Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar 22. janúar 2026 08:32 Hvort sem okkur hinum líkar það betur eða verr, þá þurfum við stjórnmálafólk. Og það skiptir miklu að við fáum gott fólk í þá vinnu. Mig langar að mæla með frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar sem var að stíga fram í fyrsta skipti. Hún er það ferska blóð sem Samfylkingin þarf núna enda fádæma röggsöm og skemmtileg. Hún heitir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og hef búið hér stærstan hluta ævinnar. Hef því séð borgina okkar breytast ansi mikið gegnum áratugina. Með kosningasigrum Reykjavíkurlistans, breiðfylkingu félagshyggjufólks, varð grundvallarbreyting á því hvernig borginni var stjórnað. Hún varð opnari, víðsýnni, skemmtilegri, grænni. Leikskólabyltingin var gerð, sem breytti öllu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Aðstaða fyrir aldraða og öryrkja um alla borg tók stakkaskiptum. Þótt Reykjavíkurlistans nyti ekki lengur við gerðust góðír hlutir í framhaldinu með Samfylkinguna við stjórnvölinn. Ég hef fylgst með Steinunni í gegnum dóttur mína og hef mikla trú á Reykvíkingnum og heimsborgaranum Steinunni. Sem afi margra barnabarna vil ég konu í borgarstjórn sem var talskona Stígamóta og þekkir vel til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi, meðal annars þess að ná til unglinga. Sem afa finnst mér líka mikilvægt að hún leggur skýra áherslu á úrbætur í leikskólamálum og sem jafnaðarmaður styð ég fókusinn á öruggt húsnæði fyrir alla borgarbúa. Steinunn hefur líka reynslu af fjármálum og leggur uppúr ábyrgum rekstri borgarinnar. Hún vill borg sem stendur með fólki. Og hún er með hjartað á réttum stað. Það skiptir mestu. Ég heiti Sverrir Þórisson og ég er jafnaðarmaður og femínisti. Þess vegna kýs ég Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur í 2. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Höfundur er fyrrum skólastjóri og kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Samfylkingin Mest lesið Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan Skoðun Skoðun Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Kópavogsmódelið fullkomið ? Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Orðum fylgir ábyrgð – líka þegar rætt er um loftslagsbreytingar Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Uppbygging félagslegs húsnæðis – með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort sem okkur hinum líkar það betur eða verr, þá þurfum við stjórnmálafólk. Og það skiptir miklu að við fáum gott fólk í þá vinnu. Mig langar að mæla með frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinnar sem var að stíga fram í fyrsta skipti. Hún er það ferska blóð sem Samfylkingin þarf núna enda fádæma röggsöm og skemmtileg. Hún heitir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir. Ég er fæddur í Reykjavík árið 1953 og hef búið hér stærstan hluta ævinnar. Hef því séð borgina okkar breytast ansi mikið gegnum áratugina. Með kosningasigrum Reykjavíkurlistans, breiðfylkingu félagshyggjufólks, varð grundvallarbreyting á því hvernig borginni var stjórnað. Hún varð opnari, víðsýnni, skemmtilegri, grænni. Leikskólabyltingin var gerð, sem breytti öllu fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Aðstaða fyrir aldraða og öryrkja um alla borg tók stakkaskiptum. Þótt Reykjavíkurlistans nyti ekki lengur við gerðust góðír hlutir í framhaldinu með Samfylkinguna við stjórnvölinn. Ég hef fylgst með Steinunni í gegnum dóttur mína og hef mikla trú á Reykvíkingnum og heimsborgaranum Steinunni. Sem afi margra barnabarna vil ég konu í borgarstjórn sem var talskona Stígamóta og þekkir vel til baráttunnar gegn kynbundnu ofbeldi, meðal annars þess að ná til unglinga. Sem afa finnst mér líka mikilvægt að hún leggur skýra áherslu á úrbætur í leikskólamálum og sem jafnaðarmaður styð ég fókusinn á öruggt húsnæði fyrir alla borgarbúa. Steinunn hefur líka reynslu af fjármálum og leggur uppúr ábyrgum rekstri borgarinnar. Hún vill borg sem stendur með fólki. Og hún er með hjartað á réttum stað. Það skiptir mestu. Ég heiti Sverrir Þórisson og ég er jafnaðarmaður og femínisti. Þess vegna kýs ég Steinunni Gyðu- og Guðjónsdóttur í 2. sætið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Höfundur er fyrrum skólastjóri og kennari.
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar
Skoðun Guðmundur til þjónustu í velferðarmálum Guðbjörg Sveinsdóttir,Arndís Vilhjálmsdóttir skrifar