á korti nægir engan veginn Það er grundvallarmunur á því að meta heildarhugmynd á korti og því að meta raunveruleg áhrif framkvæmda á tiltekið svæði þar sem tugir fyrirtækja reiða sig á aðgengi, bílastæði og umferðarflæði til að halda starfsemi gangandi. Það sem sérstaklega vantar er ítarlegt mat á áhrifum á framkvæmdatíma. Framkvæmdir við Borgarlínu munu standa yfir árum saman. Á þeim tíma munu akreinar lokast, umferð dragast verulega saman, bílastæðum fækka og aðgengi að fyrirtækjum skerðast. Slíkt hefur bein áhrif á tekjur, rekstur og verðmæti fasteigna á áhrifasvæðinu. Draga þarf fram heildaráhrifin Í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram er ekki að finna fullnægjandi greiningu á þessum áhrifum, né skýra áætlun um mótvægisaðgerðir eða sanngjarna skiptingu byrða. Það er ekki smávægilegt atriði, þetta er raunverulegur samfélagskostnaður sem lendir ekki aðeins á fasteignaeigendum og atvinnurekendum við Suðurlandsbraut, heldur öllum sem um svæðið fara. Umhverfismat er ekki formsatriði og ekki hindrun. Það er tæki til að upplýsa ákvarðanir, bera saman valkosti og draga úr skaða áður en óafturkræfar ákvarðanir eru teknar. Að reyna að komast undan því í svona stóru máli er ekki fagleg ákvörðun, heldur pólitísk. Rík ábyrgð Skipulagsstofnunar Ef niðurstaðan er sú að deiliskipulagið þurfi ekki að fara í umhverfismat, þá á sú ákvörðun að liggja fyrir formlega og með rökstuðningi. Það hefur ekki verið gert með skýrum hætti. Skipulagsstofnun er ekki stætt á að líta undan. Niðurstaðan er einföld: Deiliskipulag Borgarlínu um Suðurlandsbraut á að fara í sjálfstætt og ítarlegt umhverfismat. Ekki til að tefja verkefnið, heldur til að draga fram með óyggjandi hætti hvaða afleiðingar þessar tröllauknu framkvæmdir munu hafa á umhverfið í heild sinni. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi Sjálfstæðismanna í Grafarvogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Skipulag á að þjóna fólki, ekki pólitískum prinsippum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Eru íþróttamenn heimskir? Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Að grípa fólk í tíma – forvarnir sem virka á vinnumarkaði Guðrún Rakel Eiríksdóttir skrifar Skoðun Áhrif mín á daglegt líf og störf Stefáns Eiríkssonar Eyrún Magnúsdóttir skrifar Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Árangur byrjar í starfsmannahópnum Jana Katrín Knútsdóttir skrifar Sjá meira
Deiliskipulag Borgarlínu um Suðurlandsbraut felur í sér eina stærstu samgönguframkvæmd í Reykjavík á síðari árum. Um er að ræða róttækar breytingar á fjölförnustu stofnbraut borgarinnar, með áhrifum á umferð, umhverfi, aðgengi, bílastæði, atvinnustarfsemi og daglegt líf fjölda fólks. Þrátt fyrir þetta liggur ekki fyrir sjálfstætt mat á umhverfisáhrifum deiliskipulags Borgarlínu um Suðurlandsbraut. Vissulega hefur verið unnið umhverfismat fyrir fyrstu lotu Borgarlínu í heild, og það hefur verið staðfest af Skipulagsstofnun. En það mat er almennt og yfirgripsmikið, ekki sértækt fyrir Suðurlandsbraut sem einstakt og viðkvæmt áhrifasvæði. Umhverfismat á korti nægir engan veginn Það er grundvallarmunur á því að meta heildarhugmynd á korti og því að meta raunveruleg áhrif framkvæmda á tiltekið svæði þar sem tugir fyrirtækja reiða sig á aðgengi, bílastæði og umferðarflæði til að halda starfsemi gangandi. Það sem sérstaklega vantar er ítarlegt mat á áhrifum á framkvæmdatíma. Framkvæmdir við Borgarlínu munu standa yfir árum saman. Á þeim tíma munu akreinar lokast, umferð dragast verulega saman, bílastæðum fækka og aðgengi að fyrirtækjum skerðast. Slíkt hefur bein áhrif á tekjur, rekstur og verðmæti fasteigna á áhrifasvæðinu. Draga þarf fram heildaráhrifin Í þeim gögnum sem lögð hafa verið fram er ekki að finna fullnægjandi greiningu á þessum áhrifum, né skýra áætlun um mótvægisaðgerðir eða sanngjarna skiptingu byrða. Það er ekki smávægilegt atriði, þetta er raunverulegur samfélagskostnaður sem lendir ekki aðeins á fasteignaeigendum og atvinnurekendum við Suðurlandsbraut, heldur öllum sem um svæðið fara. Umhverfismat er ekki formsatriði og ekki hindrun. Það er tæki til að upplýsa ákvarðanir, bera saman valkosti og draga úr skaða áður en óafturkræfar ákvarðanir eru teknar. Að reyna að komast undan því í svona stóru máli er ekki fagleg ákvörðun, heldur pólitísk. Rík ábyrgð Skipulagsstofnunar Ef niðurstaðan er sú að deiliskipulagið þurfi ekki að fara í umhverfismat, þá á sú ákvörðun að liggja fyrir formlega og með rökstuðningi. Það hefur ekki verið gert með skýrum hætti. Skipulagsstofnun er ekki stætt á að líta undan. Niðurstaðan er einföld: Deiliskipulag Borgarlínu um Suðurlandsbraut á að fara í sjálfstætt og ítarlegt umhverfismat. Ekki til að tefja verkefnið, heldur til að draga fram með óyggjandi hætti hvaða afleiðingar þessar tröllauknu framkvæmdir munu hafa á umhverfið í heild sinni. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi Sjálfstæðismanna í Grafarvogi.
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Þegar „erlend afskipti“ eru aðeins vandamál ef þau þjóna náttúrunni Arndís Kristjánsdóttir skrifar
Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun