KR - Grinda­vík 93-69 | KR annað liðið til þess að vinna Grinda­vík

Hjörvar Ólafsson skrifar
Þórir Þorbjarnarson kemst framhjá Jordan Sample og keyrir í átt að körfunni. 
Þórir Þorbjarnarson kemst framhjá Jordan Sample og keyrir í átt að körfunni.  Vísir/Anton Brink

KR burstaði Grindavík þegar liðin áttust við í 15. umferð Bónus-deildar karla í körfubolta í kvöld á Meistaravöllum í Vesturbænum í kvöld. KR varð þar sem annað liðið til þess að leggja Grindavík að velli í deildinni á þessu keppnistímabili.

Lokatölur í leiknum urðu 93-69 KR-ingum í vil. 

Leikmenn KR settu tóninn strax frá fyrstu míntu leiksins. KR-ingar spiluðu orkumikla vörn og voru heitir fyrir utan þriggja stiga línuna.  Það skilaði KR-liðinu níu sitga forskoti inn í annan leikhluta en staðan var 26-17 fyrir KR eftir fyrsta leikhluta. .

KR-ingar fengu svo góðar innkomur af varamannabekknum. Veigar Áki Hlynsson setti niður tvo þrista á skömmum tíma og Orri Hilmarsson einn. Þórir Þorbjarnarson vildi svo ekki vera minni maður og setti niður einn slíkan sömuleiðis.

Þá setti Friðrik Anton Jónsson niður tvær þriggja stiga körfur eftir að hann kom inná sem varamaður en hann kom KR í 31-17 í upphafi annars leikhluta. KR-ingar skoruðu raunar fyrstu níu stig annars leikhluta og komust í 35-17.

Leikmenn KR héldu áfram að bæta við forskot sitt og Þórir kom KR-ingum 21 stigi yfir, 40-19, með þriggja stiga körfu um miðjan annan leikhluta.

Þriggja stiga skotnýting KR-liðsins var býsna góð það í fyrri hálfleik en heimamenn hittu úr 11 af 22 þriggja stiga skotum sínum.

Þórir og Toms Leimanis voru þrjá þrista hvor í hálfleik og Friðrik Anton og Veigar Áki tvo. Orri Hilmarsson laumaði svo einni þriggja stiga körfu niður í fyrri hálfleik.

Vörn KR var svo hreyfanleg og öflug en heimamenn héldu Grindavík í 30 stigum í fyrri hálfleik. Staðan var 53-30 fyrir KR þegar liðin röltu til búningsklefa í hálfleik.

KR-ingar slökuðu ekkert á klónni í upphafi seinni hálfleiks og heimamenn héldu áfram að bæta forystu sína jafnt og þétt en 30 stigum munaði á liðunum, 70-40, um miðbik þriðja leikhluta.

Friðrik Anton setti síðan jarðarber á kökuna fyrir KR-inga með þriggja stiga körfu af löngu færi í þann mund sem lokaflautan gellur í þriðja leikhluta. KR leiddi 81-51 þegar haldið var í fjórða og síðasta leikhlutann.

KR-ingar héldu Grindvíkinum áfram í þægilegri fjarlægð í fjórða leikhluta og fóru að lokum með 24 stiga sigur af hólmi. 

Grindavík er eftir sem áður á toppi deildarinnar með 26 stig en KR komst upp að hlið Keflavík í fimmta til sjötta sæti en liðin hafa hvort um sig 16 stig. 

Atvik leiksins

Friðrik Anton skoraði þrjár þriggja stiga körfur í þessum leik en sú sem hann setti niður undir lok þriðja leikhluta stóð upp úr og var til þess að kóróna góða frammistöðu hans í leiknum.

Dómarar leiksins

Dómarar leiksins, þeir Sigmundur Már Herbertsson, Kristinn Óskarsson og Eggert Þór Adalsteinsson, dæmdu þennan leik bara heilt yfir vel. Leikurinn fékk að flæða án óþarfa flautukonserts og fá sem engin atvik sem orkuðu fram úr hófi tvímælis. Þeir félagar geta þar af leiðandi farið sáttir inn í helgina með átta í einkunn fyrir sín störf.

Stemming og umgjörð

Fantagóð stemming á Meistaravöllum í kvöld. Ung og efnileg stuðningsmannasveit KR lét vel í sér heyra. Heldri góðborgarar úr Vesturbænum tóku svo reglulega undir og glatt var á hjalla í stúkunni. Vesturbæingar hristu saman andann á Þorrablóti Vesturbæjar um síðustu helgi og samheldnin var enn til staðar þegar fók kom saman á leiknum í kvöld.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira